Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 59

Haldinn í ráðhúsi,
27.05.2020 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson formaður,
Kolbrún Reynisdóttir varaformaður,
Sverrir Þórhallsson aðalmaður,
Jón Áki Bjarnason aðalmaður,
Björk Pálsdóttir 2. varamaður,
Guðrún Dadda Ásmundardóttir .
Fundargerð ritaði: Guðrún Dadda Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202005092 - Ársreikningur HSU Hornafirði 2019
Drög að ársreikningi HSU Hornafirði kynnt.

Samkvæmt drögum að ársreikningi HSU Hornafirði fyrir árið 2019 er tap stofnunarinnar 45,7 milljónir króna. Eigið fé stofnunarinnar var í árslok neikvætt um 36,7 milljónir króna. Ljóst er að rekstur með sömu forsendum gengur ekki og mun leiða til greiðsluþrots stofnunarinnar. Einnig er ljóst, að fara þurfi í frekari aðgerðir til þess að minnka halla yfirstandandi rekstrarárs og treysta rekstrargrundvöll. Nefndin leggur til að samnningnum á milli Sjúkratrygginga Íslands og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um rekstur hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrýma verði sagt upp í heild sinni komi ekki til hækkunar á gjaldskrá samningsins. Nefndin vísar ársreikningi til umfjöllunar í bæjarráði og frestar afgreiðslu hans til næsta fundar.
2. 202001015 - Skipurit 2020
Bæjarstjórn vísaði skipuritinu til umsagnar í fastanefndum sveitarfélagsins.

Bæjarstjóri kynnti tillögu að nýju skipuriti sveitarfélagsins. Nefndin gerir engar athugasemdir við skipuritið.
3. 201909059 - Fjárhagsáætlun HSU Hornafirði 2020
Drög að fjárhagsáætlun HSU Hornafirði fyrir 2020 kynnt.

Drög að fjárhagsáætlun HSU Hornafirði fyrir 2020 kynnt. Yfirvofandi rekstrarhalli er mikill og því getur nefndin ekki samþykkt fjárhagsáætlunina.
Ljóst er að rekstur með fyrirliggjandi forsendum gengur ekki og mun leiða til greiðsluþrots stofnunarinnar. Einnig er ljóst, að fara þurfi í frekari aðgerðir til þess að minnka halla yfirstandandi rekstrarárs og treysta rekstrargrundvöll. Nefndin leggur til að samnningnum á milli Sjúkratrygginga Íslands og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um rekstur hjúkrunar-, dvalar-og dagdvalarrýma verði sagt upp í heild sinni komi ekki til hækkunar á gjaldskrá samningsins. Nefndin vísar fjárhagsáætlun til umfjöllunar í bæjarráði og frestar afgreiðslu hennar til næsta fundar.
4. 202004068 - Rekstrarstaða Skjólgarðs
Rekstrarstaða HSU Hornafirði fyrstu fjóra mánuði 2020 kynnt.

Frestað til næsta fundar þar sem tekjuliðir fyrir apríl eru ekki komnir inn í rekstrarstöðuna. Halli er að minnsta kosti samsvarandi og fyrstu fjóra mánuði ársins 2019.
5. 201907087 - Samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði
Samningurinn á milli HSU og Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur tekið gildi. Farið yfir stöðu heimahjúkrunar og sjúkrarýma eftir gildistöku samningsins.

Framkvæmdastjóri kynnti samning HSU og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Nefndin fagnar því að samningurinn er í höfn með von um að samstarfið verði gott.
6. 202005073 - Umsókn um fjölgun dagdvalarrými Skjólgarðs
Umsókn um fjölgun dagdvalarrýma kynnt.

Nefndin samþykkir að sækja um fjölgun dagdvalarrýma sem yrðu skilgreind sem sveigjanleg dagdvalarrými sem eykur þjónustuna við eldri borgara og styrkir jafnframt rekstur stofnunarinnar.
7. 202005072 - Umsókn um að breyta dvalarrýmum í hjúkrunarrými
Umsókn um að breyta dvalarrýmum í hjúkrunarrými kynnt.
8. 202005093 - Hagræðingaraðgerðir vegna rekstrarhalla HSU Hornafirði.
Framkvæmdastjóri kynnir fyrsta áfanga hagræðingaraðgerða Skjólgarðs.

Framkvæmdastjóri kynnti fyrstu skref hagræðingaraðgerða vegna rekstrarhalla HSU Hornafirði. Nefndin er samþykkt aðgerðunum og leggur til að framkvæmdastjóri leiti frekari leiða til að koma rekstrinum í rekstrarhæft form.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta