Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 928

Haldinn í ráðhúsi,
14.01.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Björgvin Óskar Sigurjónsson 1. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2001002F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 9
Fundargerðin samþykkt.
2. 1912006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 8
Umræður um hugtök í skipulagsmálum, bæjarráð beinir því til skipulagsráðgjafa að samræma hugtakanotkun til að koma í veg fyrir mistúlkun.
Fundargerðin samþykkt.
Almenn mál
3. 201709186 - Skreiðarskemma sýningaraðstaða.
Erindi frá Skinney Þinganes þar sem óskað er eftir svari frá sveitarfélaginu um áhuga á leigu á Skreiðarskemmunni til langs tíma ef hún verður endurbyggð.

Bæjarráð hafnar erindinu.
4. 202001012 - Styrkur til rekstur upplýsingamiðstöðvar á Höfn 2020
Erindi frá Ferðamálastofu dags. 18. des. 2019 þar sem tilkynnt er að undanfarin ár hefur Ferðamálastofa stutt rekstur upplýsingamiðstöðva um landið um rúmlega 27 milljónir árlega. Ferðamálastofa tilkynnti að fyrirhugað sé að falla frá rekstrarstuðningi upplýsingamiðstöðva í óbreyttri mynd árið 2020.

Bæjarráð undrar sig á ákvörðun Ferðamálastofu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur fengið um 1.5 m. kr. á ári til reksturs upplýsingamiðstöðvar sem Vatnajökulsþjóðgarður hefur rekið í umboði sveitarfélagsins og styrkt þar með rekstur gestastofu í Gömlubúð.
Bæjarstjóra falið að leita leiða til að tryggja áframhaldandi fjárframlag til reksturs upplýsingamiðstöðvar.
5. 201908033 - Hofgarður: Leikskólastarf
Minnisblað fræðslustjóra lagt fram.

Auglýsing eftir leikskólakennara eða leibeinanda á leikskólann Lambhaga er í auglýsingu.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
6. 201709224 - Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi.
Verkefnið um norræna sjálfbæra bæi er nú á lokastigum. Í kjölfar vefkönnunar og niðurstöðu hennar var unnin landslagshönnun á útivistarsvæði við Hrossabithagann. Lokahnykkur verkefnisins er að halda íbúafund til að kynna afurðir verkefnisins, stefnt er að því að halda hann um næstu mánaðarmót.

Árdís kynnti afurðir verkefnisins og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem hefur verið unnin.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi
7. 202001015 - Skipurit 2020
Nokkrar breytingar hafa nú þegar verið gerðar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins sem eru ekki í samræmi við gildandi skipurit.

Bæjarráð felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu.
 
Gestir
Sverrir Hjálmarsson mannauðs- og gæðastjóri sat fundinn undir 7-9 lið
8. 201909008 - Jafnlaunavottun
Þann 1. janúar 2018 tók gildi breyting á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem skyldar fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli til að öðlast vottun á jafnlaunakerfi fyrirtækisins
eða stofnunarinnar sem staðfestir að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85.

Samkvæmt reglugerð nr. 1030/2017 skulu fyrirtæki og stofnanir þar sem 250 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli hafa öðlast vottun eigi síðar en 31.desember 2019. Sömu tímamörk skulu einnig gilda um opinberar stofnanir, sjóði og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli.


Sverrir gerði grein fyrir vinnu að jafnlaunavottun.
Upplýsingaöflun vegna stöðu jafnlaunavottunar - sveitarfélög.pdf
9. 202001041 - Launa- og jafnlaunastefna
Bæjarráð samþykkir að vísa launa- og jafnlaunastefnu sveitarfélagsins til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10. 202001016 - Launakjör starfsmanna sveitarfélaga
Bæjarstjóri fékk fyrirspurn um launakjör í stjórnsýslu sveitarfélagsins frá ráðgjafa sem vann að greiningu fyrir annað sveitarfélag. Niðurstöður liggja nú fyrir.

Lagt fram til kynningar.
11. 202001027 - Heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur 2020
Erindi frá SASS dags. 8. janúar þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri kynningarferð til Danmerkur frá 9.-12. mars. Óskað er eftir að sveitarfélög tilkynni fyrir 13. janúar hvort fulltrúar þeirra fari í ferðina.

Lagt fram til kynningar.
12. 202001005 - Umsögn um útgáfu leyfa: Þorrablót Suðursveit og Mýra
Erindi frá Sýslumanni dags. 2.janúar þar sem óskað er eftir umsögn um tímabundið tækifærisleyfi fyrir þorrablót Suðursveit og Mýra 8.-9. febrúar.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
13. 201912106 - Umsögn um útgáfu leyfa: Þorrablót Nesja og Lón
Erindi frá Sýslumanni dags. 20.desember þar sem óskað er eftir umsögn um tímabundið tækifærisleyfi fyrir þorrablót Nesja og Lónmanna 1.-2. febrúar.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
14. 201912082 - Umsögn um útgáfu leyfa: Stafafell, gistiskáli
Erindi frá Sýslumanni dags. 16.desember þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II gistiskáli frá Sigurði Ólafssyni.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
15. 201912081 - Umsögn um útgáfu leyfa: Stafafell, frístundahús
Erindi frá Sýslumanni dags. 16.desember þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II frístundahús frá Sigurði Ólafssyni.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta