Viðburðasafn

Kvikmyndin NETIÐ sýnd í kvöld

  • 18.9.2018, 20:00 - 22:00

Í kvöld verður sýnd í Nýheimum ein mynd í ferð bíólestarinnar kvikmyndin NETIÐ.

Myndin er tekin upp í fiskiþorpi við Hvítahafsstrendur og sýnir íbúa Norður-Rússlands í heimspekilegri dæmisögu um ást.

Ungur maður kemur í þorp við Hvítahafið í leit að stúlku sem flýði borgina án þess að kveðja. Einn íbúa þorpsins, gamall karl, vísar honum veginn. Hvorki ungi maðurinn né sá gamli geta ímyndað sér hvaða þrautir bíða á leið þeirra – en þó einkum þegar henni er lokið.

Mun Anton Vsevolodovich Vasiliev, Sendiherra Rússlands á Íslandi ræða við gesti sýningarinnar og með honum í för verður yfirmaður rússneskrar kvikmyndagerðarmiðstöðvarinnar Norfest og Northern Traveling film Festival, Marina Vladimirovna Yuzhaninova.

Kaffi og kleinur á boðstólnum!

Menningarmiðstöð Hornafjarðar