Viðburðasafn

Hádegistónar í Svavarssafni 18. nóvember

  • 18.11.2018, 12:00 - 14:00, Listasafn Svavars Guðnasonar

Verið hjartanlega velkomin á Svavarssafn, sunnudaginn 18. nóvember, til að fagna með okkur fæðingardegi Svavars Guðnasonar.

Opið frá 12 - 14.
Frítt inn!

Nanna og Frikki munu leika ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi, og í Ástustofu verður boðið upp á kaffi og köku þar sem sjá má verk Svavars og jafnframt fræðast um hann í máli og myndum.

Svavar Guðnason er einn af helstu málurum Íslendinga á 20. öldinni, en hann fæddist 18. nóvember 1909 á Höfn, og hefði því orðið 109 ára á þessu ári.

Hornfirðingarnir góðkunnu, Nanna Imsland og Friðrik Jónson (Frikki), hafa síðustu ár verið búsett á Egilsstöðum þar sem Nanna sinnir náms- og starfsráðgjöf við Menntaskólann á Egilsstöðum og Frikki tónlistarkennslu við Tónlistarskólana á Egilsstöðum og í Fellabæ.