Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 927

Haldinn í ráðhúsi,
07.01.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Björgvin Óskar Sigurjónsson 1. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1911012F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 62
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
Fundargerðir til kynningar
8. 201901146 - Fundargerð: stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 877 fundur.pdf
Almenn mál
2. 201812046 - Verklagsreglur um ofbeldi gagnvart börnum
Verklagsreglur Sveitarfélagsins Hornafjarðar
um viðbrögð við ofbeldi gagnvart börnum í stofnunum þess.


Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fræðslu- og tómstundanefnd - 62 (18.12.2019) - Verklagsreglur um ofbeldi gagnvart börnum.pdf
Atvikaskráning.pdf
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir
3. 201912088 - Viðverustefna
Uppfærð viðverustefna lögð fram til samþykktar

Bæjarráð samþykkir breytingar á viðverustefnunni og felur forstöðumönnum að kynna hana fyrir starfsfólki.
Viðverustefna - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lokadrög.pdf
4. 201910136 - Byggðarkvóti fyrir fiskveiðiárið 2019/2020
Sótt var um byggðarkvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Nú er úthlutun lokið.

Starfsmönnum falið að skoða reglur um úthlutun innan sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið Hornafjörður.pdf
2019-12-30_14-11-37_SO.pdf
5. 201912095 - Hornafjarðarflugvöllur: Breidd flugbrautar
Á árinu 2020 stendur til að endurnýja ljósabúnað á Hornafjarðarflugvelli. Það mun leiða af sér minnkun á breidd flugbrautar til að uppfylla Evrópustaðla.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
6. 201910050 - Tilnefning í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarð
Lagt fram til kynningar.
7. 201903107 - Samningar um rekstur HSU Hornafirði 2019
Fundur var haldinn í samráðsnefnd um gerð samninga um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði mánudaginn 6. janúar 2020.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til baka Prenta