Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 10

Haldinn í ráðhúsi,
11.03.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson, Finnur Smári Torfason, Sæmundur Helgason, Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, Íris Mist Björnsdóttir, Matthildur U Þorsteinsdóttir, Bryndís Bjarnarson, Brynja Dögg Ingólfsdóttir, .

Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201910020 - Festa Samfélagsábyrgð: möguleg aðild
Kynning á Loftsslagssamningi Festu.
Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Anna Ragnarsdóttir Pedersen umhverfisfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3
2. 202001013 - Umhverfisstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2020-2024
Anna kynnti stöðu vinnu við umhverfisstefnu.
Umræða um áherslur Umhverfisstefnu. Starfsmanni falið að vinna málið áfram.
3. 201911107 - Uppgræðsla með seyru
Starfsmaður kynnir stöðu málsins. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að lausn á fráveitumálum í Skaftafelli og Jökulsárlóni.
Fráveitulausnir sveitarfélagsins í Öræfum ræddar og starfsmanni falið að vinna áfram í málinu.
4. 201709115 - Endurskoðun á ferðaþjónustukafla Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030
Megin markmið með endurskoðun á ferðaþjónustukafla aðalskipulagsins er að fara yfir skilmála um ferðaþjónustu með nýjar forsendur og viðmið í huga. Einnig er markmiðið að skilgreina hverskonar þjónustu og í hve ríku mæli á að heimila hana utan skilgreindra þjónustusvæða. Þar er bæði horft til uppbyggingar sem beint tengist ferðaþjónustu sem og annarrar þjónustu s.s. uppsetningu fjarskiptamastra, upplýsingagjöf og fleira.
Skipulagið var auglýst frá 19. desember til 3. febrúar. Umsagnir hafa borist frá Skipulagsstofnun, MÍ, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, HAUST og íbúum. Íbúafundur var haldinn um málið 5. mars.

Í ljósi umsagna og athugasemda sem borist hafa við skipulagið leggur umhverfis- og skipulagsnefnd til að fallið verði frá því að heimila lítil gistiheimili í íbúðabyggð eins og auglýst tillaga gerði ráð fyrir. Til þess að koma til móts við rekstraraðila sem þegar eru með minna gistiheimili í rekstri á íbúðarsvæðum verði þó heimilt að endurnýja leyfi (til næstu 3 ára) fyrir gistiheimili sem nú þegar eru í rekstri að uppfylltum eftirfarandi skilmálum. Að þeim tíma liðnum verði ekki gert ráð fyrir gistiheimilum í íbúðabyggð umfram heimagistingu skv. 13. gr. Reglugerðar 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:
* Gert verði ráð fyrir 0,8 bílastæðum á hvert herbergi, innan lóðar.
* Settar verði upp greinilegar merkingar til að aðgreina gististaði frá íbúðarhúsnæði.
* Gistingin hafi nú þegar starfsleyfi frá HAUST og rekstrarleyfi frá sýslumanni.
* Leyfið sé bundið við þá fasteign og leyfishafa sem þegar hefur leyfi og það hlutfall húsnæðis sem reksturinn er í .
Að öðru leiti verði endurskoðun ferðaþjónustukafla samþykkt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123 með þeim breytingum sem bent er á í umsögn Skipulagsstofnunar.
Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum og senda til Skipulagsstofnunar. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Sæmundur bókar eftirfarandi: Í ljósi umsagna og athugasemda sem borist hafa við skipulagið leggur umhverfis- og skipulagsnefnd til að fallið verði frá því að heimila minni gistiheimili í íbúðabyggð eins og auglýst tillaga gerði ráð fyrir. Að öðru leiti verði endurskoðun ferðaþjónustukafla samþykkt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123 með þeim breytingum sem bent er á í umsögn Skipulagsstofnunar.
Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum og senda til Skipulagsstofnunar. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Umsögn frá Skipulagsstofnun
Aðalskipulagsbreyting_Endurskoðun_ferðamálakafla_191216.pdf
Fundargerð_íbúafundur_5. mars 2020.pdf
Umsögn frá HAUST
Umsögn frá Umhverfisstofnun
Umsögn frá Ríki Vatnajökuls
Umsögn frá Vegagerðinni
Umsögn frá MÍ.pdf
5. 201912005 - Aðalskipulagsbreyting Seljavellir III
Aðalskipulagsbreyting að Seljavöllum III. Umrætt svæði er skilgreint sem verslun og þjónusta í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 - 2030 og er því ekki um breytingu á uppdrætti að ræða. Breytingin snýr að skilgreiningu og fjölda gistirýma innan svæðisins. Í greinargerð með aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að bæjarstjórn skuli skera úr um fjölda gistirýma innan VÞ svæða.
Á fundi skipulagsnefndar þann 8.1.2020 og bæjarstjórnar Hornafjarðar þann 16.1.2020 var samþykkt að vinna breytinguna áfram sem óverulega. Skipulagsstofnun fellst ekki á að breytingin geti talist óveruleg og ber því að fara með hana sem verulega breytingu skv. 30-32. gr. skipulagslaga.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að unnin verði aðalskipulagsbreyting í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.
Umsögn frá Skipulagsstofnun
Breyting_á_aðalskipulagi_uppdr_160120.pdf
6. 201709489 - Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV
Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV tekin fyrir. Skaftafell III og IV liggur sunnan við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði er í um 1.500 m fjarlægð. Skaftafell er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins og er í aðalskipulagi skilgreint sem einn af megin seglum ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar og íbúðar/starfsmannaíbúða og þjónustuhúsa, allt að 5.200 m² í landi Skaftafells III og IV til þess að auka þjónustu við þann fjölda ferðafólks sem kemur í Öræfin. Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs hefur bókað um málið.
Í ljósi umsagna og athugasemda leggur umhverfis- og skipulagsnefnd til að breytingin verði samþykkt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið eftir auglýsingu. Heimilt verði að byggja allt að 1400 m2, gætt verði að náttúrulegu plöntuvali og samráð verði haft við Vatnajökulsþjóðgarð við vinnslu deiliskipulags.
Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum og senda til Skipulagsstofnunar. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Umsögn Skógræktin.pdf
Umsögn Atlantsflug
Umsögn VJÞ
Aðalskipulagsbreyting Skaftafell lll og IV LOKATILLAGA.pdf
Umsögn Íbúasamtaka Öræfa
Umsögn HAUST
Umsögn VÍ.pdf
FW: Erindi vegna skipulagsmála í Skaftafelli
Umsögn PAP bls.2.pdf
Bókun svæðisráðs suðursvæðis
Umsögn PAP bls.1.pdf
Athugasemd íbúa
Umsögn NÍ
Umsögn frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Umsögn frá Umhverfisstofnun
Umsögn MÍ.pdf
7. 201809084 - Aðalskipulagsbreyting: Þétting byggðar á Höfn
Markmið með breytingunni er að þétta byggð í Innbæ, hún skal vera í samræmi við núverandi byggð hvað varðar tegundir, stærðir, þéttleika og ásýnd byggðar. Með þéttingu byggðar skal tryggja gönguleiðir að opnum svæðum. Þétting byggðar tekur til nýrra lóða, auk aðliggjandi byggðra lóða við Silfurbraut og Hvannabraut. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir einbýlishús og raðhús. Svæðið er auðkennt sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi. Tillagan var í kynningu frá 19. desember til mánudagsins 3. febrúar. Umsagnir hafa borist frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og undirskriftarlisti frá íbúum. Rætt hefur verið við forsvarsmenn undirskriftarlista og haldinn var íbúafundur um málið þann 5.3.2020.
Málinu frestað og starfsmanni falið að vinna áfram í málinu.
Aðalskipulagsbreyting þétting byggðar Innbæ, uppdráttur 20190821
Fundargerð_íbúafundur_5. mars 2020.pdf
Fundur um skipulagsmál.pdf
Aðalskipulagsbreyting þétting byggðar Innbæ, greinargerð 20190821
Undirskriftarlisti íbúa
8. 201909089 - Deiliskipulag Þétting byggðar Innbæ
Deiliskipulaginu er ætlað að koma á móts við eftirspurn og stuðla að vexti þéttbýlis með auknu lóðarframboði. Þétting byggðar tekur til nýrra lóða, auk aðliggjandi byggðra lóða við Silfurbraut og Hvannabraut. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir einbýlishús og raðhús. Svæðið er auðkennt sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi. Tillagan var í kynningu frá 19. desember 2019 til mánudagsins 3. febrúar 2020.
Málinu frestað og starfsmanni falið að vinna áfram í málinu.
9. 201709404 - Aðalskipulagsbreyting Svínhólar
Aðalskipulagsbreyting Svínhólar tekin fyrir. Megin markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að staðsetja nýtt verslunar-og þjónustusvæði og skógræktar- og landgræðslusvæði á Svínhólum. Svæðið er afmarkað á uppdrætti og nánari skilmálar eru settir í greinargerð. Veðurstofa hefur unnið staðbundið hættumat fyrir svæðið. Tillagan var kynnt á íbúafundum þann 29. júlí 2019 á Höfn og í Lóni.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu liggur fyrir og er fyrirhuguð framkvæmd ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og framkvæmdin því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að aðalskipulagsbreyting verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með breytingum í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.
Einnig er lagt til að óskað verði eftir leyfi ráðherra um að taka landið úr landbúnaðarnotum, sbr. 6. gr. jarðalaga.81/2004.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Umsögn Skipulagsstofnunar
Uppdráttur með greinagerð_jan2020-2.pdf
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat
10. 201903014 - Deiliskipulag Svínhólar
Tillaga að deiliskipulag að Svínhólum tekin fyrir. Nýtt 30 ha svæði verður afmarkað á reitnum fyrir verslun og þjónustu. Á reitnum verður heimilt að byggja upp ferðaþjónustu með gistingu/hóteli sem hýst getur allt að 200 gesti. Einnig er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir starfsfólk í sér húsi og 20 heilsárshúsum, þar sem dvalið yrði aðeins hluta árs. Áform eru einnig uppi um skógrækt á jörðinni í samræmi við samning við Skógræktina um nytjaskógrækt. Skógræktar- og landgræðslusvæði verður afmarkað í stað landbúnaðarsvæðis, annað er norðan við hringveginn og hitt er í Össurárdal.
Á fundi skipulagsnefndar 6.3.2019 var samþykkt að tillagan verði kynnt og auglýst í samræmi við 40 og 41. gr. skipulagslaga samhliða vinnu við aðalskipulagsbreytingu

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að skipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11. 201908028 - Deiliskipulag Þorgeirsstaðir í Lóni
Deiliskipulagið nær til hluta jarðanna Þorgeirsstaða (landnr. 159402) og Þorgeirsstaða 3 (landnr.
223144) í Lóni í Sveitarfélaginu Hornafirði. Skipulagssvæðið er um 12 ha að stærð og er í þrennu lagi.
Á Þorgeirsstöðum er íbúðarhús og fjárhús en einnig hefur verið rekin þar ferðaþjónusta með gistingu
fyrir 7 gesti. Virkjun er í Þorgeirsstaðaá. Fyrirhuguð er frekari uppbygging á ferðaþjónustustarfsemi,
m.a. að breyta fjárhúsum í gistingu og vera með gistingu fyrir allt að 60 gesti. Einnig eru fyrirhugaðar
tvær nýjar virkjanir í Þorgeirsstaðaá, tjaldsvæði vestan árinnar og göngubrú yfir ána.
Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar er skipulagssvæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ35), afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF25) og landbúnaðarsvæði. Þá er heimilt að byggja
smávirkjun með uppsettu rafafli allt að 200 kW.

Málinu er frestað. Deiliskipulagið fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 þar sem þar er mörkuð stefna um framkvæmd virkjana undir 200kW skv. lið 3.23 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Þar falla virkjanirnar undir flokk C og þurfa því gögn að berast sveitarstjórn þar um.
Starfsmanna falið að óska frekari gagna frá framkvæmdaraðila.
Uppdráttur_Þorgeirsstaðir_200114_.pdf
Grg_Þorgeirsstaðir_200114.pdf
13. 202002066 - Umsögn um Vatnaáætlun fyrir Ísland
Umhverfisstofnun vekur athygli á því að bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland hefur nú verið auglýst til kynningar. Hér gefst tækifæri til að koma með ábendingar eða athugasemdir um verndun vatns sem gætu nýst við gerð vatnaáætlunarinnar sem mun taka gildi árið 2022. Sjá nánar frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/02/18/Bradabirgdayfirlit-fyrstu-vatnaaaetlunar-Islands-er-komid-ut/?fbclid=IwAR16oi-jFUlpAPgJPoXjZig2ySz0j8H-9HYNVRRxoMBK35PG4wqOo82rjtA
Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir er til 1. apríl.

Lagt fram til kynningar.
14. 202001087 - Deiliskipulag: Stafafell í Lóni - Tjaldsvæði og þjónustumiðstöð
Tillagan gengur út á að koma upp þjónustumiðstöð með nútímalegri og góðri gistiaðstöðu á tjaldsvæði til að mæta þeim aukna ferðamannafjölda sem gistir á eigin vegum; þ.e. notar húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi o.s.frv. Einnig er reiknað með að þjónustu- og upplýsinga miðstöð fyrir ferðamenn. Svæðið gæti bæði tekið við hópum sem gista í hefðbundnum tjöldum svo um leið og það byði upp á góða aðstöðu fyrir tjald- og fellihýsi og húsbíla.
Tjaldsvæði á Íslandi eru flokkuð eftir flokkunarviðmiði sem Ferðamálaráð Íslands
hefur sett fram. Markmiðið er að uppfylla í áföngum 4 stjörnu viðmið fyrir tjaldsvæðin í Stafafelli.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að skipulagstillagan verði augslýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
greinargerd-2020-01-17.pdf
Deiliskipulag-uppdrattur.pdf
15. 202001047 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi tjaldsvæði og íbúðarsvæðis við Fiskhól
Málinu frestað.
16. 201912071 - Ósk um breytingu á lóðarmörkum Vesturbraut 1
Lögð fram tillaga frá ASK arkitektum varðandi lausn gönguleiðarinnar í gegnum lóð bensínstöðvarinnar, með það að markmiði að öryggi gangandi vegfarenda sé tryggt eins og best verður á kosið, skv. samráði við starfsmenn bæjarins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og felur starfsmanni að ræða við N1 um útfærslu og kostnaðarskiptingu.
17. 202002068 - Nýtt götuheiti í Óslandi
Götuheiti á nýjum lóðum í Óslandi. Skv. Erindisbréfi umhverfis- og skipulagsnefndar hefur nefndin það hlutverk að afgreiða götuheiti.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir götuheitið Sandeyri fyrir lóðir A-K á samþykktum deiliskipulagsuppdrætti fyrir Útbæ.
18. 201910094 - Samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaráætlun 2020-2024
Umræða um verkefni á samgönguáætlun og styttingu þjóðvegar í Öræfum.
Hringvegur, Kotá, Morsá.
Lagt er til að á 3. tímabili áætlunarinnar verði gerðar nýjar brýr yfir Virkisá og Svínafellsá/Skaftafellsá og nýr vegur milli Kotár og Morsár sem styttir hringveginn um a.m.k. 5 km og fækkar einbreiðum brúm um þrjár.
Sjá bls 67 í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.

Málið lagt fram til umræðu. Starfsmanni falið að ræða við Vegagerðina.
19. 202003018 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra
Lagt fram til kynningar
20. 202003014 - Byggingaráform: Smáhýsi - Hali
Ásgrímur vék af fundi undir þessum lið.
Óskað er eftir byggingarleyfi sambyggðrar fyrir tvö sexherberja sambyggðar smáhýsalengjur og grenndarkynningu.

Starfsmanni er falið að hitta landeigendur á svæðinu og kanna stöðu deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið.
21. 202003024 - Göngustígar
Uppbygging göngustíga.
Starfsmanni falið að vinna málið áfram skv. umræðum á fundinum.
22. 202003026 - Skipulag íbúðarsvæðis
Þörf er á nýju íbúðasvæði á Höfn. Umræða um næsta svæði og deiliskipulagsvinnu.
Starfsmanni falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
12. 202003002 - Víkurbraut 24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vegna breytinga á húsi að Vikurbraut 24 (gamla leikskóla) þarf að stækka tæknirými. Skv. upplýsingum hönnuða fer fyrirhuguð stækkun út fyrir byggingarreit u.þ.b. 2,3m.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd samræmist ekki deiliskipulag, óskað er eftir umsögn skipulagsnefndar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar að vikið sé frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þar sem um óveruleg frávik er að ræða og ekki talið að hagsmunir nágranna skerðist hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
19028TB-Víkurbraut 24 Hor_AU Ú1-20200226-BH.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20 

Til baka Prenta