Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 269

Haldinn í ráðhúsi,
16.01.2020 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Ásgrímur Ingólfsson Forseti,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Sigurður Guðnason 1. varamaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Stefanía Anna Sigurjónsdóttir 1. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1912008F - Bæjarráð Hornafjarðar - 926
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1912009F - Bæjarráð Hornafjarðar - 927
Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls undir 1. lið fræðslu og tómstundanefnd undir 9. lið tómstundaakstur.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 2001004F - Bæjarráð Hornafjarðar - 928
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 1912005F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 268
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
5. 202001041 - Launa- og jafnlaunastefna
Með nýrri jafnlaunastefnu er lögð áhersla á að markmið sveitarfélagsins að vera eftirsóttur vinnustaður og að starfsfólk fái greitt fyrir störf sín á grundvelli verðmæti starfa óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.
Launastefnan tekur mið af heildarmarkmiðum og starfsáætlunum sveitarfélagsins og er ætlað að styðja við og efla þjónustu þess að gæðum og skilvirkni. Jafnframt er jafnlaunastefna sveitarfélagsins samofin launastefnu þess og er ætlað að tryggja að jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir.


Lagði til að bæjarstjórn samþykki nýja launa- og jafnlaunastefnu sveitarfélagsins.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Launa- og jafnlaunastefna sveitarfélagsins.pdf
6. 201812046 - Verklagsreglur um ofbeldi gagnvart börnum
Nýjar verklagsreglur um ofbeldi gagnvart börnum eru lagðar fram, reglurnar eru til að tryggja samræmd vðbrögð þegar grunur vaknar um hvers konar ofbeldi gagnvart börnum, þá hafa starfsmenn skýrar reglur um á hvaða hátt skuli bregðast við.

Stefanía Anna Sigurjónsdóttir tók til máls.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki nýjar verklagsreglur um ofbeldi gagnvart börnum.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
7. 201912005 - Aðalskipulagsbreyting Seljavellir III
Björgvin Ó. Sigurjónsson greindi frá að óveruleg breyting á aðalskipulagi felur í sér að svæðið VÞ10 sem er skilgreint sem verslun og þjónusta í aðalskipulagi og er því ekki um breytingu á uppdrætti að ræða. Breytingin snýr að skilgreiningu og fjölda gesta innan svæðisins sem verður eftir breytinguna, allt að 40 gistirými, allt að 80 gestir.

Lagði til að bæjarstjórn vísi óverulegri breytingu á aðalskipulagi í lögformlegt ferli skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Breyting_á_aðalskipulagi_uppdr_160120.pdf
8. 201912110 - Aðalskipulagsbreyting náma í Skinney
Björgvin greindi frá óverulegri breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku í Skinney. Breytingin felur í sér að heimila allt að 30.000 m³ efnistöku i núverandi námustæði. Efnistakan er talin hafa óveruleg áhrif á umhverfið umfram það sem nú þegar er og minnkar áhrif vegna aksturs við gerð varnargarða frá Suðurfjörutanga út í Einholtskletta. Samkvæmt viðauka 2.04 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur efnistakan í flokk C og því ekki háð umhverfismati.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki óverulega breytingu á Aðalskipulagi 2012-2030 og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Aðalskipulagsuppdráttur - Óveruleg Breyting - Skinney.pdf
9. 201903009 - Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Björgvin greindi frá að með aðalskipulagsbreytingunni var unnin breyting á skipulagsuppdráttum fyrir Öræfi og Suðursveit, ásamt skipulagsuppdrætti fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Einnig eru gerðar breytingar á skilmálum vegna framkvæmda innan stækkaðs svæðis í samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Afmörkun þjóðgarðsins er breytt í samræmi við stækkun hans frá 2017. Afþreyingar- og ferðamannasvæði er stækkað. Athugasemdir bárust og hefur verið brugðist við þeim.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 32. gr. skipulagslögum og geri svör umhverfis- og skipulagsnefndar að sínum.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón greinargerð.pdf
Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón uppdrættir.pdf
10. 201901123 - Deiliskipulag Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Björgvin greindi frá að tilgangur deiliskipulagsins er að skilgreina ramma um mannvirkjagerð og aðgerðir svo hægt verði að taka á móti vaxandi fjölda ferðamanna án þess að spilla svæðinu. Árið 2018 komu 850 þús. ferðamenn að Lóninu. Í deiliskipulaginu er lögð áhersla á að útlit og yfirbragð mannvirkja verði samræmt og nýbyggingar og framkvæmdir lúti landslagi og staðháttum.
Helstu viðfangsefni deiliskipulagsins eru skipulag þjónustusvæðis, bílastæða, stíga og tenginga við aðliggjandi svæði, lega Hringvegarins og tengingar við hann. Unnið er i samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, náttúruvernd, útivist og byggðaþróun. Athugasemdir bárust í framhaldinu voru gerðar breytingar á tillögunni.


Lagði til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagið skv. 41. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem gerða hafa verið eftir auglýsingu og bæjarstjórn geri svör umhverfis- og skipulagsnefndar að sínum.
Deiliskipulagið verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu.
Ásgerður K. Gylfadóttir tók til máls, Sæmundur Helgason tók einnig til máls.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Deiliskipulagsbreyting Jökulsárlón uppdrættir.pdf
Deiliskipulagsbreyting Jökulsárlón greinargerð.pdf
11. 201812008 - Aðalskipulagsbreyting Háhóll
Björgvin greindi frá að markmið með breytingu á aðalskipulagi er að heimila uppbyggingu verslunar-, veitinga-og gistiaðstöðu ásamt aðstöðu henni tengdri. Í kafla 16.2 er bætt við Dilksnes. Ferðaþjónusta. Uppbygging gisti- og veitingaþjónustu verður heimil skv. deiliskipulagi fyrir allt að 35 gesti í húsum og einnig verslun, m.a. í tengslum við rekstur gróðrarstöðvar. Athugasemdir bárust, eftir auglýsingu var VÞ47 fellt út úr tillögunni í samræmi við umsagnir.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 32. gr. skipulagslaga og geri svör umhverfis- og skipulagsnefndar að sínum.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Aðalskipulagsbreyting Dilksnes/ Háhóll.pdf
12. 201904013 - Deiliskipulag Háhóll - Dilksnes
Björgvin greindi frá nýju deiliskipulagi að Dilksnesi, umsagnarferli er lokið, athugasemdir bárust og var brugðist við þeim með breytingu á uppdrætti og greinargerð.



Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi deiliskipulag og vísi því í lögformlegt ferli skv. 41. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem gerðar hafa verið eftir auglýsingaferli og geri svör umhverfis- og skipulagnefndar að sínum. Deiliskipulagið verður auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
13. 201804002 - Deiliskipulag: Hitaveita á Hornafirði
Björgvin greindi frá nýju deiliskipulagi vegna hitaveitu frá Hoffelli inn að Höfn. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni, brugðist hefur verið við þeim á fyrri stigum málsins.


Lagði til að bæjarstjórn samþykki nýtt deiliskipulag fyrir hitaveitu og vísi því í lögformlegt ferli skv. 41. gr. skipulagslaga og geri svör umhverfis- og skipulagsnefndar að sínum.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
14. 1904057 - Deiliskipulag: Reynivellir II
Björgvin greindi frá nýrri deiliskipulagstillögu fyrir Reynivelli II. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að bæta ferðaþjónustu á svæðinu og miða að því að uppbygging ferðaþjónustu nýtist íbúum jafnt og ferðamönnum.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki að kynna deiliskipulagstillöguna og vísi henni í lögformlegt kynningarferli skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
15. 202001047 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi tjaldsvæði og íbúðarsvæðis við Fiskhól
Ósk um að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi tjaldsvæðis. Byggingareitur verði færður svo hægt sé að setja hreinlætisaðstöðu sunnan við núverandi byggingu.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi tjaldsvæði og íbúðarsvæði við Fiskhól skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Breyting byggingareits á L7 reit Hafnarbraut 52 Höfn..pdf
16. 201912113 - Framkvæmdaleyfi, varnargarðar Jökulsá í Lóni
Björgvin greindi frá framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar vegna leiðigarðs vestan við brúna yfir Jökulsá í Lóni ásamt bakkavörn.
Gert er ráð fyrir að leiðigarður verði um 230 m. og bakkavörn um 320 m. Heildar efnisþörf er áætluð 10.600 m³ og verður sótt í þrjár námur í samráði við landeigendur.
Náma C er merkt E13 í Aðalskipulagi, Stafafell-Jökulsá-milli Arasels og Hnútu. Er í flokki 3 og því heimilt að veita framkvæmdaleyfi.
Námur A og B eru í farvegum Jökulsár og Hlíðarár og hvor um sig minni en 10.000 m³ og falla því undir heimild í aðalskipulagi um að taka efni úr árfarvegi án þess að efnistaka sé merkt í aðalskipulagi að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdin fellur undir flokk C í samræmi við 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum.


Lagði til að bæjarstjórn samþykki að veita framkvæmdaleyfi vegna varnargarðs með fyrirvara um skilyrði að frágangur verði samkvæmt kröfum sveitarfélagsins.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Umsókn um framkvæmdaleyfi.pdf
3. hefti Teikningar.pdf
17. 201907074 - Byggingarleyfisumsókn: Hofsnes mói - skemma
Forseti greindi frá grenndarkynningu vegna byggingaleyfis fyrir Hofsnes Móa, ein athugasemd barst og var uppdráttur lagfærður í samræmi við hana.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna skv. 13. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Aðaluppdrattur Hofsnes mói vélarskemma.pdf
18. 201912032 - Umsókn um lóð: Ránarslóð 3 lóð B1 og B2
Forseti greindi frá umsókn Þingvangs ehf. um lóð að Ránarslóð 3 B1 og B2, bæjarráð mælti með lóðarúthlutuninni.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki lóðarúthlutunina.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
19. 201806011 - Kosning í bæjarráð
Erla Þórhallsdóttir óskar eftir mánaðarleyfi frá störfum í bæjarráði.
Björgvin Óskar Sigurjónsson verður aðalmaður í stað Erlu og varaformaður B- lista og varamaður í hans stað verður Kristján S. Guðnason B- lista.
Forseti bar breytinguna upp til samþykktar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
20. 202001030 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri greindi frá störfum sínum sl. mánuð.
Skýrsla bæjarstjóra 16. janúar 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta