Viðburðasafn

Hreinsunardagar

  • 21.4.2019 - 27.4.2019, Sveitarfélagið Hornafjörður

Íbúar eru hvattir til að taka vel til í kringum hús sín og næsta nærumhverfi

á Höfn og Nesjahverfi.

Fyrirtæki eru hvött til að taka vel til við fyrirtæki sín og á lóðum,

á ekki síður við um geymslulóðir.

Þessa daga verða strákarnir í Áhaldahúsinu að hirða upp rusl sem fólk gengur frá á aðgengilegum stað við lóðarmörk, ef magnið er mikið, hafið samband í síma 895-1473 (Skúli)

 

Hreinsunardagar í sveitum

Brotajárn, rafgeymar og önnur spilliefni verða hirt frá 23.-26. apríl. Mikilvægt er að koma úrgangi fyrir á áberandi stöðum, stærra brotajárn skal koma fyrir þar sem vörubíll kemst að.

Hreinsunardagar í sveitum:

  • Lón og Nes þriðjudaginn 23. apríl.
  • Mýrar miðvikudaginn 24. apríl.
  • Suðursveit og Öræfi föstudaginn 26. apríl.

Bændur eru beðnir um að tilkynna daginn áður ef óskað er eftir því að náð sé í spilliefni. Tilkynnið tímanlega ef fjarlægja á brotajárn í s. 895-1473 eða á skuli@hornafjordur.is

Bændur eru einnig hvattir til að hreinsa girðingar sínar.

Aðeins verður náð í spilliefni ofangreinda daga og brotajárn

verður aðeins sótt þessa viku.

Fegrum umhverfið fyrir sumarkomu.