Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 969

Haldinn Teams Meating,
24.11.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2011007F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 63
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri Skjólgarðs
2. 2011002F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 73
Bæjarráð tekur undir bókun fræðslu- og tómstundanefndar undir 2. lið og lýsir yfir ánægju með niðurstöður samræmdra prófa haustið 2020 sem eru í flestum þáttum yfir landsmeðaltali.
Undir 8. lið fundargerðar ungmennaráðs var bent á að heimasíður Sveitarfélagsins og Grunnskóla Hornafjarðar eru ekki með nóg af þýddu efni. Bæjarráð þakkar ungmennaráði fyrir ábendinguna og bendir á að brugðist var við með því að setja þýðingarhnapp á heimasíðurnar.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
Almenn mál - umsagnir og vísanir
15. 202011080 - Umsögn: Breytingu á skipulagslögum, 275. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 (uppbygging innviða íbúðarhúsnæðis).

Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál..pdf
Almenn mál
3. 202010074 - Reglur og gjaldskrá um útleigu á húsnæði í eigu sveitarfélagins
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á reglum og gjaldskrá um útleigu á húsnæði í eigu sveitarfélagsins.
4. 202006079 - Samráðsteymi sveitarfélaga vegna efnahagsáhrifa í kjölfar Covid-19.
Drög að úthlutunarreglum vegna sértækrar úthlutunar vegna Covid - 19 lagðar fram.

Vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar.
5. 202009023 - Fjárhagsáætlun 2021
Kynningafundur verður haldinn í fjarfundarbúnaði og verður streymt á heimasíðu sveitarfélagsins og Youtube 3. desember kl. 17:00.
6. 202011025 - Ósk um söfnun undirskrifta vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi í "innbæ"
Svarbréf barst frá Ara Jónssyni, Eymundi Inga Ragnarssyni, Guðmundi I. Sigurbjörnssyni, Óskari Arasyni og Sveinbjörgu Jónsdóttur, vegna afgreiðslu bæjarstjórnar 12. nóvember, ósk um söfnun undirskrifta.

Í bréfinu kemur fram að undirritaðir taki svar bæjarstjórnar ekki gilt, óskað er eftir bæjarstjórn taki erindið aftur fyrir á fundi bæjarstjórnar og felli niður bókun um fyrirvara í bókun frá 12. nóvember, að ekki sé hægt að kjósa í íbúakosningu um aðal og deiliskipulag sem þegar hefur tekið gildi.


Bókun frá Sæmundi Helgasyni 3. framboði. "Sæmundur fagnar því að bæjarstjórn veitti leyfi 12.nóvember 2020 til undirskriftarsöfnunar og tekur undir þá beiðni ábyrgðaraðila fyrirhugaðar undirskriftarsöfnunar að bæjarstjórn breyti svari sínu og felli skilyrði sem sett eru fram um mögulegar íbúakosningar út úr svari sínu. Bæjarstjórn fór fram úr sér í svari sínu með því að setja skilyrði á hugsanlega íbúakosningu. Beiðni ábyrgðaraðilanna er einföld spurning um heimild til undirskriftasöfnunar og af því leiðir að svar bæjarstjórnar á að vera einfalt svar, já eða nei við þeirri beiðni. Komi til íbúakosningar, getur meirihluti bæjarstjórnar sett skilyrði um kosninguna, sýnist þeim svo."
Bæjarráð ítrekar að bæjarstjórn veitti leyfi til undirskriftasöfnunar á fundi sínum þann 12. nóvember sl. Um undirskriftasöfnun gildir reglugerð nr. 155/2013 og hvetur bæjarráð umsækjendur að nýta bæði rafræna og handskrifaða söfnun og aðlaga að sóttvarnarreglum á hverjum tíma.
7. 201908051 - Símkerfi_tilboð
Sveitarfélagið hefur tekið tilboði Garnes Data í uppsetningu á tölvukerfinu 3CX. Eftir að hafa aflað upplýsinga um hentugustu lausnina var ákveðið að notast við tölvusímkerfi sem er í hýsingu hjá þjónustuaðila.

Lagt fram til kynningar.
8. 202009100 - Erindisbréf velferðarnefndar
Erindisbréfi velferðarnefndar vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar skv. umræðum á fundinum.
9. 202010156 - Reglur um úthlutun lóða
Reglum um úthlutun lóða vísað til áframhaldandi vinnu starfsmanna.
10. 202005083 - Þjónustukönnun SVH og FAS
Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu hefur unnið spurningakönnun síðustu tvö ár fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð í kennslu í tölfræði.

Spurningakönnunin snýr að skoðun íbúa á þjónustu sveitarfélagsins.
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að íbúar eru töluvert ánægðari með þjónustu sveitarfélags árið 2020 en 2019.
Mikil ánægja er meðal íbúa með búsetu í sveitarfélaginu, 94% aðspurðra eru ánægðir með Sveitarfélagið Hornafjörð sem stað til að búa á.
Fleiri eru ánægðir 2020 með sorpþjónustu sem sveitarfélagið veitir eða um 50% aðspurðra.
Þjónustukönnun_FAS_2019_GE.pdf
11. 201911049 - Hitaveita
Bæjarstjóri greindi frá samskiptum við RARIK um stöðu hitaveituframkvæmda.
12. 201806069 - Rammasamningur milli SÍ og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila
Bæjarstjóri greindi frá samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Bæjarráð óskar eftir fundi með Sjúkratryggingum Íslands, forstjóra HSU og fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins til þess að fara yfir þá stöðu sem komin er upp varðandi rekstur hjúkrunarheimilis.
13. 202005106 - Leyfisgjald Fjallsárlón - ósk um endurskoðun leyfisgjalda 2020
Bæjarráð samþykkir samkomulag um leyfisgjöld við Fjallsárlón ehf. sem undirritað hefur verið af framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs og rekstraraðila Fjallsárlóns.
14. 202011076 - Umsögn: Breytingu á lögum um náttúruvernd, 276. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.

Lagt fram til kynningar.
Frá nefndasviði Alþingis - 276. mál til umsagnar.pdf
16. 202002002 - Fundargerðir stjórnar SASS
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
564. fundur stj. SASS.pdf
17. 202011100 - Forkaupsréttur vegna sölu Þinganess ÁR-25
Erindi frá Skinney Þinganes hf. þar sem tilkynnt er að erlendur aðili hefur gert kauptilboð í Þinganes ÁR-25 skipaskráningarnúmer 2040. Skipið verður selt án aflahlutdeilda sem fluttar voru til annarra skipa Skinneyjar-Þinganess hf. á síðasta fiskveiðiári. Sveitarfélaginu er boðið að nýta forkaupsrétt til kaupa á skipinu.

Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið muni ekki nýta forkaupsrétt sinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til baka Prenta