Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 900

Haldinn í ráðhúsi,
13.05.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Björgvin Óskar Sigurjónsson 1. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1905003F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 48
Fundargerðin samþykkt.
Almenn mál
2. 201901053 - Ungmennaráð 2018-2019
Ungmennaráð gerði grein fyrir störfum ráðsins sl. vetur. M.a.
var unnin umhverfiskönnun og kynntar voru helstu niðurstöður könnunarinnar. Ungmennaþing var haldið í október og ný heimasíða var kynnt. Vefslóð á heimasíðu ungmennaráðs er: https://unghofn.wixsite.com/unghofn?fbclid=IwAR0aCfxQbaw5BWv5c2TM4Vd2S19kHtdZ8_TAD3JRc58_HnoZ_n_P8oS_1N4
 
Gestir
Birkir Snær Ingólfsson
Salvör Hjaltadóttir
Sigríður Þorvarðardóttir
Íris Mist Björnsdóttir
Hermann Þór Ragnarsson
3. 201905010 - Staða sveitarsjóðs 2019
Ólöf fór yfir stöðu sveitarsjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung. Tekjur og gjöld eru í samræmi við áætlanir. Áhrif aflabrests í loðnu og humri hafa ekki komið fram.
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri og sat einnig undir lið 4 og 5.
4. 201904045 - Lífskjarasamningur 2019-2022
Farið yfir gjaldskrár fyrir árin 2019-2020.
Bæjarráð óskar eftir útreikningum á vísitöluhækkun gjaldskráa sveitarfélagsins sem kæmu til hækkunar á árinu 2019 að óbreyttu.
Yfirlýsing sambandsins vegna lífskjarasamninga 2019.pdf
5. 201905025 - Upplýsingar vegna laga um opinber innkaup
Erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 3. maí, þar sem vakin er athygli á breytingum varðandi opinber innkaup.

Lagt fram til kynningar.
Fjármálastjóra falið að aðlaga innkaupaferla sveitarfélagsins að nýjum lögum.
03.05.2019Bréf-Upplýsingapósturtilsveitar_undirritað.pdf
6. 1901025 - Minigolf við Ekruna
Erindi frá Félagi eldri Hornfirðinga þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið komi að gerð Minigolfvallar í samstarfi við félagið sem mun nýtast eldri borgurum og öðrum sem áhuga hafa á að spila minigolf.

Bæjarráð samþykkir að styrkja gerð Minigolfvallar um 1.000.000 kr.
Fjármagnið tekið af óráðstöfuðu.
7. 201905001 - Umsókn um styrk: Íspinninn
Erindi frá Margréti Gauju Magnúsdóttur og Rögnu Kristínu Jónsdóttur dags. 10. apríl, þar sem óskað er eftir styrk til listahátíðar sem nefd er "Íspinninn listahátíð fyrir ungt listafólk í Öræfum".

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 kr.
Fjármagnið tekið af óráðstöfuðu.
8. 1905005 - Leiksvæði fyrir börn, samkomusvæði fyrir fjölskyldur
Vísað til umræðu í umhverfis- og skipulagsnefnd og fræðslu- og tómstundanefnd.
9. 201905017 - Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga
Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.

Fyrsta áfanga verkefnisins er lokið með útgáfa Grænbókar um stefnu í málefnum sveitarfélaga og er hún komin inn í samráðsgátt Stjórnarráðs Íslands og er frestur til að skila inn umsögnum 6. júní.
Lagt fram til kynningar.
10. 201905014 - Umsókn um lóð: Hagaleira 5
Umsókn Elínar Freyju Hauksdóttur um lóð að Hagaleiru 5.

Bæjarráð mælir með lóðarúthlutuninni.
Vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
11. 201905023 - Umsókn um lóð: Hagaleira 3
Umsókn Jóns Þórs Sigurðssonar um lóð að Hagaleiru 3.

Bæjarráð mælir með lóðarúthlutuninni.
Vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
12. 201902122 - Fundargerðir stjórnar Nýheima
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
104. fundur 8.5.2019.pdf
13. 201904012 - Umsögn um útgáfu leyfa: Myllulækur 10
Erindi dags. 1. apríl þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi til sölu gistingar í flokki II frístundahús.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
14. 201903109 - Umsögn um útgáfu leyfa Langatorfa ehf, Svínafell 1
Erindi frá Sýslumanni dags. 22. mars þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi til sölu gistingar í flokki II stærra gistiheimili.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta