Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 52

Haldinn í ráðhúsi,
02.05.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson, Erla Rún Guðmundsdóttir, Trausti Magnússon, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Gunnlaugur Róbertsson, .

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, Skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201807018 - Aðalskipulagsbreyting Hellisholt
Tillaga að aðalskipiulagsbreytingu Hellisholti tekin fyrir. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar og aðstöðu í landi Hellisholts. Tillagan hefur verið í kynningu og brugðist hefur verið við athugasemdum.
Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði samþykkt og auglýst skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting-Hellisholt-uppdráttur og greinargerð-20190416.pdf
2. 201709489 - Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV
Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV tekin fyrir. Tillagan hefur fengið umfjöllun hjá Veðurstofunni og telur Veðurstofan að svæðið sem um ræðir sé utan áhrifa af mögulegu berghlaupi í Svínafellsheiði. Skaftafell III og IV liggur sunnan við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði er í um 1.500 m fjarlægtð. Skaftafell er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins og er í aðalskipulagi skilgreint sem einn af megin seglum ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar og íbúðar/starfsmannaíbúða og þjónustuhúsa, allt að 5.200 m² í landi Skaftafells III og IV til þess að auka þjónustu við þann fjölda ferðafólks sem kemur í Öræfin.
Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði kynnt og auglýst í samræmi við 30. og 31. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting Skaftafell lll og IV
3. 201709404 - Aðalskipulagsbreyting Svínhólar
Aðalskipulagsbreyting Svínhólar tekin fyrir. Skipulagsstjóri gerði grein fyrir hættumati Veðurstofunnar og hvaða áhrif hættumatið hefur á skipulagsáformin.
Vinna verður breytingar í samræmi við fyrirliggjandi hættumat. Málinu frestað til næsta fundar.
4. 201901141 - Deiliskipulag Hellisholt
Tillaga að deiliskipulagi Hellisholti tekin fyrir. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar ferðaþjónustu og íbúðarhúss ásamt aðkomu að svæðinu frá þjóðvegi. Samhliða deiliskipulaginu er unnin aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið. Skipulagstillagan hefur verið í kynningu og brugðist hefur verið við athugasemdum.
Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga. Starfsmanni falið að svara innsendum athugasemdum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag-Hellisholt-uppráttur og greinargerð-20190502.pdf
5. 201904013 - Deiliskipulag Háhóll - Dilksnes
Deiliskipulagstillaga Háhóll - Dilksnes tekin fyrir. Skipuleggjendur gerðu grein fyrir áformum í landi þeirra.
Skipulagsstjóra falið að leita umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Málinu frestað til næsta fundar.
 
Gestir
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
6. 1904057 - Deiliskipulag: Reynivellir II
Ósk um að hefja vinnu við deiliskipulag að Reynivöllum II tekin fyrir. Áformin eru í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem unnin hefur verin fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd leggur til að heimiluð sé vinna við deiliskipulag í samræmi við 40. til 42. gr. skipulagslaga. Ákvörðun vísað til bæjarstjórnar.
7. 201901123 - Deiliskipulag Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Skipulagsáform að Jökulsárlóni tekin fyrir. Formaður svæðisráðs gerði grein fyrir skipulagsáformum að Jökulsárlóni. Umræður um stöðuleyfi á Jökulsárlóni fóru fram.
Skipulagsstjóra falið að kanna hvaða stöðuleyfi eru í gildi á svæðinu.
 
Gestir
Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs
8. 201904036 - Deiliskipulagsbreyting Lambleiksstöðum
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að Lambleiksstöðum tekin fyrir. Markmið með gerð breytingar á deiliskipulagi fyrir Lambleiksstaði er að efla byggð og styrkja atvinnulíf. Ferðaþjónusta hefur lengi verið á Lambleiksstöðum og með gerð þessarar breytingar er rekstrargrundvöllur styrktur, skipulagssvæðið stækkað og skipt í byggingarreiti A-D hver með sína húsaþyrpingu. Breytingin á deiliskipulaginu tekur til frekari uppbyggingar á gistiaðstöðu og nýbygginga fyrir ferðaþjónustu.

Skipulagsnefnd leggur til að heimila vinnu við deiliskipulagsbreytingu og að málsmeðferð verði skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Breytingartillaga, deiliskipulag Lambleiksstaðir
9. 201901149 - Áform um uppbyggingu tjaldsvæðis í Haukafelli
Áform um uppbyggingu tjaldsvæðis fyrir kúlutjöld ásamt þjónustubyggingu í Haukafelli tekin fyrir. Staðfesting frá stjórn skógræktarfélags liggur fyrir sem heimilar áformin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við áformin.
10. 201902040 - Byggingaráform, raðhús að Borgartúni 2
Áform um byggingu raðhúss að Borgartúni 2 tekin fyrir. Áform eru að byggja 405 m² fjögurra íbúða raðhús á lóðinni. Samkvæmt skipulagsskilmálum er heimilt að byggja allt að 350 m² raðhús á lóðinni. Grenndarkynning hefur farið fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga en engar athugasemdir bárust.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11. 201903026 - Byggingarleyfisumsókn: Hraunhóll 6 - íbúðarhús
Byggingaráform að Hraunhól 6 tekin fyrir. Fyrirhugað er að reisa einbýlishús á lóðinni. Grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga en engar athugasemdir bárust.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
12. 201902015 - Byggingarleyfisumsókn: Mánabraut 6 - breyting og viðbygging
Byggingarleyfisumsókn vegna 25 m² viðbyggingar að Mánabraut 6 tekin fyrir. Ekki er til deiliskipulag sem nær yfir svæðið. Grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga en engar athugasemdir bárust.
Ásgrímur vék af fundi undir þessum lið.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13. 201904061 - Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða lagt fram.
Ásgrímur tók aftur sæti á fundinum.
Skipulagsnefnd felur starfsmanni að vinna drög að athugasemdum.
14. 1904046 - Ósk um aðalskipulagsbreytingu og framkvæmdarleyfi Ölduslóð
Áform um uppbyggingu göngustígs um Ölduslóð við Freysnes í Öræfum tekin fyrir. Sveitarfélagið hefur í samræmi við ráðleggingar Almannavarna Ríkisins ekki veitt heimild til skipulagsvinnu eða framkvæmdaleyfa í nálægð við Svínafellsjökul. Sveitarfélagið bíður þess að unnið verði áhættumat á svæðinu en áhættumat sem unnið er af Veðurstofu Íslands er væntanlegt nú á vormánuðum.
Málinu frestað þar til hættumat liggur fyrir. Starfsmanni falið að upplýsa umsækjendur.
15. 1904113 - Lóðarbreyting: Holt 1 Malarás Öræfum
Ósk um breytingu á notkun og skráningu lóðar að Holti 1 á Malarás í Öræfum tekin fyrir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingar en hvetur til að frágangur utanhúss falli sem best að umhverfinu.
16. 201904112 - Byggingarleyfisumsókn: Bæjarhóll í Árnanesi - einbýlishús
Áform um byggingu einbýlishúss á Bæjarhól í Árnanesi tekin fyrir. Ekki er til deiliskipulag sem nær yfir svæðið.
Skipulagsnefnd felur starfsmanni að grenndarkynna skv. 44. gr. skipulagslaga.
17. 201904119 - Fyrirspurn um skipulag á Leirunni
Erindi vegna skipulags á Hagaleiru 1-11 tekin fyrir.
Skipulagsnefnd frestar til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta