Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 49

Haldinn í heilsugæslustöð,
28.05.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson, Kolbrún Reynisdóttir, Sverrir Þórhallsson, Jón Áki Bjarnason, Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir, Helena Bragadóttir, Ragna Pétursdóttir, Haukur Þorvaldsson, Björk Pálsdóttir, Guðrún Dadda Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Guðrún Dadda Ásmundardóttir, Framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201811019 - Málþing um stöðu eldri borgara
Málþingið "Er gott að eldast?" er yfirstaðið. Fundurinn fer yfir útkomu hennar.
Málþingið "Er gott að eldast" var haldið þ. 22. maí síðastaliðinn. Um 80 manns mættu í Nýheima. Málþingið þótti takast mjög vel. Fundurinn fagnar því, eins og fram kom á málþinginu, að sveitarfélagið ætli að gera könnun um húsnæðismál eldri borgara.
3. 201903011 - Rekstrarstaða heilbrigðisstofunar suðurlands á Hornafirði 2019
Rekstrarstaða HSU Hornafirði lögð fram.
Framkvæmdarstjóri fór yfir rekstrarstöðuna.
4. 201901079 - Samningur um sálfræðiþjónustu
Samningurinn við sálfræðingin Lilju Rut Tumadóttur er útrunnin og framkvæmdarstjóri kynnir hver staðan á sálfræðiþjónustunni fyrir fullorðna við heilsugæsluna.
Lilja Rut Tumadóttir hefur sagt upp samningi sínum við HSU Hornafirði sökum anna í hennar fasta starfi. Framkvæmdarstjóri HSU hefur ekki leitað að öðrum í hennar stað sökum þess, að geðheilbrigðisteymi suðurlands á að sinna þessarri þjónustu hér á Hornafirði en það hefur ennþá ekki hafið störf. Nefndin harmar stöðuna í ljósi þess, að 25 manns eru á biðlista eftir að komast að í fullorðins þjónustu sálfræðings. Framkvæmdarstjóri er beðin um, að fá skýr svör frá forstjóra HSU um hvenær megi vænta þjónustu frá geðheilbrigðisteyminu.
5. 201905086 - Ársreikningar Gjafa- og minningarsjóðs Skjólgarðs 2018
Gjafa- og minningarsjóður Skjólgarðs fundar þ. 27. maí. Framkvæmdarstjóri kynnir fyrir fundinum stöðu ársreiknings sjóðsins.
Lagt fram til kynningar.
6. 201709254 - Gjafalisti Gjafa- og minningasjóðs Skjólgarðs
Gjafa- og minningarsjóður Skjólgarðs fundar þ. 27. maí. Framkvæmdarstjóri kynnir fyrir fundinum stöðu á umsóknum liðins árs og það sem hefur verið samþykkt á árinu 2019.
Lagt fram til kynningar.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
2. 201905088 - Umsögn um þingsályktun um hagsmunafulltrúa aldraða, 825. mál
Velferðarnefnd Alþingis hefur sent til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraða, 825. mál. Fundur er beðin um afstöðu til hvort hann vilj leggja fram umsögn og hvernig hún skuli þá vera.
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd Sveitarfélags Hornafjarðar er jákvæð gagnvart tillögu til þingsályktunar um embætti hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál. Fjöldi eldri borgara fer ört vaxandi og gæsla hagsmuna þeirra nauðsynleg. Líkt og aðrir hópar samfélagsins ætti þessi hópur vissulega að hafa sinn hagsmunafulltrúa. Nefndin hvetur alþingi til þess að taka málið til umsagnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05 

Til baka Prenta