Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7

Haldinn í ráðhúsi,
28.11.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kristján Sigurður Guðnason formaður,
Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir varaformaður,
Bjarni Ólafur Stefánsson aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir aðalmaður,
Eyrún Helga Ævarsdóttir .
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201910039 - Eldsmiðjumunir SF
Nefndin metur muni eldsmiðjunar mikils og mikil menningarleg verðmæti falin í þeim fyrir samfélagið. Nefndi vonast til að í framtíðinni verði sýningin sett upp aftur og á þeim forsendendum telur nefndin sig ekki geta orðið við óskinni.
2. 201905077 - Vélar MMH í Hoffelli
Haft var samband við félag eldriborgara og kannaður áhugi á að fá vélar til uppgerðar. Félagið taldi ekki vera forsendur til þess. Því er starfsmanni falið að hafa samband við aðlila sem tengjast uppruna vélanna með það fyrir augum að kanna afstöðu þeirra til málsins.
3. 201902109 - Fundargerðir: stjórnar og svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs 2019
Lagt fram til kynningar.
135.-fundargerdstjornar-18.-november-2019.pdf
4. 201908054 - Starfshópur um endurskoðun reglna um úthlutun byggðarkvóta
Miklir hagsmunir eru í húfi og þessvegna mikilvægt að vandað sé til verka. Nefndin tekur undir óskir SASS um frekari þátttöku þeirra í vinnu starfshóps um endurskoðun á ráðstöfun 5,3% aflaheimilda.
Starfshópur 5.3% aflaheimild 08 11 2019.pdf
5. 201911060 - Jólahátíð sveitarfélgsins
Til kynningar nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt.
6. 201910059 - Fjöldi ferðamanna 2019
Tölur um fjölda ferðamanna eru mikilvægar og mikilvægt að halda slíkri gagnasöfnun áfram.
Litla_Horn_v19_12_09_2019.pdf
Hornafjörður_v19_21_08_2019.pdf
Erlendir_ferðamenn_A_Skaft_2010_ág2019.pdf
7. 201709143 - Styrkja og úthlutunarreglur menningarmálanefndar.
Til kynningar.
vekefnastyrkir.pdf
Rekstrarstyrkir.pdf
8. 201911079 - Úthlutunarreglur atvinnu og rannsóknasjóðs
Til kynningar.
9. 201911061 - Munir Sverris Scheving dánarbú
Til kynningar.
10. 201911076 - Safnamál sveitarfélagsins
Nefndin leggur til að unnin verði heildar og framtíðarsýn safnamála í sveitarfélaginu.
11. 201809065 - Málefni sláturhúss á Höfn
Nefndin ítrekar þá skoðun sína að mikilvægt er að slátrun leggist ekki af í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta