Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 933

Haldinn í ráðhúsi,
18.02.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, 


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2001016F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 316
Bæjarráð vísar endurskoðun á jafnréttisáætlun til umfjöllunar í nefndum sveitarfélagsins.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Erla Björg Sigurðardóttir félagsmálastjóri
2. 2001010F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 64
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
3. 201911065 - Barnvænt sveitarfélag: Innleiðing barnasáttmála SÞ
Fræðslu- og tómstundanefnd hvetur til þess að Sveitarfélagið Hornafjörður sæki um aðild að verkefninu. Nefndin telur mikinn ávinning af því hvað varðar lærdómstækifæri þeirra sem taka þátt í innleiðingunni, til að virkja enn betur samráð við börn og tryggja að tekið sé tillit til hagsmuna barna í allri ákvarðanatöku hjá sveitarfélaginu.

Bæjarráð er jákvætt fyrir að taka þátt í Barnvænu sveitarfélagi með innleiðingu Barnasáttmála SÞ.
Óskar eftir að verkefnið verði kostnaðarmetið og í hvaða farveg í stjórnsýslunni það fari.
4. 202002029 - Stýrihópur um heilsueflandi samfélag: Erindisbréf.
Sveitarfélagið Hornafjörður er aðili að Heilsueflandi samfélagi og leik- grunn- og
framhaldsskóli eru allir heilsueflandi skólar.
Í stýrihóp eiga sæti fulltrúar leik- grunn- og framhaldsskóla, fulltrúi HSU,
félagsþjónustu, Ungmennaráð, Umf. Sindra, foreldrafélags grunnskólans, félags eldri
Hornfirðinga


Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og leggur til að stýrihópurinn beri heitið lýðheilsuráð. Hópurinn sem unnið hefur að forvarnarmálum verður hluti af lýðheilsuráði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
5. 202001028 - Seinkun skólabyrjunar
Bæjarráð fylgist með umræðu um málið.
6. 202001010 - Verklagsreglur vegna ofbeldis eða óviðeigandi framkomu starfsmanna gagnvart börnum
Reglunum var vísað til viðeigandi nefnda sveitarfélagsins sem gerðu ekki athugasemd við þær.

Verklagsreglum vegna ofbeldis eða óviðeigandi framkomu starfsmanna gagnvart börnum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7. 201809084 - Aðalskipulagsbreyting: Þétting byggðar á Höfn
Fulltrúar undiskriftalista mættu á fund bæjarstjórnar fimmtudaginn 13. febrúar í framhaldinu var samþykkt að fresta málinu.

Starfsmönnum falið að taka saman upplýsingar um áherslur og athugasemdir undirskriftalistans.
8. 201802105 - Hönnun: Víkurbraut 24 húsnæði málefna fatlaðs fólks
Lagt fram til kynningar.
9. 202002045 - Veðurofsi 14. febrúar 2020
Bæjarstjóri fór yfir aðgerðir sveitarfélagsins, Björgunarfélagsins og RARIK þegar veðurstofan gaf út rauða veðurviðvörun föstudaginn 14. febrúar.
Bæjarstjóra falið að kanna kostnað vegna varaafls fyrir Skjólgarð.
10. 201912087 - Almanna- og öryggismál
Erindi frá SASS þar sem farið er yfir viðbragðsáætlun sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.
11. 201309051 - Deiliskipulag Útbæ Höfn
Minnisblað byggingafulltrúa lagt fram, þar sem hann greinir frá að götuheiti vantar í deiliskipulag útbæ.

Umræðum bæjarráðs vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
12. 202001081 - Fundargerðir stjórnar Nýheima þekkingarseturs
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
111.fundur 5.2.2020.pdf
13. 202002041 - Umsögn um útgáfu leyfa: Kúttmagakvöld
Erindi frá sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna tímabundið áfengisleyfi þann 28.-29. mars fyrir kúttmagakvöld Lionsklubbs Hornafjarðar í Sindrabæ.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
14. 202002038 - Umsögn um frumvarp: Breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Bæjarstjóra falið að senda inn umsögn.
15. 202002042 - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10 

Til baka Prenta