Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 228

Haldinn í ráðhúsi,
22.06.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Reynir Arnarson formaður,
Arna Ósk Harðardóttir varaformaður,
Sigurður Ægir Birgisson aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Sigurður Einar Sigurðsson 1. varamaður,
Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, Hafnarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 202003067 - Fundargerðir Hafnasambands
Lagt fram til kynningar.
stjórn Hafnasambands Íslands - 424.pdf
stjórn Hafnasambands Íslands - 423.pdf
Almenn mál
2. 201812073 - Viðhaldsdýpkun 2019
Viðhaldsdýpkun stendur yfir en dæla á 46.000 m³ að þessu sinni. Dýpkunarframkvæmdum mun ljúka í þessari viku.
Frá árinu 2004 hefur að meðaltali verið dýpkað um 29.387 m³ á ári innan hafnar.
Einnig var borin saman dýptarmælingin frá desember 2017 við mælingu gerða í apríl 2020, samkvæmt þeim hefur borist inn í höfnina 67.000 m³ á 874 dögum sem gera um 77 m³ á dag eða um 28.100 m³ á ári. Óska þarf eftir auknu magni til dælingar á samgönguáætlun eða 30.000 m³, starfsmönnum falið að fylgja því eftir.
3. 201911074 - Framkvæmdaleyfi - Varnargarður út í Einholtskletta
Vinna við varnargarð er hafin. Framkvæmdin gengur samkvæmt áætlun.
4. 202006052 - Fjárhagsstaða hafnarsjóðs 2020
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta