Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 46

Haldinn í ráðhúsi,
09.10.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Svandís Perla Snæbjörnsdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Ingunn Ósk Grétarsdóttir, Íris Mist Björnsdóttir, Birkir Snær Ingólfsson, Hermann Þór Ragnarsson, Sóley Lóa Eymundsdóttir, Herdís Ingólfsdóttir Waage.

Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201905026 - Ungmennaþing 2019
Allur undirbúningur fyrir ungmennaþingið sem haldið verður þann 24.10. í Nýheimum í góðum gír. Flestar tilnefningar fulltrúa í nýtt ungmennaráð eru komnar í hús og kosningabarátta frambjóðenda mun hefjast í vikunni. Spennandi þing framundan með gleði, fræðslu, samvinnu og lýðræðisvitund ungs fólks í fyrirrúmi.
2. 201901053 - Ungmennaráð 2018-2019
Skýrslan NABO-social inclusion of youth in Iceland var birt fyrir skemmstu en þar er gerð grein fyrir félagslegri þátttöku ungmenna á Íslandi. Við gerð hennar var rætt við íslensk ungmenni með það að markmiði að finna leiðir til að stuðla að aukinni félagslegri þátttöku þeirra. Verkefnið miðar að því að hlusta á ungmenni til að afla þekkingar á því hvernig þau upplifa félagslega aðlögun og möguleika til félagslegrar og pólitískrar þátttöku. Í skýrslunni koma fram sjónarmið 38 ungmenna á aldrinum 18-24 ára.
Skýrslan var tekin saman af starfsmönnum Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands þeim Ellen Dröfn Gunnarsdóttur, Kristínu Erlu Harðardóttur og Gesti Guðmundssyni. Hún er hluti af þriggja ára norrænu samstarfsverkefni 2018-2020 sem Svíar settu af stað í formennskutíð sinni í norrænu samstarfi árið 2018.

Skýrslan og innihald hennar kynnt fyrir ráðinu. Unnið verður að innihaldi skýrslunnar síðar þar sem ungmennaráð mun draga fram þá punkta sem þeim þykir höfða mest til þeirra eigin tilfinninga og reynslu.
NABO.pdf
3. 201910026 - Hugmynd um nýtingu á auðu plássi
Hugmynd um nýtingu á auðu plássi í eigu sveitarfélagsins var lögð fram. Ungmennaráð hefur mikinn áhuga á því að hægt verði að nýta autt pláss til útivistarsvæða/fjölskyldusvæða. Jafnframt voru svæði leikvalla í sveitarfélaginu rædd. Unnið verður að hugmyndinni áfram svo hægt verði að leggja hana fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta