Viðburðasafn

Hneggjandi listasmiðja fyrir börn

  • 12.1.2019, 12:00 - 14:00, Listasafn Svavars Guðnasonar

Börnin skoða hestasýninguna Náin framtíð og fræðast um sýninguna Hestafeld sem innblástur fyrir hugmyndir og listaverk. Unnið verður með lím, tússpenna og garn til að líkja eftir hrossahúð.

 

Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu.

 

Þórgunnur Þórsdóttir, starfsmaður safnsins, leiðir smiðjuna og verður afrakstur hennar til sýnis í glugga listasafnsins.

 

Ætlast er til að foreldrar fylgi yngstu börnunum og hjálpi þeim að vinna að sínum eigin sköpunarverkum.

 

Hlökkum til að sjá ykkur.