Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 911

Haldinn í ráðhúsi,
03.09.2019 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Erla Þórhallsdóttir varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson 1. varamaður,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1908005F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 218
Fundargerð samþykkt.
2. 1908008F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 51
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Guðrún Dadda Ásmundardóttir
3. 1908007F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 3
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Eyrún Ævarsdóttir
Almenn mál
4. 201908026 - Umsókn um lóð Krosseyjarvegur 21-23
Við afgreiðslu málsins á fundi bæjarráðs þann 19.8. síðstliðinn óskaði bæjarráð eftir því að fá forsvarsmann Jökulfells á fundinn.

Bæjarráð er jákvætt fyrir úthlutun lóðarinnar. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu og óskar bæjarráð þess að umhverfis- og skipulagsnefnd setji af stað deiliskipulagsvinnu í ljósi aukinnar eftirspurnar eftir athafnalóðum. Endanleg ákvörðun tekin í kjölfar umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar.
 
Gestir
Haukur Gíslason
5. 201903107 - Samningar um rekstur HSU Hornafirði 2019
Vinnuskjal lagt fyrir bæjarráð til kynningar þar sem fjallað er um þrjár leiðir í samræmi við ósk heilbrigðisráðuneytisins:
a) Hornafjörður geri samning um heilsugæsluna og beri ábyrgð á hjúkrunarrýmunum. Spurning hver bæri ábyrgð á sjúkrarýmunum og sjúkraflutningum.
b) Hornafjörður reki hjúkrunarrýmin en annað færi til HSU.
c) Allt færi til HSU.

Starfsmönnum falið að ljúka við greinargerðina. Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélagið semji um sambærilegt fyrirkomulag og þjónustu og er í dag.
 
Gestir
Guðrún Dadda Ásmundardóttir
6. 201710029 - Heimaþjónusta - samþætting
Starfshópur sem hafði það hlutverka að endurskoða heimaþjónustu í sveitarfélaginu með það að markmiði að einfalda umsóknarferli, bæta aðgengi að þjónustunni og bæta verkferla. Hópurinn hefur nú lagt fram skýrslu með tillögum að úrbótum.

Bæjarráð fagnar útkomu skýrslunnar. Lagt er til að starfshópurinn kanni hvaða breytingar er hægt að koma í framkvæmd áður en húsnæðið að Víkurbraut 24 verður tilbúið og niðurstaða samningaviðræðna um rekstur HSU liggur fyrir.
7. 201906011 - Heimsókn Forseta Íslands á unglingalandsmót 2019
Bæjarráð þakkar fyrir heimsókn forseta Íslands. Það var sönn ánægja að taka á móti forsetafjölskyldunni á unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina.
Þakkar bréf frá Bessastöðum.pdf
8. 201905085 - Álaleira hönnun
Bæjarráð vísar fjárheimild vegna hönnunarvinnu við Álaleiru, geymsluhúsnæði menningarmiðstöðvar, í gerð viðauka III við fjárhagsáætlun 2019.
 
Gestir
Eyrún Ævarsdóttir
9. 201812073 - Viðhaldsdýpkun 2019
Lagt fram til kynningar.
10. 201709224 - Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi.
Kynning á niðurstöðum íbúakönnunar vegna uppbyggingar grænna svæða og göngu- og reiðhjólastíga á Höfn.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þátttöku íbúa í könnuninni. Niðurstöðurnar fá í kjölfarið umfjöllun hjá umhverfis- og skipulagsnefnd ásamt því að nýtast við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
Niðurstöður úr könnun- drög fyrir skipulag.pdf
 
Gestir
Árdís Halldórsdóttir
Bartek Skrzypkowski
11. 201709383 - Hrollaugsstaðir -gámavöllur-lóðarréttindi
Lagt fram til kynningar.
12. 201908025 - Kosning í svæðisráð: Vatnajökulsþjóðgarður
Tilnefna þarf nýja fulltrúa í Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs um leið og erindi þess efnis berst.

Það er eingöngu fjöldi sæta í bæjarstjórn sem telur við kjör fulltrúa í nefndir og ráð. Meirihluti B-lista skipar því 2 fulltrúa í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs og minnihlutinn 1 fulltrúa skv. D'Hondts reglunni.

Um greiðslur fyrir störf í svæðisráði hefur verið greitt samkvæmt 7. grein í samþykktu um kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar
vegna funda og ráðstefna. Kjör fyrir setu í svæðisráði hefur verið til endurskoðunar hjá bæjarráði. Lagt er til að greitt verði samkvæmt 4. grein samþykktanna, eins og um aðrar fastanefndir sveitarfélagsins.
13. 201908088 - Ósk um sunnudagsopnun í íþróttahúsi
Bæjarstjóri og fræðslustjóri munu funda með forsvarsmönnum Umf.Sindra á morgun miðvikudag vegna samninga við félagið. Bæjarráð felur starfsmönnum vinna að málinu í tengslum við gerð samninganna.
14. 201908090 - Ósk um að breyta heiti landeignar L159559
Bæjarráð samþykkir breytingu á heiti landeignar, þannig að það fái heitið Stekkaklettur.
15. 201807037 - Framkvæmd ljósleiðari á Mýrum og í Nesjum
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi ljósleiðaralagningu. Framkvæmdir eru langt komnar á Mýrunum og munu í kjölfarið hefjast í Nesjum.
16. 201801057 - Fundargerðir stjórnar SASS
Lagt fram til kynningar.
548. fundur stj. SASS.pdf
17. 201904007 - Fundargerðir HAUST 2019
Lagt fram til kynningar.
150. fundargerð Heilbrigðisnefndar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til baka Prenta