Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 277

Haldinn í ráðhúsi,
10.09.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir 1. varaforseti,
Ásgrímur Ingólfsson Forseti,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Jón Áki Bjarnason 2. varamaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2008008F - Bæjarráð Hornafjarðar - 956
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 2008013F - Bæjarráð Hornafjarðar - 957
Ásgerður K. Gylfadóttir tók til máls undir lið nr. 11 aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og lið nr. 2 atvinnu- og menningarmálanefnd markaðs og kynningarmál.
Sæmundur Helgason tók til máls undir lið nr. 1 heilbrigðis- og öldrunarnefnd, lið nr. 3 atvinnu- og menningarmálanefnd, staða á atvinnumarkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020 og lið nr. 5 opnunartími íþróttahúss.
Til andsvars Matthildur Ásmundardóttir.
Til andsvars Ásgerður K. Gylfadóttir.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 2009002F - Bæjarráð Hornafjarðar - 958
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 2008006F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 276
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
5. 202009025 - Flugvellir á Suðurlandi
Bæjarstjóri tók til máls og lagði fram eftirfarandi ályktun, "Undanfarin ár hafa orðið alvarleg bílslys í Sveitarfélaginu Hornafirði og Skaftárhreppi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fjöldi ferðamanna sem heimsækja t.a.m. Skaftafell og Jökulsárlón voru um 850 þúsund árið 2019. Nýlega fór smárúta út af veginum á Skeiðarársandi með unglingsstrákum á vegum Ungmennafélagsins Sindra. Sem betur fer slösuðust þeir minna en á horfðist og eru drengirnir á batavegi. Að slysinu komu fjölmargir viðbragðsaðilar og heilbrigðisstarfsfólk og voru drengirnir allir fluttir á Landspítalann til aðhlynningar með þyrlu en sjúkravél gat ekki lent í Öræfum þar sem vellirnir þar eru ekki með bundnu slitlagi. Í Öræfunum eru tveir flugvellir; í Skaftafelli og á Fagurhólsmýri. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar leggur áherslu á að tryggja þarf öryggi á svæðinu með viðunandi hætti og beinir því til alþingismanna, ráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og ISAVIA að láta meta kostnað þess að byggja upp aðra hvora flugbrautina í Öræfum og jafnframt að leggja mat á hvor þeirra henti betur til lendinga að teknu tilliti til öryggissjónarmiða. Það er nauðsynlegt að hafa flugvöll sem getur þjónað neyðar- og sjúkraþjónustu á þessu fjölsótta og víðfeðma landsvæði."
Bæjarstjórn vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að björgun drengjanna og senda drengjunum jafnframt batakveðjur.
Til máls tóku Ásgerður K. Gylfadóttir og Björgvin Óskar Sigurjónsson.
Forseti bar ályktunina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
6. 202003059 - Fjarfundir bæjarstjórnar nefnda, ráða og stjórna
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki, að á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins verði nýttur fjarfundarbúnaður ef nauðsyn ber til. Fundargerðir verði staðfestar í gegnum tölvupóst eftir fundina. Ákvörðun þessi gildir afturvirkt frá og með 25. ágúst til 10. nóvember skv. ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
B_nr_780_2020.pdf
7. 202006071 - Erindisbréf Ungmennaráðs 2020
Helstu breytingar eru á framkvæmd kosninga í ungmennaráðið, framvegis verður ungmennaþing annað hvert ár en boðað til kosninga með öðrum hætti þau ár sem ekki eru haldin ungmennaþing.

Ásgerður K. Gylfadóttir tók til máls undir þessum lið.
Forseti bar erindisbréfið upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Erindisbréf ungmennaráðs 2020.pdf
8. 202009035 - Aðalskipulagsbreyting - Þjóðvegur 1 í Öræfum
Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi í Öræfum fyrir breytingu á veglagningu Þjóðvegar 1.

Til máls tóku Sæmundur Helgason og Jón Áki Bjarnason.
Til andsvars Matthildur Ásmundardóttir.
Forseti óskaði eftir að bæjarstjórn samþykki að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi í Öræfum fyrir Þjóðveg 1.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 202008104 - Breyting á aðalskipulagi - Hafnarnes
Forseti greindi frá ósk um óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar fyrir deiliskipulag Hafnarness. Gert er ráð fyrir að verslunar- og þjónustusvæði verði stækkað þannig að verslunar- og þjónustusvæði rými þá þjónustu sem gert er ráð fyrir og verði 0,3 ha.
Tillagan felur sér óverulegar breytingar á notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins.


Lagði til að bæjarstjórn samþykki óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
10. 201903015 - Deiliskipulag Hafnarnes
Breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagstillögunni í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Byggingarreitir hafa verið afmarkaðir og grein gerð fyrir fjölda bílastæða.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna að nýju með áorðnum breytingum skv. 42. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Hafnarnes sept2020.pdf
Svar frá Skipulagsstofnun.pdf
Teikning_skýringarmynd.pdf
11. 202008110 - Fyrirspurn til Skipulagsstjóra: Aðalból í Lóni: Tækjageymsla
Ásgrímur Ingólfsson vék af fundi undir þessum lið.
Ásgerður K. Gylfadóttir tók við fundarstjórn undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki að fallið verði frá grenndarkynningu vegna byggingar tækjageymslu við Aðalból í Lóni þar sem ekkert deiliskipulag er til af svæðinu og hefur staðsetning hússins engin áhrif á hagsmuni annarra en umsækjanda skv. 44. gr. skipulagslaga.


Forseti bar upp tillögu að bæjarstjórn samþykki staðsetningu tækjageymslu án deiliskipulags og að fallið verði frá grenndarkynningu.
Samþykkt með sex atkvæðum.
12. 202008100 - Tilkynning um framkvæmd: 7,6fm rafstöðvarhús í Hestgerði
Erindi frá Orkufjarskiptum þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp nýjar varaaflstöðvar, stækka núverandi rafstöðvar, tengja við rafstöðvar annarra og setja upp möstur m.a. við Hestgerði undir Borgarhafnarfjalli.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að heimila byggingu á rafstöðvarhúsi með fyrirvara um að landeigandi gefi leyfi fyrir því. Byggingin verði heimiluð án deiliskipulagsgerðar þar sem hún hefur ekki áhrif á hagsmuni annarra og verði því fallið frá grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
100 Aðalteikning rafstöðvarhús A3 áritað.pdf
Erindi vegna vararafstöðvar við Borgarhafnarfjall.pdf
13. 202008106 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Lónsheiði
Umsókn frá Orkufjarskiptum dags. 26. ágúst þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara yfir Lónsheiði.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara yfir Lónsheiði skv. fyrirliggjandi uppdrætti. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030. Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu, ekki þarf að grenndarkynna framkvæmdaleyfið skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda og umsagnir frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Fiskistofu og Minjastofnun.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
14. 202001030 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri gerði grein fyrir störfum sínum sl. mánuð.
Skýrsla bæjarstjóra 10. september 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til baka Prenta