Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 7

Haldinn í ráðhúsi,
04.12.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson formaður,
Finnur Smári Torfason varaformaður,
Erla Rún Guðmundsdóttir aðalmaður,
Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir aðalmaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
Formaður setti fund og bauð Önnu Ragnarsdóttir Pedersen velkomna til starfa. Formaður lagði til að næsti fundur yrði haldinn 8. janúar 2020.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201901100 - Staða sorpmála
Ásgrímur greindi frá hugmynd að breytingu á gámum sem hafa verið í dreifbýli, hætt verði með þá gáma í dreifbýli og boðið verði upp á að sveitarfélagið komi á móts við dreifbýlið með því að sveitarfélagið sjái um að flytja gáma að heimilum í dreifbýli, þjónustuþegi greiði skv. gjaldskrá og leigu á gámum.
Lögð er fram breyting á opnunartímum í Gámaporti, mánudagar 13:00-17:00 þriðjudaga til fimmtudaga frá 15:30-17:30 laugardaga 11:00-15:00. Lokað verði á föstudögum og sunnudögum.
Lögð fram drög að breytingu á hirðunartíðni sorps og sorpdagatali 2020, þrisvar á ári verði spilliefni tekið í dreifbýli.


Starfsmönnum falið að kostnaðargreina kostnað sveitarfélagsins vegna þjónustu við keyrslu gáma í dreifbýli.
Vísað til bæjarráðs.
 
Gestir
Anna Ragnarsdóttir Pedersen, umhverfisfulltrúi sat fundinn undir lið 1 - 6
2. 201911107 - Uppgræðsla með seyru
Anna gerði grein fyrir upplýsingum um vinnslu á seyru sem Landgræðslan hefur unnið að á Hólasandi og uppsveitum Árnessýslu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir að fá fulltrúa Landgræðslunnar á næsta fund nefndarinnar.
3. 201907011 - Umhverfisviðurkenning 2019
Nefndin fór yfir þær tilnefningar til umhverfisviðurkenninga sem bárust.
Niðurstaða skráð í ítarbókun.
4. 201910099 - Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa
Finnur og Anna greindu frá fyrirlestrum á umhverfisþingi.
Dagskrá.pdf
5. 201910003 - Kynning: minningargarður / tré lífsins
Lagt fram til kynningar.
Kynning á minningargarði tré lífsins.pdf
6. 201911124 - Loftslagssjóður
Anna gerði grein fyrir hlutverki Loftlagsstjóðs.
Handbók loftslagssjóðs.pdf
7. 201908010 - Aðalskipulagsbreyting Stekkaklettur
Aðalskipulagsbreyting að Stekkaklett tekin fyrir. Breytingin felur í sér að heimiluð sé föst búseta að Stekkaklett ásamt frekari uppbyggingu tengda kvikmyndagerð og listsköpun.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og auglýst skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Minnihluti umhverfis- og skipulagsnefndar vísar í fyrri bókanir vegna afgreiðslu málsins.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Aðalskipulagsbreyting Stekkaklettur, uppdráttur og greinargerð.pdf
8. 201912005 - Aðalskipulagsbreyting Seljavellir III
Aðalskipulagsbreyting að Seljavöllum tekin fyrir. Umrætt svæði er skilgreint sem verslun og þjónusta í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 - 2030 og er því ekki um breytingu á uppdrætti að ræða. Breytingin snýr að skilgreiningu og fjölda gistirýma innan svæðisins. Í greinargerð með aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að bæjarstjórn skuli skera úr um fjölda gistirýma innan VÞ svæða

Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og auglýst skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting Seljavellir III uppdráttur og greinargerð.pdf
9. 201709115 - Endurskoðun á ferðaþjónustukafla Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030
Tillaga að breytingu á ferðaþjónustukafla aðalskipulags tekin fyrir. Mikil fjölgun er í ferðum gesta um sveitarfélagið enda eru fjölmargir áhugaverðir staðir innan sveitarfélagsins. Það er vilji til að bregðast við þeirri fjölgun og styrkja ákveðin svæði þar sem umferð er mest, samhliða því að efla ný svæði til að taka við meiri fjölda ferðafólks. Þá er æskilegt að endurskilgreina heimildir til uppbyggingar aðstöðu á landbúnaðarlandi og óbyggðum svæðum, í tengslum við ferðaþjónustu til að hafa betri yfirsýn yfir þjónustu við ferðafólk á svæðinu og bæta upplýsingagjöf og öryggi fólks á ferð um svæðið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10. 201909089 - Deiliskipulag Þétting byggðar Innbæ
Deiliskipulagstillaga þétting byggðar í Innbæ tekin fyrir. Um er að ræða þéttingu byggðar sem tekur til 9 nýrra lóða, auk aðliggjandi byggðra lóða við Silfurbraut og Hvannabraut. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrri íbúðarlóðum fyrir einbýlishús og raðhús. Svæðið er auðkennt sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag þétting byggðar í Innbæ, greinargerð 20191128.pdf
Deiliskipulag þétting byggðar í Innbæ, uppdráttur 20191128.pdf
11. 1904057 - Deiliskipulag: Reynivellir II
Deiliskipulagstillaga að Reynivöllum II tekin fyrir. Deiliskipulagssvæðið er u.þ.b. 10 ha spilda vestast i Suðursveit og í um 12 km akstursfjarlægð frá Jökulsárlóni. Svæðið nær frá landamörkum Reynivalla ll í austri að Hrollaugshólum. Svæðið er sléttlendi, að mestu gamall framburður Fellsár.
Skilgreind er ein lóð með tveimur byggingarreitum. Annars vegar byggingareitur fyrir hótel og sundlaug en auk þess er heimilt að reisa tengdar stoðbyggingar innan reitsins. Hins vegar byggingarreitur fyrir verslun og þjónustu með tilheyrandi snyrtingum og aðstöðu fyrir veitingasölu. Heimilt er að hafa 3 bensíndælueyjur á lóð auk 2 rafhleðslustöðva ásamt dælueyju fyrir stór ökutæki. Gert er ráð fyrir að staðsetja megi skyggni yfir dælueyjum. Innan byggingarreita er heimilt að byggja fleiri en eina byggingu.


Málinu frestað til næsta fundar.
Deiliskipulag Reyniovellir II, uppdráttur og greinargerð 20191108.pdf
12. 201911007 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi: Víkurbraut 25 og 27
Ósk um breytingu á deiliskipulagi HSSA tekin fyrir. Breytingin snýr að því að lóðir að Víkurbraut 25 og 27 verði sameinaðar í eina lóð. Raðhús innan lóða munu mynda eina lengju sem verður þvert á Víkurbraut. Einnig snýr breytingin að því að sameiginlegt svæði innan þyrpingar myndi einn kjarna.

Breytingin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulagsbreyting HSSA, Víkurbraut 25-27.pdf
13. 201903015 - Deiliskipulag Hafnarnes
Deiliskipulagstillaga að Hafnarnesi tekin fyrir. Deiliskipulagið nær yfir 3.665 m² lóð í Hafnarnesi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Skipulagið tekur til uppbyggingar ferðarþjónustu, veitingareksturs, gistiaðstöðu, þvottahúss, verslun, minni gistihús, íbúðarhúsa, aðstöðuhús og starfsmannaaðstöðu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag Hafnarnes, uppdráttur og greinargerð.pdf
14. 201911074 - Framkvæmdaleyfi - Varnargarður út í Einholtskletta
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna varnargarðs frá Suðurfjörutanga út í Einholtskletta tekin fyrir. Talið er að varnargarðurinn muni hafa jákvæð áhrif á sandburð á grynnslin og tryggja meira rekstraröryggi í innsiglingu Hornafjarðar. Varnargarðurinn er um 150 m langur. Fyllingarefni í varnargarðinn verður að hluta til unnið úr núverandi varnargörðum á Suðurfjörutanga. Gert er ráð fyrir efnistöku vegna framkvæmdar úr eldri námu í Skinney. Framkvæmdin felur undir flokk C í samræmi við 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.


Skipulagsstjóra falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að náma E49 við Skinney verði skilgreind í flokk 3 skv. töflu 20.1 í aðalskipulagi Hornafjarðar.
Ákvörðun um hvort framkvæmd og náma falli í flokk C skv. 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum vísað til bæjarstjórnar.
Garður út í Einholtsklett-B8766.pdf
15. 201806055 - Hönnun: Fráveita, götur og gangstéttir Hafnarbraut
Hugmyndir um götumynd Hafnarbrautar frá Pósthúsi að Hafnarvog lagðar fram.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að þversnið 3 verði fyrir valinu. Nefndin leggur einnig til að samræma útlit eins og kostur er við núverandi götumynd.
16. 201911091 - Hafrafellsvegur: lokun
Hugmyndir um lokun Hafrafellsvegar lagðar fram.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við lokun Hafrafellsvegar.
17. 201911037 - Krosseyjarvegur 21 og 23: Athugasemd vegna úthlutunar
Athugasemd vegna úthlutunar lóða að Krosseyjarvegi 21 og 23 tekin fyrir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að athugasemdin verði höfð til hliðsjónar við gerð deiliskipulags á svæðinu.
18. 201709224 - Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi.
Kynntar hugmyndir að uppbyggingu opin svæðis á milli Hrossabithaga og Fiskhóls. Hugmyndirnar eru unnar eftir niðurstöðum vefkönnunar á meðal íbúa um framtíðar uppbyggingu útivistarsvæða og göngu- og hjólaleiða.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til baka Prenta