Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 945

Haldinn í ráðhúsi,
12.05.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Björgvin Óskar Sigurjónsson, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Bryndís Bjarnarson, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Bryndísi Bjarnarson, 
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri sat fundinn undir liðum 1-4.


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2005001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 12
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
2. 202005022 - Byggingar óskráðar í fasteignaskrá
Vísað til áframhaldandi vinnu starfsmanna.
3. 202003045 - Urðunarstaður: Grænt bókhald 2019
Starfsmenn sveitarfélagsins og KPMG hafa tekið saman grænt bókhald fyrir urðunarstaðinn Firði í Lóni. Samtals voru urðuð 2.566 tonn af úrgangi á urðunarstaðnum í Lóni árið 2019. Úrgangurinn er frá fyrirtækjum og heimilum. Djúpavogshreppur hefur urðað úrgang í Lóni en samstarfssamningur rann út í janúar 2020. Magn úrgangs til urðunar minnkaði um 1000 tonn frá árinu 2018, helstu áhrifaþættir fyrir minnkun úrgangs eru að lífrænn úrgangur frá sláturhúsi og fiskvinnslu dróst verulega saman.
Bæjarráð samþykkir að vísa Græna bókhaldinu til afgreiðslu og undirritunar í bæjarstjórn.
4. 202002099 - Staða á atvinnumarkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020
Hlutfall atvinnuleitenda og þeirra sem eru á hlutabótaleiðinni í Sveitarfélaginu Hornafirði er 26.6%, í apríl er það með því hæsta sem mælist á landinu öllu. Áætlað er að atvinnuleysi muni mælast 22% í maí.
Atvinnuleysi er af áður óþekktu hlutfalli í sveitarfélaginu. Unnið er að skipulagi sumarstarfa í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnar. Forsöðumenn eru einnig með í skoðun að ráða til sín starfsmenn í samstarfi við Vinnumálastofnun.
5. 202003064 - Aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
Bæjarstjóri upplýsti að starfsmenn sveitarfélagsins munu funda með Ríki Vatnajökuls og ferðaþjónustuaðilum 18. maí um kynningarmál og framtíð ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
6. 202003021 - Sóttvarnir: COVID-2019
Engar breytingar eru í sveitarfélaginu.
Samfelagssattmali-Almannavarnir.pdf
7. 202001084 - Vinnuskóli 2020
66 umsóknir hafa borist í vinnuskólann.
Vísað til nánari vinnu starfsmanna og afgreiðslu næsta fundar.
8. 202005024 - Lántaka 2020
Matthildur greindi frá undirbúningi við lánsumsókn.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9. 202001015 - Skipurit 2020
Tillaga að nýju skipuriti lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir að fækka kjarnasviðum úr fimm í þrjú og færa málaflokk heilbrigðisþjónustu undir hatt velferðarsviðs.
Fjármála- og stjórnsýslusvið verður áfram stoðsvið við kjarnasviðin.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að skipuriti sveitarfélagsins og leggur til útfærslu á samþykktum sveitarfélagsins er varðar sjálfstæði hafnastjórnar.
Vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
10. 202005028 - Staða Gjafa- og minningarsjóðs Skjólgarðs 2020
Gjafa- og minningarsjóður hefur verið starfandi frá árinu 1996 og hefur safnað fjármunum með sölu minningarkorta og með öðru gjafafé til að fjármagna ýmsar gjafir til heilbrigðis- og öldrunarmála í sveitarfélaginu. Sjóðurinn starfar samkvæmt skipulagsskrá sem var samþykkt árið 2015.
Bæjarstjóra falið að gera þær lagfæringar sem þarf á rekstri sjóðsins.
11. 202005021 - Umsögn við frumvarpi til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir
Bæjarráð fagnar framkomu frumvarpi og hvetur til þess að það verði afgreitt sem fyrst og hringvegurinn um Hornafjarðarfljót verði boðinn út.
12. 201809065 - Málefni sláturhúss á Höfn
Umræður um framtíð sláturhússins og hvort sveitarfélagið geti nýtt húsið undir sína starfsemi.
Vísað til umræðu í bæjarstjórn og vinnu starfsmanna.
13. 202002070 - Fundargerðir HAUST 2020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
155. fundargerð Heilbrigðisnefnd Austurlands.pdf
14. 202001081 - Fundargerðir stjórnar Nýheima þekkingarseturs
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
114.fundur 6.5.2020.pdf
15. 202005019 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Aðalfundur 26.maí 2020
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta