Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 18

Haldinn í ráðhúsi,
24.09.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kristján Sigurður Guðnason formaður,
Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir varaformaður,
Bjarni Ólafur Stefánsson aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Eyrún Helga Ævarsdóttir Menningarmiðstöð.
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
Fundur haldinn á Teams.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202009073 - Áningarstaður við smábátahöfn
Unnin hefur verið hugmyndavinna og tillögur að nýtingu opins svæðis við smábátahöfnina á Höfn. Farið var yfir áform um hönnun og skipulagningu svæðisins.

Atvinnu- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í framlagðar hugmyndir og leggur til að sótt verði um fjármagn fyrir verkefnið í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
2. 202009072 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2020
Opið er fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, og skal umsóknum skilað fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 6. október nk.


Framkvæmdasjóður ferðamannastaða tók til starfa 8. ágúst 2011 en sjóðurinn er í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur hans.

Markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Heimilt er að fjármagna framkvæmdir sem snúa að öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja.

Atvinnu- og ferðamálafulltrúi leggur fram minnisblað með tillögum að umsóknum.


Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir að Sveitarfélagið Hornafjörður sæki um fjármagn í þau verkefni sem atvinnu- og ferðamálafulltrúi, umhverfis- og skipulagsstjóri og umhverfisfulltrúi leggja til.
Starfsmönnum falið að ræða við hagsmunaaðila og vinna umsóknir í sjóðinn. Málið vísað til bæjarráðs vegna mótframlags af hálfu sveitarfélagsins.


 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir
3. 202005048 - Markaðs- og kynningarmál í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020
Stefnt er að því að halda ráðstefnu í ferðamálum föstudaginn 6. nóvember nk. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Ævintýralegt ferðalag til framtíðar" og áhersla verður lögð á að horfa til framtíðar, efla samtal og samvinnu innan greinarinnar, sem og huga að vöruþróun og nýsköpun innan svæðis.

Atvinnu- og ferðamálafulltrúi fer yfir drög að dagskrá ráðstefnunnar.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir
4. 202006079 - Samráðsteymi sveitarfélaga vegna efnahagsáhrifa í kjölfar Covid-19.
Sveitarfélagið Hornafjörður fær kr. 18.000.000.- úr ríkissjóði vegna tekjutaps í kjölfar covid-19 faraldurs. Samráðshópur um málið hefur lagt til að fjármagnið verði nýtt í nýsköpun þar sem sveitarfélagið ætlar að móta atvinnuskapandi átaksverkefni með sérstaka áherslu á nýsköpun og frumkvöðla, að laða að störf án staðsetningar með því að koma upp aðlaðandi aðstöðu, og valdeflingu íbúa af erlendum uppruna.

Vinnuskjal með verkefnatillögum lagt fram til umræðu og kynningar.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir
5. 202009074 - Áfangastaðaáætlun Suðurlands - áherslur 2020
Áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland var unnin frá apríl 2017 til maí 2018 í samstarfi við hagaðila
á svæðinu. Um er að ræða heilstæða áætlun fyrir ferðaþjónustuna á Suðurlandi með tilliti til náttúru,
menningarminja og samfélags. Markmiðið nú er móta meginmarkmiðin betur og gera aðgerðaáætlun fyrir hvert svæði innan Suðurlands.


Lagt fram til kynningar.
afangastadaaaetlun-dmp-sudurland-12.11.2018.pdf
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir
6. 202009047 - Byggðakvóti 2020/2021
Lagt fram erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem kemur fram að sú breyting hafi verið gert á umsóknarferli að ekki er þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur mun ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir. Reiknað er með tilkynning úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.

Reglugerð nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, gildir um úthlutun byggðakvóta til einstakra fiskiskipa. Megintilgangur þeirra reglna sem fram koma í nefndri reglugerð er að tryggja að fiskiskip sem gerð eru út frá tilteknum byggðarlögum, og landað hafa afla þar, fái hlut í byggðakvóta sem landað er til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi.

Ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórna að vikið sé frá almennum reglum samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði lögð er séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum.

Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til bæjar- og sveitarstjórna að horfa til þeirrar mögulegu verðmætaaukningar og atvinnusköpunar sem hafa má af byggðakvóta, ef reglur um ráðstöfun byggðakvótans verða mótaðar og minnir á að megintilgangur byggðakvóta er að stuðla að aukinni atvinnusköpun í viðkomandi byggðarlagi.

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020. Að óbreyttu er stefnt að því að málsmeðferð ráðuneytisins vegna tillagna sveitarstjórna verði lokið samhliða úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga.


Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir
7. 202009001 - Nýtt fiskveiðiár 2020-2021: Skipting kvóta eftir byggðarlögum
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 sem hefst 1. september.
Stýring fiskveiða með úthlutun kvóta er hornsteinn í því starfi Fiskistofu að gæta hagsmuna
þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafsins. Að þessu sinni var úthlutað 353 þúsund
tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 19 þúsund þorskígildistonnum minna en úthlutað var
við upphaf fyrra fiskveiðiárs. Það á sér þá skýringu að nokkur samdráttur er í leyfilegum
heildarafla enda farið að vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknasstofnunar í því efni.


Lagt fram til kynningar.
Yfirlit_uthlutun_2020-2021_2.sept.pdf
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir
8. 202008081 - Örnefnaskilti
Til skoðunar er að setja upp örnefnaskilti á Höfn þar sem má sjá öll helstu örnefnin við Hornafjörðinn. 1. fundur nefndar var haldinn í síðustu viku og óskað var eftir kostnaðaráætlun verkefnisins frá Náttúrustofu Suðausturlands og Vöruhúsi.

Nefndin fagnar verkefninu og munu örnefnaskiltin auka mikið á flóru upplýsinga sem völ er á í sveitarfélaginu. Kostnaður við verkefnið gæti veri 3-400þ.kr. og leggur nefndin til að fjármagni verði varið í verkefnið.
Lagt fyrir fjárhagsáætlunargerð 2021.
9. 201904050 - Eyðibýli
Samingur Þorbergssetur og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar kynntur og farið yfir stöðu verkefnisins.


Skráning eyðibýla sýslunar er mikilvægt verkefni til verndunar þeirra upplýsinga sem til eru svo að þær glatist ekki. Nefndin fagnar verkefninu mun skráning þessara menningarminja vera mikil búbót fyrir komandi kynslóðir. Leggur nefndin til að fjármagni verði varið í verkefnið.
Lagt fyrir fjárhagsáætlunargerð 2021.
10. 201809040 - Álaleira geymslur
Unnin var hönnun á geymsluhúsnæði að Álaleiru 1 árið 2019. Kostnaður er þó nokkur ef fylgt er öllum hönnunarforsendum. þörf er á þarfa- og kostnaðargreiningu hönnunarvinnunnar. Nefndin leggur til að hönnunarvinna verði tekin upp að nýju og yfirfarin.
Lagt fyrir fjárhagsáætlunargerð 2021.
11. 201809035 - Mikligarður
Verðkönnun vegna endurbóta utanhúss á Miklagarði lögð fram.
Eitt fyrirtæki, H-Christiansen ehf., skilaði inn verði í endurbæturnar, upp á 40.062.000 kr. sem er 16% yfir kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 34.602.600 kr.
Starfsmanni falið að ganga til samninga við bjóðanda.


Nefndin fagna því gegnið hefur verið til samninga vegna framkvæmda við Miklagarð. Áætluð verklok eru í janúar.
 
Gestir
Björn Þór Imsland
12. 201903117 - Heimsmarkmið og stefnumótun 2019
Heimsmarkmiðin lögð fram til umfjöllunar í nefndum sveitarfélagsins.

Heimsmarkmiðin rædd og fjallað var um drög að stefnumótun sveitarfélagins og innleiðingu heimsmarkmiðanna í stefnuna.
13. 201709405 - Gjaldskrá Menningarmiðstöðvar 2016
Tillögur að gjaldskrá MMH 2020

Nefndin samþykkir gjaldskrá Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar fyrir árið 2020
Gjaldskrá MMH .pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta