Tillaga að nýju deiliskipulagi Skálafell

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi við Skálafell í Hornafirði.

Deiliskipulagið nær yfir tæplega 4 ha spildu úr landi Skálafells. Deiliskipulagstillagan tekur til frekari uppbyggingar á núverandi gistiaðstöðu. Einnig tekur skipulagið til bílastæðis vegna gönguleiðar um Hjallanes og Heinabergssvæðið.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 22. febrúar 2018 til 6. apríl  2018.

Skalafell-deiliskipulagstillaga,-uppdrattur-og-greinargerd .

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögn vegna deiliskipulagstillögu við Skálafell skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 6. apríl 2018 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is