Viðburðasafn

Í landslagi er vetrarsýning Svavarssafns

  • 6.11.2019 - 6.3.2020, Listasafn Svavars Guðnasonar

Vetrarsýning Svavarssafns „Í landslagi“ verður opnuð miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:00.
Landslag mótast af þeim náttúrulegu og manngerðu fyrirbærum sem þar eru sýnileg. Það er samspil jarðfræðilegra fyrirbrigða sem og samlífi við dýr og menn. Landslag varpar fram mynd af því lífi sem á sér stað og hefur átt sér stað, og getur jafnvel gefið okkur vísbendingar um það sem getur orðið. Ystu lög landslags mótast af ólíkri menningu og staðháttum hverju sinni. Landslag sem sumt þurrkast út og gleymist og annað sem verður varanlegur hluti af framtíðarmynd landsins.

Í landslagi birtist maðurinn og tilraunir hans til að móta og búa í náttúrunni, dýrin sem þar dvelja, trúin á yfirnáttúrlegar verur, auk sýnistöku úr framtíðarsköpunarsögu jarðar.

Verk á sýningunni:

Ásgrímur Jónsson (verk úr einkasafni), Efnasmiðjan; Elín Sigríður Harðardóttir og Inga Kristín Guðlaugsdóttir, Einar Þorsteinn Ásgeirsson (að láni frá Hönnunarsafni Íslands), Guðmundur Einarsson (verk úr einkasafni), Jón Þorleifsson, Sara Björg Bjarnadóttir, Svavar Guðnason, Sigurður Einarsson og Thomas Pausz. Auk lánsmuna frá Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu og Birni Arnarsyni. 

Sýningarstjóri: Hanna Dís Whitehead
Sýningarhönnun: Irene Hrafnan & Hanna Dís Whitehead

Við sama tækifæri opnar sýning í fremra rýminu.