Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 51

Haldinn í heilsugæslustöð,
27.08.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson, Kolbrún Reynisdóttir, Sverrir Þórhallsson, Stefanía Anna Sigurjónsdóttir, Jón Áki Bjarnason, Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir, Helena Bragadóttir, Elín Freyja Hauksdóttir, Guðrún Dadda Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Guðrún Dadda Ásmundardóttir, Framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201907037 - Ósk um samstarf vegna hugmyndar um nýja björgunarmiðstöð á Höfn
Björgunarfélagið hefur verið að skoða bygginu nýs húsnæðis fyrir félagið og hafa óskað eftir samstarfi Sveitarfélagsins. Hugmynd er um, að byggð verði Björgunarmiðstöð þar sem viðbragðsaðilar í sveitarfélaginu deili húsnæðinu. BH myndi byggja en aðrir leigja rými innan þess.
Bæjarráð hefur óskað eftir þarfagreiningu frá heilbrigðisstofnuninni og slökkviliðinu á að byggð verði Björgunarmiðstöð.

Nefndin felur heilbrigðisstofnuninni að framkvæma þarfagreiningu. Nefndin leggur einnig til að viðkomandi aðilar hittist áður en þarfagreiningin er framkvæmd. Í ljósi þess að þjónustusamningnum um rekstur heilbrigðisstofnunarinnar og SÍ hefur verið sagt upp þá mun niðurstaða vera háð þeim samningnum sem nást.
2. 201908003 - Kynningarfundur um heilbrigðisstefnu til ársins 2030
Heilbrigðisráðherra kynnti heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Stefnan kynnt fyrir nefnd.
Sjá nánar á link:
https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=879dd726-9e80-11e9-9443-005056bc4d74

Lagt fram til kynningar.
3. 201906052 - Fjármögnunarkerfi Heilsugæslu á landsbyggðinni
Heilbrigðisráðuneytið kynnti fyrir HSU á Hornafirði drög að fjármögnunarlíkaninu sem allar heilsugæslustöðvar landsins skulu vera reknar samkvæmt eftir áramót. Líkanið kynnt fyrir nefnd.
Lagt fram til kynningar. Það verður fundur í ráðuneytinu um næstu skref innleiðingar líkansins þ. 13. sept. næstkomandi.
4. 201903107 - Samningar um rekstur HSU Hornafirði 2019
Drög að tillögum HSU á Hornafirði að nýjum þjónustusamningi kynntar og teknar til umfjöllunar í nefnd.
Ráðuneytið fól sveitarfélaginu að fjalla um þrjár mismunandi leiðir að nýjum þjónustusamningi. Ein er að sveitarfélagið haldi áfram rekstrinum. Nefndin hefur áður ályktað um að sú leið verði valin enda í anda nýútkominnar heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030. Starfshópi er falið að klára útfærslu og rökstuðning fyrir þeirri leið.
5. 201903011 - Rekstrarstaða heilbrigðisstofunar suðurlands á Hornafirði 2019
Rekstrarstaða fyrstu 6 mánaða ársins kynnt.
Reksturinn er í halla sem meðal annars má rekja til aukins launakostnaðar umfram tekjur, lítillar nýtingar dvalarrýma, ekki liggja fyrir niðurstöður um uppgjör á lífeyrissjóðskuldbindingum og verulegrar hækkunar á húsaleigu Ríkiseigna. Rætt var um leiðir og tillögur til að draga úr hallarekstri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05 

Til baka Prenta