Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 951

Haldinn í ráðhúsi,
30.06.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri, Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2006009F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 228
Fundargerð samþykkt.
2. 2006006F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 69
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
3. 2006005F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 60
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs
Fundargerðir til kynningar
19. 202002010 - Fundargerð: stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerðirnar má nálgast á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 885.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 884.pdf
20. 202002070 - Fundargerðir HAUST 2020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
156. fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands.pdf
Almenn mál
4. 201805104 - Stefna Ice Lagoon ehf: Athafnir sveitarfélagsins 2010 til 2017
Björgvin Sigurjónsson vék af fundi undir þessum lið Kristján Guðnason sat fundinn í hans stað.
Bryndís Hólmarsdóttir sat fundinn undir þessum lið.


Árni Helgason lögfræðingur fór yfir feril málsins og dóm héraðsdóms Austurlands.
Bæjarráð samþykkir að áfrýja dómnum.
5. 202005092 - Ársreikningur HSU Hornafirði 2019
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd samþykkir ársreikning HSU Hornafirði fyrir árið 2019.


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ársreikning HSU á Hornafirði fyrir árið 2019, og áskilur sér rétt til að sækja taprekstur til ríkisins sem á að fjármagna þjónustuna.*
6. 201909059 - Fjárhagsáætlun HSU Hornafirði 2020
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd samþykkti að fjárhagsáætlun verði starfsáætlun og vísaði henni til umræðu í bæjarráði.

Lagt fram til kynningar.
7. 202004070 - Nafn heilbrigðisstofnunarinnar
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd samþykkti samhljóma að nafn stofnunarinnar skuli vera Skjólgarður.

Bæjarráð samþykkir að nafn stofnunarinnar verði Skjólgarður.*
Merki Skjólgarðs.pdf
8. 202005028 - Gjafa- og minningarsjóður Skjólgarðs 2020
Bæjarráð samþykkir stofnskrá og skipulagsskrá fyrir Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs* og felur bæjarstjóra að skrifa undir skrárnar. Starfsmönnum falið að sækja um nýja kennitölu fyrir sjóðinn.
Skipulagsskrá 2020.pdf
Stofnskrá 2020.pdf
9. 202006067 - Tannlæknaþjónusta í nýju Hjúkrunarheimili
Erindi frá Félagi eldri Hornfirðinga þar sem kemur fram ályktun félagsins frá aðalfundi þess þann 6. júní.
Félagið bendir á mikilvægi þess að lágmarks tannlæknaþjónusta verði til staðar í nýju hjúkrunarheimili.


Bæjarráð þakkar Félagi eldri Hornfirðinga fyrir ábendinguna, starfsmönnum falið að svara erindinu.
Ósk um lágmarks tannlæknaþjónustu.pdf
10. 201911065 - Barnvænt sveitarfélag: Innleiðing barnasáttmála SÞ
Þann 19. júní s.l. undirritaði bæjarstjóri ásamt félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóra UNICEF samkomulag um þátttöku Sveitarfélagsins Hornafjarðar í verkefninu Barnvæn sveitarfélög, en verkefnið hefur það markmið að innleiða barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
Sáttmálinn felst í því að sveitarfélagið innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna samkvæmt hugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga sem UNICEF hefur þróað. Framkvæmd verkefnisins er í höndum sveitarfélagsins með reglulegum og vel tilgreindum stuðningi Félagsmálaráðuneytis og UNICEF í formi fræðslu og ráðgjafar.


Lagt fram til kynningar.
Starfsmönnum falið að vinna að innleiðingaráætlun fyrir árið 2020.
Samkomulag milli UNICEF og Hornafjarðar.pdf
11. 202003078 - Staða sveitarsjóðs 2020
Fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðu útsvarstekna og breytingum á Jöfnunarsjóðsframlögum.

Lagt fram.
12. 202006080 - Landskipti: Grænahraun
Erindi frá Jónu Benný Kristjánsdóttir dags. 24. júní þar sem hún óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á landskiptum á jörðinni Grænahraun í umboði eigenda jarðarinnar. Landskiptin eru á vegna skiptingar jarðarinnar Grænahraun 3 landnúmer 224832 stærð 11.942 m2 úr landi Grænahrauns landnúmer 159481 stærð óskráð, skv, meðfylgjandi uppdrætti. Eigendur eru Valþór Ingólfsson kt. 191250-4439 og Valdimar Ingólfsson 111066-3619.

Bæjarráð samþykkir landskiptin.*
13. 202006068 - Álagningaprósenta verði lækkuð á milli ára
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 16. júní þar sem beiðni frá sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskatt álagningar árið 2021, hann hvetur sveitarfélög til að hækka ekki fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði umfram verðlagsbreytinga.

Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.pdf
14. 202006079 - Samráðsteymi sveitarfélaga vegna efnahagsáhrifa í kjölfar Covid-19.
Minnisblað frá Byggðarstofnun dags. 12. maí um áhrif hruns ferðaþjónustunnar vegna Covid -19 á sveitarfélögin lagt fram.
Þar kemur fram mikilvægi þess að rýna hvernig margvíslegar mótvægisaðgerðir stjórnvalda nýtast sveitarfélögunum og byggðalögum, svo sem á sviði vinnumarkaðsaðgerða, menntunar og atvinnumála. Samhliða er rétt að rýna hvernig þær ráðstafanir sem sveitarfélögin sjálf hafa gripið til nýtast til verndar og viðspyrnu fyrir íbúa og atvinnulíf svæðisins.
Í minnisblaðinu kemur fram að gistinætur í Sveitarfélaginu Hornafirði árið 2019 eru langflestar miðað við sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins eða 465.404 af 8.406.291.


Lagt fram til kynningar og umræðu.
Covid19 minnisblad.pdf
Aðgerðir stjórnvalda v.Covid_2.pdf
15. 202006064 - Kynning á auglýsingaherferð
Erindi frá Marina Travel þar sem boðið er upp á kynningar erlendis fyrir sveitarfélagið og ferðaþjónustuna.

Bæjarráð hafnar erindinu og bendir málsaðila á svæðissamtökin Ríki Vatnajökuls.
16. 202006066 - Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem auglýst er eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaráætlunar fyrir árin 2018-2024 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.10 Almenningssamgöngur um land allt. Markmið er að styðja við þróun almenningssamgangna, sérstaklega út frá byggðarlegum sjónarmiðum.

Starfsmönnum falið að skoða möguleika á umsókn í tengslum við akstur í dreifbýli sem er á vegum sveitarfélagsins.
Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna.pdf
17. 201911089 - Kerfisáætlun Landsnet 2020-2029
Kerfisáætlun 2020-2029, ásamt framkvæmdaáætlun 2021-2023 og umhverfisskýrslu eru í opnu umsagnarferli sem stendur til 31. júlí 2020.

Lagt fram til kynningar.
Kerfisáætlun.pdf
18. 202006043 - Umsögn um útgáfu leyfa: Vesturhús ehf
Erindi frá Sýslumanni dags. 12. júní 2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir Hof Vesturhús til sölu gistingar í flokki II, gistiskáli.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
21. 202001081 - Fundargerðir stjórnar Nýheima þekkingarseturs
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
115. fundur 3.6.2020.pdf
*skv. 32. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur fram að, "meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella" og fer með fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar skv. 275 fundi bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til baka Prenta