Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 51

Haldinn í heilsugæslustöð,
27.08.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson formaður,
Kolbrún Reynisdóttir varaformaður,
Sverrir Þórhallsson aðalmaður,
Stefanía Anna Sigurjónsdóttir aðalmaður,
Jón Áki Bjarnason aðalmaður,
Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir starfsmaður HSSA,
Helena Bragadóttir starfsmaður HSSA,
Elín Freyja Hauksdóttir starfsmaður HSSA,
Guðrún Dadda Ásmundardóttir .
Fundargerð ritaði: Guðrún Dadda Ásmundardóttir, Framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201907037 - Ósk um samstarf vegna hugmyndar um nýja björgunarmiðstöð á Höfn
Björgunarfélagið hefur verið að skoða bygginu nýs húsnæðis fyrir félagið og hafa óskað eftir samstarfi Sveitarfélagsins. Hugmynd er um, að byggð verði Björgunarmiðstöð þar sem viðbragðsaðilar í sveitarfélaginu deili húsnæðinu. BH myndi byggja en aðrir leigja rými innan þess.
Bæjarráð hefur óskað eftir þarfagreiningu frá heilbrigðisstofnuninni og slökkviliðinu á að byggð verði Björgunarmiðstöð.


Nefndin felur heilbrigðisstofnuninni að framkvæma þarfagreiningu. Nefndin leggur einnig til að viðkomandi aðilar hittist áður en þarfagreiningin er framkvæmd. Í ljósi þess að þjónustusamningnum um rekstur heilbrigðisstofnunarinnar og SÍ hefur verið sagt upp þá mun niðurstaða vera háð þeim samningnum sem nást.
2. 201908003 - Kynningarfundur um heilbrigðisstefnu til ársins 2030
Heilbrigðisráðherra kynnti heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Stefnan kynnt fyrir nefnd.
Sjá nánar á link:
https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=879dd726-9e80-11e9-9443-005056bc4d74


Lagt fram til kynningar.
3. 201906052 - Fjármögnunarkerfi Heilsugæslu á landsbyggðinni
Heilbrigðisráðuneytið kynnti fyrir HSU á Hornafirði drög að fjármögnunarlíkaninu sem allar heilsugæslustöðvar landsins skulu vera reknar samkvæmt eftir áramót. Líkanið kynnt fyrir nefnd.

Lagt fram til kynningar. Það verður fundur í ráðuneytinu um næstu skref innleiðingar líkansins þ. 13. sept. næstkomandi.
4. 201903107 - Samningar um rekstur HSU Hornafirði 2019
Drög að tillögum HSU á Hornafirði að nýjum þjónustusamningi kynntar og teknar til umfjöllunar í nefnd.

Ráðuneytið fól sveitarfélaginu að fjalla um þrjár mismunandi leiðir að nýjum þjónustusamningi. Ein er að sveitarfélagið haldi áfram rekstrinum. Nefndin hefur áður ályktað um að sú leið verði valin enda í anda nýútkominnar heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030. Starfshópi er falið að klára útfærslu og rökstuðning fyrir þeirri leið.
5. 201903011 - Rekstrarstaða heilbrigðisstofunar suðurlands á Hornafirði 2019
Rekstrarstaða fyrstu 6 mánaða ársins kynnt.

Reksturinn er í halla sem meðal annars má rekja til aukins launakostnaðar umfram tekjur, lítillar nýtingar dvalarrýma, ekki liggja fyrir niðurstöður um uppgjör á lífeyrissjóðskuldbindingum og verulegrar hækkunar á húsaleigu Ríkiseigna. Rætt var um leiðir og tillögur til að draga úr hallarekstri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05 

Til baka Prenta