Viðburðasafn

KLIKK EÐA KÓSÝ!

 • 26.11.2019, 19:00 - 23:00, Pakkhús, 4.900

Viltu fleiri gæðastundir, meira skipulag og fá sem allra mest út úr tíma þínum?

Ef svarið er já gæti viðburðinn KLIKK EÐA KÓSÝ! verið eitthvað fyrir þig.

Flottir viðburðir sem stuðla að jafnvægi og þægindum í desember:

 • Pakkhúsið Hornafirði - þriðjudaginn 26. nóv. (skráning til og með 25. nóv.) 
 • Hótel Framtíð Djúpavogi- fimmtudaginn 28. nóv. (skráning til og með 27. nóv.) 
 • Tehúsið Egilsstöðum- fimmtudaginn 5. desember (skráning til og með 1. des.)

Dagskrá:

 • Kl. 19:00- Húsið opnar, boðið er upp á súpu og meðlæti sem borðað er í rólegheitum yfir dagskránni.
 • Kl. 19:15- “Tilfinningar, tryllingar og triggerar” Fyrirlestur frá Ágústu Margréti Arnardóttur markþjálfa Kl. 19:50- Boltarúll- nudd og notalegheit, hreyfing og teygjur með Kolbrúnu Björnsdóttur markþjálfa og einkaþjálfa Kl. 20:15- Kaffi, te, meðlæti og spjall.
 • Kl. 20:30- „Grýlulaus jól“ Fyrirlestur frá Kolbrúnu Björnsdóttur markþjálfa og einkaþjálfa Kl. 21:05- Hugleiðsla með Maríu Viktoríu Einarsdóttur Kl. 21:15- Spurningar, spjall og vinnustofur:
 1.  Sólahringurinn- hefurðu raunverulega „engan tíma“?
 2.  Daglegar venjur í desember- Hvað LANGAR þig að gera á aðventunni?
 3.  Skipulag- Hvað ÞARFTU að gera í desember?
 4.  Óskalistinn- Hvernig er drauma desember fyrir þér?
 5.  Einfaldaðu líf þitt- það gefur frelsi, tíma og orku. Er það eitthvað fyrir þig?

 • Kl. 21:50- Kveðja og hvatning frá Kollu og Ágústu 
 • Kl. 22:00- Dagskrá lýkur

Verð 4900 kr.

Nánari upplýsingar og skráning á agusta.coach@gmail.com og kolla@sporthollin.is

Auk þess er hægt að skrá sig hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeYLpmGYWr4Np-nYadcXBXRHMuQRpCQ6Lcp2woWfOj6xZjrwQ/viewform

https://www.facebook.com/kollatobba

https://www.facebook.com/AgustaMargretMarkthjalfi

Ágústa Margrét er fimm barna móðir ungra barna. Hún hefur undanfarin 3 ár hefur stúderað meðvitaðar, virðingaríkar og virkar samskipta og uppeldis aðferðir sem leiða til meira jafnvægis og þæginda inn á heimilinu og í lífinu öllu. Hún hefur lokið námskeiðinu Conscious parenting hjá Dr. Shefali Tsabary, sem meðal annars skrifaði bækurnar The conscious parent og The Awakened famliy. Ágústa er nemi í markþjálfun í HR og leggur sérstaklega áherslu á markþjálfun fyrir foreldra og fullorðna einstaklinga sem vinna með börnum, sem og börnin sjálf. Ágústa Margrét hefur reynslu og þekkingu á fyrirtækjarekstri, sköpun og sjálfsrækt. www.AgustaMargret.com

Kolla Björns er móðir þriggja uppkominna barna. Hún hefur undanfarin ár rekið líkamsræktarstöðina Sporthöllina á Hornafirði og verið virk í öllu sem sameinar hugarfar og heilsu. Kolla er NLP Markþjálfi og IAK einkajálfari að mennt. Hún leggur áherslu á hvernig má komast úr viðjum vanas og tileinka sér skilvirkari og skemmtilegari lífsstíl. www.instagram.com/kollabjoss

María Viktoría kynntist hugleiðslu árið 2016, sótti námskeið hjá Sri Chimnoy í Reykjavík og sótti leiddar hugleiðslur í Perú og Guatemala 2016 og 2017. Árið 2018 lærði hún Vedíska hugleiðslu (innhverfa íhugun) í Vedíska setrinu á Borgarfirði Eystra. María mun leið líkams hugleiðslu (bodycan) sem stuðlar að róun hugar slökun líkama og innri sátt. Hentar byrjendum og lengra komnum.