Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 69

Haldinn í ráðhúsi,
24.06.2020 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Íris Heiður Jóhannsdóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Nejra Mesetovic aðalmaður,
Þóra Björg Gísladóttir aðalmaður,
Claudia Maria Hildeblom 1. varamaður,
Ragnhildur Jónsdóttir .
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
11. 2004013F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 53
Fundargerð ungmennaráðs lögð fram.
Almenn mál
1. 201908005 - Þrykkjan 2019-2020
Ingólfur fór yfir starfsemi Þrykkjunnar þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, en hann lætur af störfum seinna í sumar. Verið er að ganga frá ráðningu nýs forstöðumanns. Karkyns starfsmann vantar í 30% stöðu.
Ársskýrsla forstöðumanns Þrykkjunnar.pdf
 
Gestir
Ingólfur Waage forstöðumaður Þrykkjunnar
2. 202006041 - Skýrsla tómstundafulltrúa 2020
Herdís kynnti ársskýrslu tómstundafulltrúa, þar sem m.a. er farið yfir starf ungmennaráðs, vinnuskólans og heilsueflandi samfélags.
Ársskýrsla tómstundafulltrúa 2019-2020.pdf
 
Gestir
Herdís I. Waage tómstundafulltrúi
3. 201810035 - Móðurmálskennsla barna af erlendum uppruna
Bartosz fór yfir framkvæmd kennslunnar í vetur þar sem fram kom m.a. að 13 nemendur byrjuðu í náminu; 7 á eldra stigi og 6 yngra á stigi. Eftir áramót var fjöldinn kominn niður í 10 og eftir Covid 19 voru það 2-3 nemendur í hvorum hópi sem sóttu kennsluna. Fram komu upplýsingar um að grunnskólanemendur á unglingastigi geta nú aftur stundað nám í móðurmáli sínu í fjarnámi. Fræðslu- og tómstundanefnd felur fræðslustjóra að kanna áhuga foreldra og barna í yngri hópnum á árframhaldandi móðurmálskennslu ennfremur að kanna með styrki t.d. hjá pólska sendiráðinu.
 
Gestir
Bartosz Skrzypkowski
4. 201903067 - Grunnskóli Hornafjarðar: Húsnæði Kátakots
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri, sat fundinn undir liðum 4 til 8. Kristín Hermannsdóttir fulltrúi foreldra var í síma.

Fulltrúar fræðslu- og tómstundanefndar og bæjarráðs ásamt starfsfólki úr stjórnsýslunni hafa skoðað húsnæðisvalkosti til að auka við húsnæði Kátakots. Bæjarráð hefur fjallað um málið og ákveðið að breyta hluta rýmis í kjallara Vöruhúss og aðlaga það starfsemi Kátakots. Bókun bæjarráðs frá 16.06.lögð fram til kynningar. Fræðslu- og tómstundanefnd leggur til að skoðað verði að gera Svalbarðið að vistgötu, það hefur m.a. í för með sér að gangandi vegfarendur hafa forgang og draga úr umferðarhraða. Nefndin leggur áherslu á að fjölga leiktækjum á skólalóðinni í samráði við skólastjórnendur.
Bæjarráð Hornafjarðar - 950 (16.6.2020) - Grunnskóli Hornafjarðar: Húsnæði Kátakots.pdf
5. 202006056 - Nemendakönnun í 1.-5. bekk
Kannað var 1. ánægja af lestri, 2. ánægja með skólann og 3. vellíðan í skólanum. Fræðslu- og tómstundanefnd fór yfir niðurstöður könnunarinnar. Þegar niðurstöður fyrir 1. - 5. bekk eru teknar saman í eina heild eru þær marktækt yfir landsmeðaltali. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu skólans á vefslóðinni https://gs.hornafjordur.is/media/annad/1.-5.-bekkur-2018.pdf.
Nemendakönnun 2019-2020, 1.-5.bekk.pdf
6. 202006055 - Nemendakönnun í 6.-10. bekk
Kannað var 1. virkni nemenda, 2. líðan og heilsa og 3. skóla- og bekkjarandi. Fræðslu- og tómstundanefnd fór yfir niðurstöður könnunarinnar sem eru á heildina litið jákvæðar fyrir skólann. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu skólans á vefslóðinni https://gs.hornafjordur.is/media/annad/1.-5.-bekkur-2018.pdf.
Nemendakönnun 2019-2020, 6.-10.bekk.pdf
7. 202006049 - Farsímanotkun nemenda í grunnskólum
Rætt var um efni innsends erindis þar sem hvatt er til umræðu um kosti og galla þess að nemendur komi með eigin síma og snjalltæki í skólann. Farið var yfir reglur GH um notkun snjalltækja og viðhorfskönnun meðal nemenda, kennara og starfsfólks skólanna í Fjarðabyggð um bann við notkun snjalltækja í grunnskólum. Fræðslu- og tómstundanefnd vísar málinu til umræðu í skólaráði GH og hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Nefndin óskar eftir áliti þeirra um hvernig best sé að haga notkun síma og snjalltækja í skólanum.
Reglur um notkun snjallsíma undirritaðar.pdf
Niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal nemenda, starf.pdf
Reglur um notkun snjalltækja í GH.pdf
8. 202006051 - Hreyfing á vinnutíma
Hreyfing á vinnutíma hefur verið valkostur starfsmanna skólans í tvö skólaár sem liður í heilsueflingu starfsmanna.

Fram kom í máli skólastjóra að hreyfistundirnar voru vel nýttar fram að Covid faraldrinum. Ekki náðist að taka saman yfirlit yfir nýtinguna fyrir fundinn en skólastjóri vill halda áfram að þróa hreyfistund á vinnutíma. Fræðslu- og tómstundanefnd styður skólastjóra til þess.
9. 202006040 - Ársskýrsla Vöruhúss og Fab Lab
Vilhjálmur kynnti ársskýrslu Vöruhúss og Fab Lab. Stærsta og tímafrekasta verkefnið var að taka þátt í Verksmiðjunni, hönnunarkeppni á vegum RÚV þar sem Aron Freyr Borgarsson í 8. bekk komst í úrslit fyrir "eltivekjarann" sinn.
Vilhjálmur hvetur kennara skólanna til að sækja sér þekkingu sem Fab Lab Hornafjarðar býður upp á og æfa sig í að nýta Fab Lab meira í kennslu. Verktakar hafa hafist handa um síðasta áfanga endurbóta á Vöruhúsinu, í bili, og áætlað er að þeim ljúki í kringum skólabyrjun í haust.
Skýrsla um Fab Lab Höfn 2019.pdf
 
Gestir
Vilhjálmur Magnússon forstöðumaður Vöruhúss
10. 201911065 - Barnvænt sveitarfélag: Innleiðing barnasáttmála SÞ
Þann 19. júní s.l. undirritaði bæjarstjóri ásamt félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóra UNICEF samkomulag um þátttöku Sveitarfélagsins Hornafjarðar í verkefninu Barnvæn sveitarfélög, en verkefnið hefur það markmið að innleiða barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Samkomulagið lagt fram til kynningar. Fræðslu- og tómstundanefnd fagnar þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
Samkomulag UNICEF og Hornafjarðar.pdf
12. 202006054 - Ársskýrsla fræðslustjóra
Ragnhildur kynnti skýrslu fræðslustjóra.
Ársskýrsla fræðslustjóra 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta