Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 8

Haldinn í ráðhúsi,
08.01.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson formaður,
Finnur Smári Torfason varaformaður,
Erla Rún Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir aðalmaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Anna Ragnarsdóttir Pedersen umhverfisfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Umhverfis- og skipulagsstjóri
Formaður setti fund og bauð nýjan umhverfis- og skipulagsfulltrúa, Brynju Dögg, velkomna til starfa.
Gestur fundarinns Gunnlaugur Róbertsson. Formaður þakkaði Gunnlaugi fyrir samstarfið.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202001011 - Kynningarefni vegna sorpflokkunar
Bæklingur frá Íslenska Gámafélaginu vegna flokkunar á sorpi lagður fram. Í bæklingunum er flokkunarkerfi sett fram á sjónrænan hátt.

Starfsmanni falið að vinna í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
2. 202001013 - Umhverfisstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2020-2024
Komið er að reglulegri uppfærslu umhverfisstefnu sveitarfélagsins í samræmi við gildandi umhverfisstefnu frá 2016.

Starfsmanni falið að hefja vinnu við uppfærslu skv. umræðu á fundinum.
3. 201912005 - Aðalskipulagsbreyting Seljavellir III
Aðalskipulagsbreyting að Seljavöllum III tekin fyrir. Umrætt svæði er skilgreint sem verslun og þjónusta í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 - 2030 og er því ekki um breytingu á uppdrætti að ræða. Breytingin snýr að skilgreiningu og fjölda gistirýma innan svæðisins. Í greinargerð með aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að bæjarstjórn skuli skera úr um fjölda gistirýma innan VÞ svæða.
Á 925. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað:
"Bæjarráð leggur til að 8. liður í fundargerðinni, aðalskipulagsbreyting Seljavellir III verði skoðað betur í ljósi mikilla fjölgunar gistirýma í tillöguni og fari því aftur fyrir nefndina til umræðu."
Uppdráttur hefur verið uppfærður í samræmi við bókun bæjarráðs.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og auglýst skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting Seljavellir III, uppdráttur og greinargerð.pdf
4. 201912110 - Aðalskipulagsbreyting náma í Skinney
Óveruleg breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku í Skinney. Breytingin felur í sér að heimila allt að 30.000 m³ efnistöku i núverandi námustæði. Efnistakan er talin hafa óveruleg áhrif á umhverfið umfram það sem nú þegar er og minnkar áhrif vegna aksturs við gerð varnargarða frá Suðurfjörutanga út í Einholtskletta.
Samkvæmt viðauka 2.04 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur efnistakan í flokk C og því ekki háð umhverfismati.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og auglýst skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsuppdráttur - Óveruleg Breyting - Skinney.pdf
5. 201812008 - Aðalskipulagsbreyting Háhóll/Dilksnes
Breyting á aðalskipulagi við Dilksnes til staðfestingar eftir auglýsingu. Samhliða var unnin breyting á deiliskipulagi. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu verslunar-, veitinga-, gistiaðstöðu ásamt aðstöðu henni tengdri. Eftir auglýsingu var VÞ47 fellt út úr tillögununni í samræmi við umsagnir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði samþykkt og auglýst skv. 32. gr. skipulagslaga. Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbr_Dilksnes_191220.pdf
6. 201904013 - Deiliskipulag Háhóll - Dilksnes
Deiliskipulagstillaga Háhóll tekin fyrir. Skipulagssvæðið er tvískipt og nær yfir um 37 ha. Svæðið er skammt norðan Hafnar og tekur yfir land Dilksness 1 og 2, Hjarðarness, Háhóls, Garðshorns og Hólaness. Ekki liggja fyrir formleg skipti milli Hjarðarness, Háhóls og Garðshorns. Skipulagssvæðið er nær algróið og liggur milli Suðurlandsvegar/Hafnarvegar að austanverðu og Hornafjarðar að vestanverðu. Hluti svæðisins er votlendur og um það kvíslast lækir. Land hefur verið framræst að hluta til. Heimalandið, næst byggingum, er að stærstum hluta til ræktað land en einnig hafa verið ræktuð tún á Hólanesi og víðar. Mannvirki standa á grónum klapparholtum sem eru hærra í landinu. Á jörðunum er stundaður landbúnaður, garðyrkjustarfsemi, steypustöð og ferðaþjónusta. Jarðirnar eru lögbýli í ábúð og rekstri.
Samkvæmt niðurstöðu 6. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar hefur lóð og byggingarreitur norðan Bergár verði felld niður ásamt vegagerð og moldartipp.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem gerðar hafa verið eftir auglýsingu. Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag_Haholl_Dilksnes_uppdr_191220.pdf
Deiliskipulag_Haholl-Dilksnes_grg_191220.pdf
Gunnlaugur Róbertsson vék af fundi undir liðum nr. 7 og 8.
7. 201903009 - Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón á Breiðamerkursandi tekin fyrir. Breytingin felst í að breyta skipulagsuppdráttum fyrir Öræfi og Suðursveit, ásamt skipulagsuppdrætti fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Einnig eru gerðir breytingar á skilmálum vegna framkvæmda innan stækkaðs svæðis í samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Afmörkun þjóðgarðsins er breytt í samræmi við stækkun frá 2017. Afþreyingar- og ferðamannasvæði er stækkað.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði samþykkt og auglýst skv. 32. gr. skipulagslaga. Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbr_Jökulsárlón Breiðam_greinargerð_06012020.pdf
Aðalskipulagsbr_Jökulsárlón Breiðam_uppdrættir_06012020.pdf
8. 201901123 - Deiliskipulag Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Tekið fyrir deiliskipulag fyrir Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Tilgangur deiliskipulagsins er að skilgreina ramma um mannvirkjagerð og aðgerðir svo hægt verði að taka á móti vaxandi fjölda ferðamanna án þess að spilla svæðinu. Í deiliskipulaginu er lögð áhersla á að útlit og yfirbragð mannvirkja verði samræmt og nýbyggingar og framkvæmdir lúti landslagi og staðháttum.
Helstu viðfangsefni deiliskipulagsins eru skipulag þjónustusvæðis, bílastæða, stíga og tenginga við aðliggjandi svæði, lega Hringvegarins og tengingar við hann, og umhverfismat deiliskipulagsins. Unnið er i samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, náttúruvernd, útivist og byggðaþróun, 2. útg. 2013.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem gerðar hafa verið eftir auglýsingu. Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulagsbr_Jökulsárlón Breiðam_uppdrættir_06012020.pdf
Deiliskipulagsbr_Jökulsárlón Breiðam_greinargerð_06012020.pdf
9. 201804002 - Deiliskipulag: Hitaveita á Hornafirði
Deiliskipulag vegna hitaveitu - Hoffelli. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga. Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag_hitaveita-Hoffelli_191220.pdf
Deiliskipulag_hitaveita-Hoffelli-grg_20191220.pdf
10. 1904057 - Deiliskipulag: Reynivellir II
Deiliskipulagstillaga að Reynivöllum II tekin fyrir. Tillögunni hefur verði breytt skv. athugasemdum umhverfis- og skipulagsnefndar frá síðasta fundi.

Deiliskipulagssvæðið er u.þ.b. 10 ha spilda vestast i Suðursveit og í um 12 km akstursfjarlægð frá Jökulsárlóni. Svæðið nær frá landamörkum Reynivalla ll í austri að Hrollaugshólum. Svæðið er sléttlendi, að mestu gamall framburður Fellsár. Skilgreind er ein lóð með tveimur byggingarreitum. Annars vegar byggingareitur fyrir hótel og sundlaug en auk þess er heimilt að reisa tengdar stoðbyggingar innan reitsins. Hins vegar byggingarreitur fyrir verslun og þjónustu með tilheyrandi snyrtingum og aðstöðu fyrir veitingasölu. Heimilt er að hafa 3 bensíndælueyjur á lóð auk 2 rafhleðslustöðva ásamt dælueyju fyrir stór ökutæki. Gert er ráð fyrir að staðsetja megi skyggni yfir dælueyjum. Innan byggingarreita er heimilt að byggja fleiri en eina byggingu.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag Reynivellir II_uppdrattur og greinargerd 20191227.pdf
11. 201912113 - Framkvæmdaleyfi, varnargarðar Jökulsá í Lóni
Framkvæmdaleyfi vegna leiðigarðs vestan við brúna yfir Jökulsá í Lóni ásamt bakkavörn.
Gert er ráð fyrir að leiðigarður verði um 230m og bakkavörn um 320m. Heildar efnisþörf er áætluð 10.600 m³ og verður sótt í þrjár námur í samráði við landeigendur.
Náma C er merkt E13 í Aðalskipulagi, Stafafell-Jökulsá-milli Arasels og Hnútu. Í flokki 3 og því heimilt að veita framkvæmdaleyfi.
Námur A og B eru í farvegum Jökulsár og Hlíðarár og hvor um sig minni en 10.000m³ og falla því undir heimild í aðalskpulagi um að taka efni úr árfarvegi án þess að efnistaka sé merkt í aðalskipulagi að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdin fellur undir flokk C í samræmi við 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga. Sett verði skilyrði um frágang. Umhverfisáhrif eru talin óveruleg og ekki þörf á mati. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
12. 201912071 - Ósk um breytingu á lóðarmörkum Vesturbraut 1
N1 óskar eftir breytingu á lóðamörkum Þjónustustöðvar N1 að Vesturbraut 1. Unnið er að endurbótum á þjónustustöðinni sem fela í sér gagngerar breytingar á innra skipulagi og lítilsháttar breytingar á útliti (nýjar hurðir og gluggar). Forsenda fyrir því að þetta skipulag gangi upp er að mögulegt sé að taka inn vörur á suðurhliðinni.Það er því nauðsynlegt að geta ekið sendibíl/pakkabíl sunnan við húsið. Planið er að bíllinn aki meðfram vesturhlið og í austur, sunnan við hús að vöruhurðinni og svo áfram austur þegar vörur hafa verið affermdar. Færslan tekur mið af því að skapa pláss þannig að unnt verið að keyra vörur sunnan við húsið og taka þar inn, samanber ofanritað. Þessi leið er einungis hugsuð fyrir sendibíl/pakkabíl en alls ekki aðra umferð, væri hægt að loka með hliði eða álíka ef menn telja þörf á því.

Starfsmanni falið að ræða við N1 um lausnir samkvæmt umræðu á fundinum.
Gæta þarf að öryggi gangandi vegfarenda við lausn málsins í samræmi við umferðaröryggisáætlun.
13. 201912052 - Byggingaleyfi Hafnarbraut 52 lóð L7
Breyta byggingareit á lóð L7, tjaldstæði. Byggingarreit verði breytt þannig að hægt sé að byggja sérstæða hreinlætisaðstöðu sunnan við núverandi þjónustubyggingu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi í samræmi við innsend gögn.
14. 201911059 - Byggingarleyfisumsókn: Klifatangi, Suðursveit
Óska eftir að tekið sé til skoðunar að byggt verði heilsárshús sem nýtist sem orlofshús á eignarlóð flugvirkjafélagsins í Suðursveit. Hugmyndir er að húsið verði u.þ.b. 130 fm ferhyrnt með einhalla þaki, byggt úr forsteyptum einingum eða staðsteypt.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Þar eru tvö orlofshús fyrir.


Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir tveimur frístundalóðum á svæðinu. Grenndarkynna þarf áformin og vinna óverulega breytingu á aðalskipulagi. Sveitarfélaginu þarf að berast aðaluppdrættir af byggingaráformum áður en hægt er að grenndarkynna.
Vakin er athygli á því að föst búseta er ekki heimil á frístundasvæðum.
15. 201912067 - Byggingarleyfisumsókn: Hofsnes Gil
Sótt er um leyfi vegna 10m² viðbyggingar við sumarhús í Hofsnesi, Gili.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við áformin og telur ekki þörf á grenndarkynningu.
16. 201912080 - Ný umferðarlög
Lögð er fram samantekt Samgöngustofu á þeim breytingum á umferðarlögum sem varða sveitarfélög almennt.

Rætt var um hvort breytingarnar gæfu tilefni til uppfærslu á umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins. Erindið lagt fram til kynningar.
17. 201907074 - Byggingarleyfisumsókn: Hofsnes mói - vélaskemma
Umsókn um byggingarleyfi fyrir vélaskemmu í Hofsnesi. Lagðar fram teikningar frá verkfræðistofunni Möndull.
Byggingarleyfisumsókn Hofsnes Mói, skemma tekin fyrir. Á landi Hofsnes Móa var byggt íbúðarhús árið 2016. Vélaskemman verður staðsett norðaustur af íbúðarhúsinu og verður núverandi innkeyrsla samnýtt ásamt því að bílastæði verða austan við vélaskemmuna.##
Vélaskemman ætlast til nota sem geymsluhúsnæði fyrir eigendur lóðarinnar og verður nýtt sem geymslurými, vélageymsla og búnaðargeymsla. Ekki er í gildi deiliskipulag sem nær yfir svæðið.
.


Grenndarkynning hefur farið fram, ein athugasemd barst og hefur uppdráttur verið lagfærður í samræmi við hana. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til baka Prenta