Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 896

Haldinn í ráðhúsi,
09.04.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Ásgrímur Ingólfsson, Bryndís Bjarnarson, Matthildur Ásmundardóttir, Ólöf Ingunn Björnsdóttir, .

Fundargerð ritaði: Ólöf Ingunn Björnsdóttir og Bryndís Bjarnarson, 


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1903016F - Umhverfisnefnd - 50
Farið yfir fundargerð.
Bæjarráð tekur undir ályktun Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga um afléttingu sérstakrar friðunar á Helsingja.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi
2. 1903015F - Skipulagsnefnd - 51
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
Almenn mál
3. 201904022 - Ársreikningur sveitarfélagsins 2018
Sigurjón Arnarson fulltrúi endurskoðanda sveitarfélagsins frá KPMG fór yfir ársreikning 2018 og drög að skýrslu endurskoðenda.
Bæjarráð vísar ársreikningi 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.4. 201903093 - Útboð: Vöruhús endurbætur 2019 3. áfangi
Frestað til næsta fundar.

6. 201904030 - Starfsmannamál
Félagsmálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur óskað eftir lausn frá störfum.
Bæjaráð veitir félagsmálastjóra lausn frá störfum og felur bæjarstjóra að semja um starfslok.
7. 201709473 - Skjalastefna
Bæjarráð vísar skjalastefnunni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
8. 201904020 - Þjónustukort
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og tilnefnir upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins sem tengilið við verkefnið.
9. 201904014 - Það sem betur má fara í Sveitarfélaginu
Bæjarráð þakkar góðar ábendingar og vísar þeim til úrvinnslu starfsmanna.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
10. 201806073 - Veitingasala í Nýheimum 2018-2019
Til umræðu er fyrirkomulag næsta árs. Hvort sveitarfélagið sé tilbúið til að taka þátt í taprekstri komi til þess á næsta ári.
Bæjarráð er jákvætt fyrir áframhaldandi stuðningi við verkefnið og vísar til fjárhagsáætlunargerðar 2020.
11. 1903108 - Ósk um endurskoðun á greiðslu
Erindi frá Guðfinnu Benediktsdóttur þar sem óskað er eftir leiðréttingu á launum markavarðar.
Bæjarráð samþykkir endurskoðun á launum markavarðar og vísar því til gerðar nýrrar fjallskilastefnu.
12. 201803077 - Umsögn um útgáfu leyfa Kaffi Höfn
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna breytinga á rekstarleyfi í flokki III fyrir Kaffi hornið óskað er eftir að breyta opnunartíma þannig að opnað verði kl. 07:00 í stað kl. 11:30.
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
13. 201804021 - Umsögn um útgáfu leyfa Reipstindur
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna breytinga á rekstarleyfi til sölu gilstinga í flokki II fyrir Reipstind, óskað er eftir að auka gestafjölda í 20 manns.
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
14. 201805019 - Tímabundinn afsláttur af lóðagjöldum
Tímabundnar reglur voru framlengdar um eitt ár þann 9. maí 2018.
Reglurnar verða ekki framlengdar, starfsmanni falið að auglýsa að reglurnar munu falla niður þann 9. maí.
Reglur Sveitarfélagsins Hornafjarðarum tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda.
15. 201904009 - Staða ferðaþjónustunnar 2019
Framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls sendi út óformlega könnun varðandi stöðu bókana eftir gjaldþrot WOW air.
Almennt eru áhrifin ekki veruleg á ferðaþjónustu á svæðinu enn sem komið er.
16. 201902005 - Íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins
Fyrirkomulag á íbúðarhúsnæði við Hofgarð og í Hrollaugsstöðum til umræðu.
Starfsmanni falið að auglýsa íbúarhúsnæði að Hrollaugstöðum og eina íbúð við Borgartún á Hofi til leigu.
17. 201904032 - Reglur um styrk til húsaleigu fyrir starfsmenn sveitarfélagsins
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur í eitt ár og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
5. 201904005 - Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss
Bæjarráð vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til baka Prenta