Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 221

Haldinn í ráðhúsi,
28.10.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Arna Ósk Harðardóttir varaformaður,
Sigurður Ægir Birgisson aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, Matthildur Ásmundardóttir .
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, Hafnarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
5. 201804009 - Fundargerðir erindi Hafnasambands
Lagt fram til kynningar.
Almenn mál
1. 201909053 - Reglur um birtingu gagna með fundargerðum
Bæjarráð vísaði reglunum til umsagnar í fastanefdum þar sem þær vinna skv. þessum reglum í framhaldinu.

Lagt fram til kynningar.
2. 201909052 - Fjárhagsáætlun Hornafjarðarhafnar 2020
Hafnarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
3. 201806057 - Björn Lóðs: viðhald
Björn Lóðs er kominn heim. Verkið heppnaðist vel og báturinn er í góðri virkni.
4. 201709160 - Innsiglingin um Hornafjarðarós
Bygging sandfangara er inn á samgönguáætlun í hafnabótasjóði Vegagerðarinnar sem túlkar framkvæmdina sem nýframkvæmd sem fær styrkveitingu allt að 60% frá ríki og miðast styrkupphæðin við heildarverð án vsk. Hlutur Hornafjarðarhafnar er 82 milljónir kr. sem fer inn í fjárfestingaráætlun í fjárhagsáætlun 2020. Það er skoðun Hafnarstjórnar að sandfangarinn tengist núverandi sjóvarnargarði við Suðurfjörur og ætti því að túlkast sem endurbætur á honum. Hafnarstjórn felur starfsmönnum að þrýsta á stjórnvöld um hærra hlutfall fjármögnunar frá ríki.

Hafnarstjórn felur starfsmönnum að ganga frá umsókn um framkvæmdaleyfi.



Garður út í Einholtskletta.pdf
Hornafjarðarós-minnisblað 11-2017.pdf
Reglugerð um framkvæmdaleyfi.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta