Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Almannavarnanefnd - 59

Haldinn í Hofgarði,
05.11.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Jón Garðar Bjarnason aðalmaður,
Guðrún Dadda Ásmundardóttir starfsmaður HSSA,
Jens Olsen aðalmaður,
Kristín Hermannsdóttir 1. varamaður,
Matthildur Ásmundardóttir , Bryndís Bjarnarson .
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri
Einnig sátu fundinn
Kjartan Þorkellsson lögreglustjórinn á Suðurlandi
Björn Ingi Jónsson verkefnistjóri almannavarnarnefndar
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
Jón K. Helgason og Marinó H. Jónsson Veðurstofu Íslands
Þorsteinn Sæmundsson Háskóla Íslands
Ágúst Gunnar Gylfasson Almannavarnarnefd RLS
Jón Gunnar Bj. Lögreglan á Suðurlandi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201807008 - Almannavarnir: Svínafellsjökull
Matthildur greindi frá fundi með íbúum í Svínafelli, Lögreglustjóraembætti Suðurlands og sérfræðingum sem koma að rannsóknum varðandi skriðuhættu í Svínafellsheiði.

Rætt um nýjustu upplýsingar varðandi vinnu við hættumat vegna sprungu á Svínafellsheiði. Vinnan er langt komin og fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir í kringum áramót.
2. 201907086 - Flugslysaæfing 2019
Flugslysaæfing fór fram 7. september 2019.

Flugslysaæfingin gekk almennt vel, notast var við nýtt fyrirkomulag í aðgerðarstjórn sem reyndist vel. Rætt um tengingar aðgerðarstjórnar við sveitarstjórnir, það má slípa.
3. 201809077 - Viðbragðsáætlun almannavarna
Tvær nýjar viðbragðsáætlanir lagðar fram til kynningar.

Fyrir fundinum liggja tvær viðbragsáætlanir sem voru samþykktar nýlega. Stefnt er að því að æfa viðbragðsáætlanir sveitarfélaga einu sinni á ári.
Viðbragðsáætlun um langtímaviðbrögð við samfélagslegum áföllum_2019.pdf
Viðbragðsáætlun HSU 2019.pdf
4. 201809071 - Öryggismyndavélar
Lögreglan hefur lagt áherslu á að setja upp öryggismyndavélar við Lónsafleggjara og einnig við Jökulsárlón. Bæjarstjóri mun óska eftir upplýsingum um kostnað við uppsetningu slíkra myndavéla.
5. 201902035 - Erindisbréf almannavarnarnefndar
Bæjarráð vísaði erindisbréfinu til almannavarnarnefndar til umsagnar áður en það verður tekið fyrir í bæjarstjórn. Þetta er fyrsta erindisbréf nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta