Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 947

Haldinn í ráðhúsi,
26.05.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, 


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2004012F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 68
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri sat fundinn undir liðum 1-3 og 11
Almenn mál
2. 202005020 - Grunnskóli Hornafjarðar: Erindi vegna iPadvæðingar
Fræðslu- og tómstundanefnd styður markmið skólans um áframhaldandi þróun á kennslu og verkefnavinnu í iPad og leggur til að skólinn fái fjármagn til tækjakaupa.

Fræðslustjóra falið að vinna áfram að málinu.
3. 201903067 - Grunnskóli Hornafjarðar: Húsnæði Kátakots
Í þjónustuhópi Kátakots verða samtals 108 börn næsta skólaár. Í 1. og 2. bekk verða þau 65 og 43 börn 3. og 4. bekk en leikrými í Kátakoti er um 90 fermetrar.

Fræðslustjóra falið að vinna áfram að málinu.
4. 202003078 - Staða sveitarsjóðs 2020
Fjármálastjóri fór yfir stöðu sveitarsjóðs og möguleg fjárhagslég áhrif Covid-19.
Ekki er merkjanleg breyting á tekjustreymi enn sem komið er í rekstri sveitarfélagsins vegna áhrifa Covid-19, miðað við stöðuna fyrstu fjóra mánuði ársins.
Möguleg fjárhagsleg áhrif v. Covid19.pdf
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri
5. 201808036 - Umsókn um lóðir D, E og F í Útbæ á Höfn
Erindi frá Marina Travel, þar sem óskað er eftir að fyrirtækið fái frest til að hefja framkvæmdir á lóðum d,e og f.

Bæjarráð samþykkir að veita Marina Travel frest til 31. desember.
6. 201809065 - Málefni sláturhúss á Höfn
Gögn lögð fram til kynningar.
7. 202005067 - Fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19
Erindi dags. 14. maí frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem minnt er á að sveitarfélög hafi rúmar heimildir til þess að ákveða að fylgja ekki viðmiðum sem jafnvægisreglan og regla um skuldahlutfall fela í sér.

Lagt fram til kynningar.
EFS bréf til sveitarstjórna maí 2020.pdf
8. 202003021 - Sóttvarnir: COVID-2019
Neyðarstigi og aflétting samkomutakmarka er aflétt.
Frá og með 25. maí mega 200 manns koma saman og tveggja metra fjarlægða reglunni er aflétt. Þeir sem kjósa mega viðhalda tveggja metra reglunni.
9. 202003064 - Aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
Erindi frá stjórn Ferðamálafélags Austur Skaftafellssýslu lagt fram.

Bæjarstjóra falið að svara erindi FASK.
10. 202005048 - Markaðs- og kynningarmál í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020
Atvinnu- og ferðamálafulltrúi vann í samstarfi við Ríki Vatnajökuls ehf. og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu að tillögum um áherslur vegna markaðsátaks fyrir ferðasumarið 2020. Óskað var eftir tilboðum frá tveimur auglýsingastofum í kjölfarið.

Bæjarráð samþykkir tillögur atvinnu- og ferðamálafulltrúa og felur henni að halda áfram með vinnu að markaðs- og kynningarmálum fyrir sveitarfélagið.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi
11. 202005075 - Tilnefning í stjórn StarfA
Sveitarfélagið Hornafjörður var einn af stofnaðilum Starfsendurhæfingar Austurlands.



Fræðslustjóri gerði grein fyrir aðafundi stjórn StarfA.
Stofnaðilar StarfA.pdf
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta