Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 916

Haldinn í ráðhúsi,
08.10.2019 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Erla Þórhallsdóttir, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Bryndís Bjarnarson, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1909014F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 5
Umræður um 3. lið kostnað við skipulagsvinnu.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
Almenn mál
2. 201709425 - Reglur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um auglýsingaskilti
Gögn um ferli samþykkta um auglýsingaskilti lögð fram.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
3. 201910011 - Fyrirspurn til bæjarráðs v.gatnagerðagjalda
Erindi frá Maríu Rut Baldursdóttur dags. 3. október.
Óskað er eftir upplýsingum um hvort reglur um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum sem runnu út í maí verði framlengdar.

Reglum um niðurfellingu gatnagerðargjalda verður ekki framlengt frekar.
Starfsmönnum falið að svara erindinu.
4. 201909053 - Reglur um birtingu gagna með fundargerðum
Vísað til umsagnar í fastanefndum sveitarfélagsins.
5. 201906020 - Þarfagreining á húsnæðisþörf eldri Hornfirðinga
Skoðanakönnun sem lögð var fyrir 50 ára og eldri íbúa í sveitarfélaginu lögð fram.
Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar, félagsmálanefndar og heilbrigðis- og öldrunarnefndar.
Þarfagreining á húsnæði eldri Hornfirðinga 2019
6. 201910018 - Staða skipulagsstjóra
Skipulagsstjóri hefur sagt upp störfum frá og með 30. september 2019. Óskað er heimild frá bæjarráði til að auglýsa eftir skipulagsstjóra.
Bæjarstjóra falið að auglýsa eftir skipulagsstjóra.
7. 201910019 - Heimahjúkrun og þjónusta við aldraða
Umræður um þjónustu við aldraða.
Vísað til umræðu í félagsmálanefnd og heilbrigðis- og öldrunarnefnd.
8. 201907087 - Samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði
Innleiðingu á nýju fjármögnunarlíkani heilsugæslustöðva á landsbyggðinni hefur verið frestað um eitt ár. Innleiðingin var ástæða þess að árs framlegningarákvæði samnings um rekstur heilbrigðisþjónustu var sagt upp af Sjúkratryggingum Íslands.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir framlengingu á samningi um eitt ár.
9. 201910020 - Festa Samfélagsábyrgð: möguleg aðild
Bæjarstjóri greindi frá fundi með Festu sem er í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki starfandi í sveitarfélaginu um að setja sér markmið í loftslagsmálum.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið gerist aðili að Festu frá janúar 2020.
10. 201910007 - Kjördæmavika 2019
Fundur með þingmönnum Suðurkjördæmis fór fram í Reykjavík fimmtudaginn 3. október. Áhersluatriði Hornfirðinga koma fram í minnisblaði.
Bæjarstjóri greindi frá fundi með þingmönnum.
Minnisblað Kjördæmavika_2019
11. 201910003 - Kynning: minningargarður / tré lífsins
Erindi frá Tré lífsins dags. 20. september, sem leggur til á nýjan valkost við andlát. Erindið er ósk um afstöðu til sveitarfélagsins um að opna Minningargarð í sveitarfélaginu þar sem aska látinna einstaklinga er gróðursett ásamt tré sem vex upp til minningar um hinn látna.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
Kynning á minningargarði tré lífsins
12. 201909065 - Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið
Svæði Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem um ræðir liggur að stærstum hluta innan Vatnajökulsþjóðgarðs og lýtur því stjórnunar- og verndaráætlunar og stjórnsýslu hans. Af þeirri ástæðu tekur sveitarfélagið ekki þátt í sameiginlegri vinnu við svæðisskipulag Suðurhálendis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta