Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 49

Haldinn í ráðhúsi,
06.01.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir ,
Ingunn Ósk Grétarsdóttir ,
Íris Mist Björnsdóttir ,
Birkir Snær Ingólfsson ,
Björgvin Freyr Larsson ,
Tómas Nói Hauksson ,
Stígur Aðalsteinsson ,
Herdís Ingólfsdóttir Waage .
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201912051 - Áheyrnarfulltrúar fastanefnda 2020
Enn vantar okkur áheyrnarfulltrúa í þrjár fastanefndir en það eru: Hafnarstjórn, atvinnu-og menningarmálanefnd og einn fulltrúa í fræðslu- og tómstundanefnd. Rætt hefur verið í bæjarráði að greiða fyrir þessa fundarsetu sem áheyrnarfulltrúi. Ekki er enn búið að ákveða upphæðina en samkvæmt bókun bæjarráðs þ. 19.12.2019 þá áttu bæjarstjóri, fjármálastjóri og ungmennaráð að vinna saman að hugmynd.

Óskað var eftir fleiri áheyrnarfulltrúum í fastanefndir 2020. Einn bauð sig fram sem aðalmann í hafnarstjórn. Ákveðið var að hafa samband við nemendaráð FAS og athuga hvort einhverjir innan þeirra raða hafi áhuga á að vera áheyrnarfulltrúar. Við krossum fingur fyrir því XX. Eins og segir í inngangi þá er verið að athuga með greiðslur fyrir fundarsetu áheyrnarfulltrúa. Ungmennaráð sendi bæjarstjóra tölvupóst í dag þar sem þeirra hugmynd um upphæð kom fram.
2. 201902023 - Önnur mál ungmennaráðs
1.) Lýðheilsa og fræðsla (forvarnir). Upp hefur komið sú hugmynd að ungmennaráð hjálpi til við að stuðla að minni neyslu orkudrykkja hjá börnum/ungmennum. Að ungmennaráð styðji það að farið sé eftir reglum um aldur kaupenda á orkudrykkjum í verslunum/sjoppum á Höfn.


2.) Afþreying og viðburðir. Eins og fram kom í síðustu fundargerð er beðið eftir því að ungmennaráð standi fyrir einhverjum viðburði/afþreyingu. Hvað langar ungmennaráð að gera?


1.) Ungmennaráð hefur ákveðið að búa til metnaðarfulla könnun um neyslu orkudrykkja barna frá 10 ára aldri fram á framhaldsskólastig á Höfn. Athuga þarf þó hvort afla þurfi leyfis frá foreldrum hvort börn þeirra megi taka þátt í könnuninni. Hugmyndir um framkvæmd slíkrar könnunar var rædd á fundinum og einnig hvað á að gera eftir að niðurstöður könnunarinnar koma í ljós. Margar hugmyndir um eftirfylgni könnunar ásamt fræðsluhugmyndum komust á blað og ákveðið var að halda vinnufund þann 5. febrúar þar sem drög verða gerð af uppsetningu. Vanda verður vel til verks með svona verkefni svo niðurstöður verði marktækar. Spennandi verkefni framundan :)

2.) Afþreying og viðburðir. Ungmennaráð langar mikið að halda skuggakosningar í tengslum við forsetakosningar. Sú mun verða raunin ef einhver býður sig fram gegn sitjandi forseta. Rætt var um það hvort ekki væri hægt að vera með skuggakosningar fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í staðin ef ekkert mótframboð kæmi fram til forseta Íslands. Því miður varð að henda þeirri hugmynd út af borðinu sama hvað ungmennaráð langar að standa fyrir skuggakosningum. Ef svo vill til að hægt verði að halda skuggakosningar í sumar þá verða þær á Humarhátíð og verður þá hægt að tengja einhverja aðra viðburði við kosningarnar. Það þarf því að bíða og sjá til. Hugmyndir af öðrum viðburðum sem ungmennaráð getur haldið verða ræddar á vinnufundinum 5. febrúar n.k. og voru fulltrúar ungmennaráðs hvattir til að koma með brakandi ferskar hugmyndir á fundinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta