Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 960

Haldinn í ráðhúsi,
22.09.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2008012F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 71
Umræður um 9. mál drög að breytingu á viðmiðunarstundaskrá.
Bæjarráð fagnar þátttöku fjögurra starfsmanna Leikskólans Sjónarhóls sem hófu nám í fagháskólanámi í leikskólafræðum í haust.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri sat fundinn undir 1,2 og 3 lið.
Almenn mál
2. 202008098 - Opnunartími íþróttahúss
Fræðslu- og tómstundanefnd mælir með að samið verði við hlutastarfsmann í sundlaug til að leysa sunnudagsopnun í íþróttahúsi til prufu fram að áramótum. Helgaropnun verði ekki lengri en 8 klst. hvorn dag.

Bæjarráð samþykkir að lengja opnunartíma í Íþróttahúsinu á Höfn.
Fjármunir eru til innan ramma.
3. 202009048 - Pólskukennsla yngri barna
Fræðslu- og tómstundanefnd leggur til að kennslu í pólsku verði framhaldið fyrir grunnskólanemendur í 1. - 4. bekk og að sveitarfélagið greiði kostnað við kennsluna.

Bæjarráð samþykkir að veita nemendum kennslu í pólsku fyrir 1.-4. bekk.
Fjármunir eru til innan ramma.
4. 202009023 - Fjárhagsáætlun 2021
Launaáætlanir eru í vinnslu. Fjárhagsrammar verða sendir til vinnslu hjá forstöðumönnum í vikunni. Gert er ráð fyrir að rammar verði óbreyttir milli ára, þ.e. gjaldaliðir verða ekki hækkaðir miðað við áætlaða hækkun vísitölu neysluverðs. Staðgreiðsluáætlanir berast frá sambandinu í október sem og áætluð framlög Jöfnunarsjóðs. Einnig gefur Hagstofan út nýja þjóðhagsspá í byrjun október. Mikil óvissa er framundan og gera má ráð fyrir að mikil lækkun verði á tekjuáætlun milli ára. Þegar þær línur skýrast þarf að meta hvort gera þurfi hagræðingarkröfu á málaflokka.

Ólöf fór yfir stöðu á vinnslu fjárhagsáætlunar næsta árs.
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 4-7.
5. 202009045 - Álagningarreglur 2021
Fjármálastjóra falið að vinna áfram að málinu.
6. 202002017 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020
Ólöf gerði grein fyrir viðauka III við fjárhagsáætlun 2020.


Viðauki III. Tekjur frá Jöfnunarsjóði hafa lækkað um 105 milljónir í samræmi við endurskoðaða áætlun sjóðsins. Tekjulækkun verði mætt með hækkun á lántöku ársins um 100 milljónir. Rekstarniðurstaða lækkar frá 292 m.kr. í upphaflegri fjárhagsáætlun í 78,5 m.kr.
Bæjarráð samþykkir viðauka III og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Minnisblað_viðauki III.pdf
Yfirlit viðauka_fhá2020.pdf
7. 202003078 - Staða sveitarsjóðs 2020
Ólöf fór yfir rekstaryfirlit og stöðu framkvæmda það sem af er árinu.
8. 202003021 - Sóttvarnir: COVID-2019
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.
9. 202006079 - Samráðsteymi sveitarfélaga vegna efnahagsáhrifa í kjölfar Covid-19.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir atvinnuskapandi aðgerðum sveitarfélagins, búið er að samþykkja þær aðgerðir sem sveitarfélagið lagði til.
Unnið er að útfærslu verkefna og samningagerð við Byggðarstofnun.
10. 202006066 - Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
Styrkumsókn sem sótt var um til Byggðastofnunar vegna frístundaaksturs og almenningssamgangna í sveitarfélaginu var samþykkt að upphæð 3.200 m.kr.

Starfsmönnum falið að útfæra verkefnið.
11. 202006015 - Hornafjarðarflugvöllur
Bæjarstjóri greindi frá stöðu mála vegna útboðs Vegagerðarinnar um flug til Hafnar.
Niðurstaða liggur ekki fyrir.
12. 202009064 - Erindi til ráðherra: Fjölgun verkefna á skrifstofu sýslumanns á Hornafirði
Lagt fram minnisblað Sýslumannsins á Suðurlandi um aukin störf á Höfn sem senda á til dómsmálaráðherra og ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir minnisblaðinu.
14. 202009060 - Stafafellsfjöll - ósk um undanþágu vegna fjarlægðar frá lóðamörkum
Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn um undanþágu frá skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar sumarhúss frá lóðarmörkun.

Vísað til umhverfis- og skipulagsnefnd.
15. 202009046 - Umsókn um lóð: Hagaleira 7
Umsókn Berglindar Óskar Borgþórsdóttur um lóð að Hagaleiru 7 lögð fram.

Bæjarráð er jákvætt fyrir lóðarumsókninni og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta