Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 271

Haldinn í ráðhúsi,
19.03.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Ásgrímur Ingólfsson Forseti,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson 2. varaforseti,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Kristján Sigurður Guðnason 1. varamaður,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri
Ásgrímur setti fund og óskaði eftir að bæjarstjórn samþykki breytingu á dagsrká fundarins.
nr. 7. Sóttvarnir: COVID-2019
nr. 8. Samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði
nr. 24. Kosning varaforseta bæjarstjórnar
nr. 25. Kosning í bæjarráð
nr. 27. Fjarfundir bæjarstjónar nefnda, ráða og stjórna.
Forseti bar dagskrárbreytingu upp til atkvæða. Samykkt með sjö atkvæðum.


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2002005F - Bæjarráð Hornafjarðar - 933
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 2002006F - Bæjarráð Hornafjarðar - 934
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 2002010F - Bæjarráð Hornafjarðar - 935
Páll Róbert Matthíasson tók til máls undir 6. lið fundargerðar um hitaveitu.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 2003003F - Bæjarráð Hornafjarðar - 936
Bryndís Hólmarsdóttir tók til máls undir 7. lið fundargerðar er varðar skýrslu starfshóps um endurskoðun reglna um úthlutun byggðarkvóta.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 2003004F - Bæjarráð Hornafjarðar - 937
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
6. 2002003F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 270
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
7. 202003021 - Sóttvarnir: COVID-2019
Ásgerður K. Gylfadóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir gott starf við skipulagningu og útfærslu á starfsemi sveitarfélagsins við þær fordæmalausu aðstæður sem við búum við í dag vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Einnig viljum við þakka viðbragðsaðilum sem vakta ástandið, hafa undirbúið verkferla og viðbragðshóp sem nýttur verður ef og þegar á þarf að halda. Viðbrögð aðila hafa verið í fullu samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna og í samráði við aðgerðarstjórn almannavarna á Suðurlandi.
Bæjarstjórn biður íbúa sveitarfélagsins að sýna umburðarlyndi, ábyrgð og skilning á aðstæðum og því að þjónusta sveitarfélagsins skerðist til að mæta þessum fordæmalausu aðstæðum. Hlutverk okkar allra er að vernda viðkvæma hópa og halda hjólum samfélagsins gangandi að svo miklu leyti sem hægt er innan þeirra marka sem okkur eru sett.
Það er ljóst að forsendubrestur verður í rekstri margra fyrirtækja og hjá einkaaðilum í sveitarfélaginu til viðbótar við erfiðleika sem hafa verið í sjávarútvegi með loðnubresti og hruni í humarstofni.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur átt tvo vinnufundi frá síðasta fimmtudegi vegna stöðunnar og er einhuga í þeirri vinnu sem framundan er við að verja stöðu íbúa og atvinnulífs í samfélaginu. Ljóst er að endurskoða þarf fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í ljósi aðstæðna og taka ákvarðanir sem geta byggt á sameiginlegum grunni með öðrum sveitarfélögum eða tengjast aðgerðum ríkisins til stuðnings atvinnulífi í landinu.
Bæjarstjórn hvetur íbúa til að fylgjast með upplýsingum á vef sveitarfélagsins hornafjordur.is en þar má einnig senda inn fyrirspurnir og ábendingar til starfsmanna sem koma þeim í farveg til viðeigandi aðila.

Til máls tóku:
Sæmundur Helgason.
Matthildur Ásmundardóttir.

Forseti bar upp tillögu um að bæjarstjórn geri fyrrgreinda bókun að sinni.
Samykkt með sjö atkvæðum.


Aðgerðaáætlun Hornafjarðar útgafa 1 dags. 16.mars.pdf
8. 201907087 - Samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur átt í samningaviðræðum við stjórnendur HSU frá því í nóvember eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun samanber neðangreint þann 23.10.2019 sem byggði á innleiðingu fjármögnunarlíkans í heilsugæslunni sem taka átti gildi um áramót 2019/2020 en var hins vegar frestað til næstu áramóta 2020/2021:

„Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2020 verði HSU alfarið falin umsjón með allri heilbrigðisþjónustu, utan reksturs hjúkrunarrýma, í umdæmi Hornafjarðar. HSU verði frjálst að gera samning við sveitarfélagið um rekstur ákveðinna þátta. Samhliða leggur ráðherra til að stofnaður verði samráðshópur sem í sitja fulltrúi frá heilbrigðisráðuneyti, HSU og sveitarfélaginu Hornafirði. Samráðshópnum er ætlað að skoða möguleika til samþættingar, t.d. hvað varðar heimaþjónustu og heimahjúkrun og gera áætlun hvað varðar tímasetningar slíkar breytinga, verði niðurstaðan að samið verði um afmarkaða hluti þjónustunnar.“

Samráðshópurinn hóf vinnu eftir að forstjóri, fjármálastjóri og fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins heimsóttu stofnunina þann 29.-30. október síðastliðinn. Viðræður hafa að mestu snúið að flutningi starfsmanna milli stofnana og þeim áhrifum sem það mun hafa á einstaklinga. Í upphafi var gengið úr frá því að nýtt yrði það svigrúm sem ráðherra gefur í ákvörðun sinni um samning við sveitarfélagið um rekstur heimahjúkrunar og sjúkrarýma. Sveitarfélagið gat ekki sætt sig við fyrstu tillögur HSU varðandi þær hugmyndir og átti von á frekari viðræðum. Slíkt hefur hins vegar ekki verið boðið uppá.
Sveitarfélagið fékk sendan samning til undirritunar þann 12.3 sl. sem ekki hefur fengið efnislega umræðu í samráðshópnum. Bæjarráð fjallaði um málið þann 17.3 sl., undrar sig þar á gangi mála og óskar eftir fresti til yfirfærslu vegna álags í samfélaginu tengt útbreiðslu Covid-19 bæði á stjórnendur sveitarfélagsins og ekki síst á starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni. Í gær miðvikudag tilkynntu stjórnendur HSU í tölvupósti til bæjarstjóra að yfirfærslan stæði 1. apríl og mundi hefjast strax á föstudag með bréfi sendu til viðkomandi starfsmanna sem færast munu til HSU.

Heilbrigðisstofnunin á Hornafirði hefur verið rekin með sóma í 24 ár með samþættri þjónustu. Við það að slíta þjónustuþætti í sundur gerir það reksturinn mun erfiðari, samþættingu sömuleiðis og dæmin sýna það um allt land að rekstur hjúkrunarheimila er þungur sér í lagi smærri hjúkrunarheimila líkt og er hér á Hornafirði.

Bæjarstjórn furðar sig á þessum vinnubrögðum og krefst þess að stjórnendur HSU verði við þeim óskum Sveitarfélagsins Hornafjarðar að fresta yfirtöku á rekstri heilsugæslu, sjúkrarýma, heimahjúkrunar og sjúkraflutninga þar til um hægist í samfélaginu og á heilbrigðisstofnuninni í kjölfar Covid-19 faraldursins. Bæjarstjórn skorar jafnframt á heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins til að beita sér fyrir því að þessu máli verði frestað.

Til máls tóku:
Ásgerður K. Gylfadóttir
Sæmundur Helgason
Páll Róbert Matthíasson

Gert var hlé á fundi til að fullklára bókun með tilliti til framkominna athugasemda.
Matthildur Ásmundardóttir lagði fram ofangreinda bókun.

Forseti bar tillögu að bókun upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 201911065 - Barnvænt sveitarfélag: Innleiðing barnasáttmála SÞ
Bæjarstjóri greindi frá því að Félagsmálaráðuneytið og UNICEF óska eftir samstarfi um framkvæmd verkefnisins barnvæn sveitarfélög. Verkefnið felst í því að sveitarfélagið innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna samkvæmt hugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga sem UNICEF hefur þróað. Framkvæmd verkefnisins er í höndum sveitarfélagsins með reglulegum og vel tilgreindum stuðningi Félagsmálaráðuneytis og UNICEF í formi fræðslu og ráðgjafar.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að ganga til samninga við Félagsmálaráðuneytið og UNICEF um að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
10. 202002029 - Stýrihópur um heilsueflandi samfélag: Erindisbréf.
Sveitarfélagið Hornafjörður er aðili að Heilsueflandi samfélagi og leik-, grunn- og framhaldsskóli eru allir heilsueflandi skólar. Í stýrihóp eiga sæti fulltrúar leik- grunn- og framhaldsskóla, fulltrúi HSU, félagsþjónustu, Ungmennaráð, Umf. Sindra, foreldrafélags grunnskólans, Félags eldri Hornfirðinga.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki erindisbréfið og leggur til að stýrihópurinn beri heitið lýðheilsuráð. Hópurinn sem unnið hefur að forvarnarmálum verður hluti af lýðheilsuráði.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
11. 202001010 - Verklagsreglur vegna ofbeldis eða óviðeigandi framkomu starfsmanna gagnvart börnum
Sveitarfélagið Hornafjörður leggur ríka áherslu á réttindi barna í stofnunum á vegum sveitarfélagsins. Verklagsreglur þessar er liður í þeirri viðleitni að tryggja rétt viðbrögð þeirra sem vinna með börnum þegar kvörtun eða tilkynning berst vegna óviðeigandi framkomu starfsmanns sveitarfélagsins gagnvart barni. Verklagsreglurnar ná til allra starfsmanna sveitarfélagsins sem starfa með eða hafa umsjón með börnum.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki verklagsreglur vegna ofbeldis eða óviðeigandi framkomu starfsmanna gagnvart börnum.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Viðbrögð við ofbeldi gagnvart börnum.pdf
12. 201911049 - Hitaveita
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að byggingaleyfisgjöld vegna breytingu á hitakerfum húsa (77.824 kr.) falli niður til 30. júní 2021.



Til máls tóku:
Matthildur Ásmundardóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
13. 202002068 - Nýtt götuheiti í Óslandi
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að nýtt götuheiti verði Sandeyri skv. gömlu örnefni á svæðinu.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Ósland - Sandeyri.pdf
14. 201709115 - Endurskoðun á ferðaþjónustukafla Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030
Megin markmið með endurskoðun á ferðaþjónustukafla aðalskipulagsins er að fara yfir skilmála um ferðaþjónustu með nýjar forsendur og viðmið í huga. Einnig er markmiðið að skilgreina hverskonar þjónustu og í hve ríku mæli á að heimila hana utan skilgreindra þjónustusvæða. Þar er bæði horft til uppbyggingar sem beint tengist ferðaþjónustu sem og annarrar þjónustu s.s. uppsetningu fjarskiptamastra, upplýsingagjöf og fleira.
Skipulagið var auglýst frá 19. desember til 3. febrúar síðastliðinn. Umsagnir hafa borist frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, HAUST og íbúum. Íbúafundur var haldinn um málið 5. mars síðastliðinn.
Í ljósi umsagna og athugasemda sem borist hafa við skipulagið leggur umhverfis- og skipulagsnefnd til að fallið verði frá því að heimila lítil gistiheimili í íbúðabyggð eins og auglýst tillaga gerði ráð fyrir. Til þess að koma til móts við rekstraraðila sem þegar eru með minna gistiheimili í rekstri á íbúðarsvæðum verði þó heimilt að endurnýja leyfi, til næstu 3 ára, fyrir gistiheimili sem nú þegar eru í rekstri að uppfylltum eftirfarandi skilmálum. Að þeim tíma liðnum verði ekki gert ráð fyrir gistiheimilum í íbúðabyggð umfram heimagistingu skv. 13. gr. Reglugerðar 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:
* Gert verði ráð fyrir 0,8 bílastæðum á hvert herbergi, innan lóðar.
* Settar verði upp greinilegar merkingar til að aðgreina gististaði frá íbúðarhúsnæði.
* Gistingin hafi nú þegar starfsleyfi frá HAUST og rekstrarleyfi frá sýslumanni.
* Leyfið sé bundið við þá fasteign og leyfishafa sem þegar hefur leyfi og það hlutfall húsnæðis sem reksturinn er í.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki breytingu á ferðaþjónustukafla aðalskipulags sveitarfélagsins skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123 með þeim breytingum sem bent er á í umsögn Skipulagsstofnunar og bæjarstjórn geri svör umhverfis- og skipulagsnefndar að sínum.


Til máls tóku:
Sæmundur Helgason.
Páll Róbert Matthíasson, sem síðan tók við fundarstjórn.

Til andsvars:
Ásgrímur Ingólfsson
Sæmundur Helgason og Ásgrímur kom til svara.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Sæmundur Helgason greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Bryndís Hólmarsdóttir sat hjá.
Aðalskipulagsbreyting_Endurskoðun_ferðamálakafla_.pdf
15. 201709489 - Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV
Skaftafell III og IV liggur sunnan við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði er í um 1.500 m fjarlægð. Skaftafell er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins og er í aðalskipulagi skilgreint sem einn af megin seglum ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar og íbúðar/starfsmannaíbúða og þjónustuhúsa, allt að 5.200 m² í landi Skaftafells III og IV til þess að auka þjónustu við þann fjölda ferðafólks sem kemur í Öræfin. Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs hefur fjallað um málið.
Í ljósi umsagna og athugasemda er lagt til að breytingin verði samþykkt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið eftir auglýsingu. Heimilt verði að byggja allt að 1400 m2, gætt verði að náttúrulegu plöntuvali og samráð verði haft við Vatnajökulsþjóðgarð við vinnslu deiliskipulags. Lagði til að bæjarstjórn geri svör umhverfis- og skipulagsnefndar að sínum og samþykki aðalskipulagsbreytinguna.


Máli frestað til næsta fundar.
16. 201709404 - Aðalskipulagsbreyting Svínhólar
Björgvin Sigurjónsson tók til máls. Megin markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að staðsetja nýtt verslunar-og þjónustusvæði og skógræktar- og landgræðslusvæði á Svínhólum. Svæðið er afmarkað á uppdrætti og nánari skilmálar eru settir í greinargerð. Veðurstofa hefur unnið staðbundið hættumat fyrir svæðið. Tillagan var kynnt á íbúafundum þann 29. júlí 2019 á Höfn og í Lóni.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu liggur fyrir og er fyrirhuguð framkvæmd ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og framkvæmdin því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Einnig er lagt til að óskað verði eftir leyfi ráðherra um að taka landið úr landbúnaðarnotum, sbr. 6. gr. jarðalaga.81/2004.
Lagði til að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með breytingum í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.



Forseti bar tillögurnar upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Uppdráttur með greinagerð.pdf
Umsögn frá Skipulagsstofnun.pdf
17. 201903014 - Deiliskipulag Svínhólar
Björgvin Sigurjónsson tók til máls. Nýtt 30 ha. svæði verður afmarkað á reitnum fyrir verslun og þjónustu. Á reitnum verður heimilt að byggja upp ferðaþjónustu með gistingu/hóteli sem hýst getur allt að 200 gesti. Einnig er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir starfsfólk í sér húsi og 20 heilsárshúsum, þar sem dvalið yrði aðeins hluta árs. Áform eru einnig uppi um skógrækt á jörðinni í samræmi við samning við Skógræktina um nytjaskógrækt. Skógræktar- og landgræðslusvæði verður afmarkað í stað landbúnaðarsvæðis, annað er norðan við hringveginn og hitt er í Össurárdal.
Á fundi skipulagsnefndar 6.3.2019 var samþykkt að tillagan verði kynnt og auglýst í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga samhliða vinnu við aðalskipulagsbreytingu
Lagði til að skipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða breytingu á aðalskipulagi.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Uppdráttur með greinagerð_jan2020.pdf
18. 202003002 - Byggingarleyfisumsókn: Víkurbraut 24 - breyting á innra skipulag
Björgvin Sigurjónsson tók til máls. Lagði til að bæjarstjórn heimili að vikið sé frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þar sem um óveruleg frávik er að ræða og ekki talið að hagsmunir nágranna skerðist hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
19. 202003004 - Landskipti: Skálafell 2
Björgvin Sigurjónsson tók til máls. Eigendur Skálafells 2 landeignarnúmer L160142 - Eyþór Ragnarsson kt. 281060-7599, Sigurbjörn Jóhann Karlsson kt. 290757-2099, Laufey Helgadóttir kt. 080658-3549 og Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kt. 191153-4569 óska eftir landskiptum úr jörðinni Skálafell 2 samkvæmt uppdrætti. Útskipt eru tvær landeignir - Skálafellssel landeignarnúmer L229403, 889.164,5m² að stærð og Skálafell 2a landeignarnúmer L210711, 1520m² að stærð.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki landskiptin með vísan í 13. gr. jarðarlaga nr. 81/2004 og með vísan í 48 gr. skipulagslaga. Samþykkt með sjö atkvæðum.


20. 202002067 - Landskipti:Holtsendi
Björgvin Sigurjónsson tók til máls. Eigandi Holtsenda landeignarnúmer L159493, Sigríður Eymundsdóttir kt. 221248-0079 óskar eftir landskipti úr landi Holtsenda samkvæmt uppdrætti. Útskipt er lóð Holtsendi 2, landeignarnúmer L159493 2.500m² að stærð, eigendur Helga G. Vignisdóttir kt. 080269-4209 og Borgar Antonsson kt. 120170-4069.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki landskiptin með vísan í 13. gr. jarðarlaga nr. 81/2004 og með vísan í 48 gr. skipulagslaga. Samþykkt með sjö atkvæðum.
21. 202002049 - Umsókn um lóð: Miðós 12
Umsókn Mikael ehf. um lóð að Miðósi 12, lögð fram, bæjarráð er jákvætt fyrir lóðarúthlutuninni.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki lóðarúthlutunina.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
22. 202002102 - Umsókn um lóð: Víkurbraut 25
Umsókn JEK ehf. um lóð að Víkurbraut 25, lögð fram, bæjarráð er jákvætt fyrir lóðarúthlutuninni.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki lóðarúthlutunina.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
23. 202003043 - Ósk um lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi
Erindi frá Erlu Þórhallsdóttur þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar það sem eftir er kjörtímabilsins 2018-2022 með vísan í 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Til máls tóku:
Sæmundur Helgason.
Ásgerður K. Gylfadóttir.

Forseti bar ósk Erlu Þórhallsdóttur upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins B- lista Kristján S. Guðnason tekur sæti sem bæjarfulltrúi og Steinþór Jóhannsson verður fjórði varabæjarfulltrúi B- lista. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
24. 202003055 - Kosning varaforseta bæjarstjórnar
Forseti bar upp eftirfarandi tillögu.
Ásgerður K. Gylfadóttir verður 1. varaforseti bæjarstjórnar í stað Erlu Þórhallsdóttur.
Tillagan var samþykkt með sjö atkvæðum.
25. 201806011 - Kosning í bæjarráð
Björgvin Óskar Sigurjónsson verður aðalmaður í stað Erlu Þórhallsdóttur og Björgvin verður varaformaður bæjarráðs B- lista og varamaður í hans stað verður Kristján S. Guðnason B- lista.
Forseti bar tillöguna upp til samþykktar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
26. 201806009 - Kosningar í nefndir 2018-2022
Almannavarnarnefnd
Kristján S. Guðnason B- lista verður varamaður í stað Finns S. Torfasonar. Finnur verður aðalmaður í Almannavarnarnefnd fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd
Björgvin Hlíðar Erlendsson D- lista verður aðalmaður í Umhverfis- og skipulagsnefnd í stað Jörgínu Jónsdóttur.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fulltrúar á aðalfund SASS Sambands sunnlenskra Sveitarfélaga.
Björgvin Ó. Sigurjónsson B. lista verður aðalfulltrúi í stað Erlu Þórhallsdóttur til vara kemur inn Steinþór Jóhannsson sem verður síðasti varamaður.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
27. 202003059 - Fjarfundir bæjarstjónar, nefnda, ráða og stjórna
Tillaga um að bæjarstjórn, nefndum, ráðum og stjórnum sveitarfélagsins verði heimilt að halda fjarfundi tímabundið með vísan til VI bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2010.

Forseti lagði fram tillögu um að bæjarstjórn heimili að fundir bæjarstjórnar, nefnda, ráða og stjórna sveitarfélagsins verði haldnir í fjarfundi tímabundið, samkvæmt VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga nr.138/2011. Bæjarstjórnarfundir verði teknir upp og gerðir aðgengilegir á netinu í kjölfar fundanna.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138 frá 2011 samþykkt á alþingi 17. mars 2020.pdf
28. 202001030 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri greindi frá störfum sínum sl. mánuð.
Skýrsla bæjarstjóra 19.3.2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta