Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 921

Haldinn í ráðhúsi,
12.11.2019 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Erla Þórhallsdóttir varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1910022F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 6
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
2. 1910012F - Almannavarnanefnd - 59
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
3. 201910023 - Ósk um breytingu á stærð Lóðar: Hagatún 6
Erindi frá Gunnari Frey F. Valgeirssyni dags. 4. október þar sem hann óskar eftir breytingu á stærð lóðar við Hagatún 6.

Bæjarráð samþykkir breytingu á lóðarmörkum.
4. 201911005 - Ósk um samstarfsamning
Erindi frá Náttúrustofu dags. 4. nóvember þar sem óskað er eftir samstarfsamningi við sveitarfélagið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman gögn fyrir næsta fund.
5. 201910018 - Staða skipulagsstjóra
Bæjarstjóri gerði grein fyrir umsóknum í starf skipulagstjóra.
Fjórar umsóknir bárust, unnið verður áfram að málinu.
6. 201907087 - Samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði
Haldinn var fundur með forstjóra og fjármálastjóra HSU ásamt fulltrúa frá heilbrigðisráðuneyti um samning um rekstur heilbrigðisþjónustu við sveitarfélagið.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
7. 201911004 - Stefna: Frá Hátíðni Finity ehf
Stefna hefur borist sveitarfélaginu frá Hátíðni Finity ehf vegna ógreiddra reikninga frá fyrirtækinu. Sveitarfélagið hefur hafnað kröfum.

Lagt fram til kynningar.
8. 201910048 - Sala á eignum sveitarfélagsins
Tvö tilboð hafa borist í eignina Bjarg, Hagatúni 1.

Eftirfarandi tilboð bárust.
Vigfús Vigfússon 40.650.000kr.
Austurtangi ehf. 41.000.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að taka hærra tilboðinu og felur bæjarstjóra að ganga frá sölu eignarinnar.
9. 201901091 - Hafnarbraut 25
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálastjóra rúmast niðurrif Sindrahúss innan ramma í fjárhagsáætlun 2019.

Starfsmönnum falið að vinna að málinu skv. ákvörðun bæjarráðs á 920 fundi.
10. 201911012 - Umsögn um útgáfu leyfa: Þorrablót eldri borgara
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 4. nóvember þar sem óskað er eftir umsögn um útgáfu tækifærisleyfis fyrir Þorrablót í Sindrabæ fyrir Félag Hornfirðinga.

Bæjarráð er jákvætt fyrir útgáfu leyfisins.
Umsókn um tækifærisleyfi.pdf
11. 201911013 - Umsögn: Frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum,66. mál.
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 4. nóvember þar sem óskað er eftir umsögn við frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögnum nr. 138/2010.

Lagt fram til kynningar.
Ósk um umsögn við frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.pdf
12. 201904007 - Fundargerðir HAUST 2019
Fundargerð frá aðalfundi HAUST lögð fram til kynningar.
191030 fundargerð aðalfundar HAUST bs 2019 ásamt skýrslu stjórnar.pdf
13. 201804064 - Samningur vegna reksturs tjaldsvæðis 2017-2032
Bæjarráð hafnar ósk rekstaraðila um tengingu hitaveitu við salernishús sem er ekki á skipulagi. Unnið verði áfram með framkvæmdaráætlun sem og aðra þætti samningsins.
 
Gestir
Tryggvi Árnason
14. 201809065 - Málefni sláturhúss á Höfn
Heimsókn í sláturhúsið

Bæjarráð fékk kynningu á húsnæði Sláturhúss á Höfn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta