Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 64

Haldinn Teams Meating,
16.11.2020 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson formaður,
Kolbrún Reynisdóttir varaformaður,
Sverrir Þórhallsson aðalmaður,
Stefanía Anna Sigurjónsdóttir aðalmaður,
Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir hjúkrunarstjóri ,
Guðbjörg Sigurðardóttir formaður félags eldri hornfirðinga,
Guðrún Dadda Ásmundardóttir .
Fundargerð ritaði: Guðrún Dadda Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri Skjólgarðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202009100 - Erindisbréf velferðarnefndar
Erindisbréf Velferðarnefndar vísað til umræðu í Heilbrigðis- og öldrunarnefnd.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindisbréf Velferðarnefndar og samþykkir það.
2. 201806069 - Rammasamningur milli SÍ og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila
Farið yfir stöðu samningsviðræðna við Sjúkratryggingar Íslands.

Ekki er komin niðurstaða í samningaviðræður sveitarfélagsins við Sjúkratrygginga Íslands um áframhaldandi rekstur hjúkrunarheimilisins.
3. 202010030 - Stytting vinnuviku: innleiðing kjarasamninga
Stytting vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólks tekur gildi 1. janúar 2021.

Framkvæmdastjóri fór yfir undirbúning styttingu vinnuvikunnar meðal dagvinnufólks. Er undirbúningurinn á lokastigum og sátt meðal starfsmanna um útfærslu leiða.
4. 202003021 - Sóttvarnir: COVID-2019
Farið yfir stöðu Skjólgarðs - öldrunarþjónstu varðandi sóttvarnir í heimsfaraldrinum Covid - 19.

Hjúkrunarstjóri fór yfir stöðuna á hjúkrunarheimilinu varðandi sóttvarnir.
5. 202011013 - 9 aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang
Bæjarráð vísaði til umræðu í heilbrigðis- og öldrunarnefnd áskorun Geðhjálpar til stjórnvalda um 9 aðgerðir í geðheilbrigðismálum.

Nefndin tekur undir mikilvægi þess að efla aðgerðir tengdum bættri líðan og geðheilsu.
6. 202004068 - Rekstrarstaða Skjólgarðs
Rekstrarstaðan kynnt.

Rekstrarstaða Skjólgarðs er áfram mjög þung og halli er á rekstrinum.
7. 201909057 - Gjaldskrár 2020
Gjaldskrá Skjólgarðs fyrir árið 2021 tekin til umfjöllunar.

Nefndin samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá á deildum innan Skjólgarðs. Öðrum liðum varðandi gjaldskrá frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta