Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1043

Haldinn í ráðhúsi,
22.06.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson , Ólöf Ingunn Björnsdóttir .
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2206002F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 41
Fundargerðin samþykkt.
2. 2206005F - Fræðslu- og frístundanefnd - 91
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs
3. 2206003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 37
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri
4. 2206009F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 38
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri
Almenn mál
5. 202205041 - Gjaldskrá um húsnæði og búnað
Helstu breytingar á gjaldskránni er lítilleg hækkun á leigu en megin breytingin er gjaldskrá fyrir útleigu á búnaði sem er leigður sérstaklega, ekki er innifalið í leigugjöldum uppsetningu á búnaði.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá um húsnæði og búnað í eigu sveitarfélagsins.*
Gjaldskrá vegna útleigu á húsnæði og munum í eigu Sveitarfélagsins Hornafjarðar.pdf
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs
6. 202009069 - Framkvæmd Víkurbraut 24
Síðasta sumar var frágangi á lóð á Víkurbraut 24 frestað þar sem ekki var ljóst hvort stækka þyrfti leikskólalóð eða byggja hús á lóðinni. Í farvatninu er að byggja leikskólann á öðrum stað á lóðinni, óskað er eftir heimild til að klára lóðina. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að kostnaður sé 5.000.000 kr.
Ekki var gert ráð fyrir þessum kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar, enda var ekki ljóst hvaða leiðir yrðu farnar við fjölgun leikskólaplássa


Vísað til fjármálastjóra og meta áhrif á rekstur.
7. 202109090 - Hönnun og útboð, fráveita áfangi 3.b
Við útboð á fráveituframkvæmd, var ákveðið að undanskilja dælubúnað þar sem sveitarfélagið hefur hugá að breyta smám saman dælubúnaði sínum og koma fyrir þurrdælubúnaði til að bæta endingu dælnanna og minnka viðhald. Um leið batnar aðstaða til að sinna dælunum fyrir starfsmenn. Um er að ræða talsverðan aukinn kostnað í upphafi en gert er ráð fyrir að hann borgi sig upp á innan við 10 árum.

Umhverfis- og skipulagsstjóra og fjármálastjóra falið að skoða hvort verkið rúmist innan núverandi fjárheimildar að öðrum kosti undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun.
8. 202105072 - Framkvæmd - Hafnarbraut - Hellulagnir
Vísað til áframhaldandi vinnu starfsmanna.
9. 202206021 - Framkvæmd - Fráveita og gatnagerð - Borgartún að Hofi, lokaáfangi
Fyrir liggur kostnaðaráætlun fyrir Borgartún í Öræfum til að klára lagnavinnu og setja malarslitlag.
Það er fyrirhugað að reisa einingahús á lóð nr. 20 í sumar en engar lagnir eru komnar að lóðinni.
Lóðarhafi óskar eftir að vinnan sé kláruð sem fyrst.


Fjármálastjóra falið að skoða áhrif á rekstur.
10. 202206063 - Kjörstaðir í Sveitarfélaginu Hornafirði
Greinargerð kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí sl. liggur fyrir, í henni kemur fram að þróun í tengslum við kosningar er hröð og tölvukunnátta starfsfólks í kjördeildum er mikilvæg. Núverandi fjöldi kjördeilda krefst töluverðs fjölda fólks til að kosningar séu löglegar og greidd atkvæði á kjörstað eru fá í minnstu kjördeildum eða einungis fáeinir tugir. Það fylgir því töluverður kostnaður að halda úti svona mörgum kjördeildum.
Yfirkjörstjórn hvetur til þess að kjördeildir verði sameinaðar fyrir næstu kosningar.


Bæjarráð óskar eftir fundi með yfirkjörstjórn.
11. 202110040 - Íbúakosning um aðal- og deiliskipulag Innbæ
Vísað til áframhaldandi vinnu starfsmanna.
12. 202204046 - Ósk um endurskoðun á samningi
Kolbrún Björnsdóttir hefur fyrir hönd S.S.Sport óskar eftir endurskoðun á samningi um Sporthöllina.

Starfsmönnum falið vinna að auglýsingu um rekstur líkamsræktarstöðvar á Höfn.
 
Gestir
Kolbrún Björnsdóttir
13. 202206007 - Umsókn um lóð - Sæbraut 5
Umsókn Björgunarfélags Hornafjarðar um lóð að Sæbraut 5.

Frestað.
14. 202203045 - Umsögn um útgáfu leyfa - Fagranes
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við leyfi fyrir gistirekstur í flokki II- C minni gistiheimili.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
15. 202203039 - Fundargerð - stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
582. fundur stj. SASS.pdf
16. 202202047 - Fundargerðir stjórnar Nýheima Þekkingarseturs
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
135. fundur 8.6.2022.pdf
17. 202206044 - Landsþing - Samband íslenskra sveitarfélaga
Starfsmanni falið að tilkynna þátttakendur sveitarfélagsins til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kjör landsþingsfulltrúa 2022-2026.pdf
Landsþingsfulltrúar 2022-2026.pdf
18. 202206040 - Umsögn um útgáfu leyfa - Sjómannadagsráð - tækifærisleyfi
Bæjarráð afgreiddi umsögnina í gegn um tölvupóst.

Lagt fram til kynningar.
19. 202206025 - Landeignaskrá Sauðanes - Stofnun landeignar Sauðanes 2a
Aðalheiður Fanney Björnsdóttir og Valdimar Ingólfsson óska um skipti á Sauðanesi. Fyrirhugað er að stofna nýja 2 ha. lóð fyrir einbýlishús og útihús. Ný landeign verður á landbúnaðarsvæði að hluta og verslunar- og þjónustusvæði VÞ 37 að hluta.

Bæjarráð samþykkir landskiptin.*
20. 202205139 - Umsögn um útgáfu leyfa - Café Vatnajökull, Fagurhólar verzlunarh
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við leyfi til reksturs í flokki II veitingaleyfi - E kaffihús.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
21. 202003097 - Deiliskipulag - Breiðabólsstaður Hali
Deiliskipulag Breiðabólstaðatorfu var auglýst frá 26. janúar til 9. mars 2022.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni, HAUST og Umhverfisstofnun.
Engar athugasemdir bárust.



Bæjarráð samþykkir nýtt deiliskipulag að Breiðabólstað Hala með þeim breytingum sem gerðar hafa verið eftir auglýsingu í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og felur starfsmanni að svara umsagnaraðilum og senda Skipulagsstofnun deiliskipulagið til athugunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Bæjarráð samþykkir að gera svör umhverfis- og skipulagsnefndar að sínum.*
19120_DSK_Breiðabólsstaðrtorfu_Umhverfisskýsla.pdf
Greinargerð deiliskipulags fyrir Breiðabólstaðartorfu í Suðursveit-27052022.pdf
Breiðabólsstaðartorfa_DEILISKIPULAG_01.22_27052022.pdf
22. 202205075 - Breyting á deiliskipulagi - Deiliskipulag austan Víkurbrautar, svæði S3
Jón Malmquist Guðmundsson óskar eftir breytingum á skilmálum deiliskipulags austan Víkurbrautar varðandi lóð Víkurbraut 34. Um er að ræða aukningu byggingarmagni lóðar úr 300 m² í 360 m² án breytingar á byggingarreit og breytingu á notkun íbúða úr "þjónustuíbúðir aldraða" í "íbúðir aldraða".



Bæjarráð samþykkir að vikið sé frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu, þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.*
Lítilsháttar breyting á skipulagsskylmálum að Víkurbraut 34.pdf
23. 202204003 - Byggingarleyfisumsókn - Hraunhóll 1, einbýlishús
Verkfærni ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hraunhóll 1. Um er að ræða u.þ.b. 280 fm hús allt að 4,5 m að hæð samkvæmt framlögðum teikningum. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Lóð er staðsett á ÍB10 svæði skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins og er því framkvæmd í samræmi við aðalskipulag. Grenndarkynning hefur farið fram samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út þann 27.05.2022. Engar athugasemdir bárust.

Bæjarráð samþykkir að heimila byggingu einbýlishúss á lóðinni skv. framlögðum teikningum án deiliskipulagsgerðar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga enda er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar á svæðinu.*
Grunnmynd og útlit- 31,03,2022 - Sheet - A001.pdf
24. 202203032 - Umsókn um byggingarheimild - Miðtún 24, viðbygging
Umsókn Einars Jóhanns Sigurðssonar um byggingarheimild til að byggja 59,2 m² bílskúr á lóð Miðtún 24 skv. framlögðum teikningum. Ekki er til gildandi deiliskipulagi fyrir svæði, en skv. aðalskipulagi er lóð á íbúðarsvæði ÍB9. Málið hefur þegar verið tekið til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkti grenndarkynningu og byggingaráform á 255. fundi þann 16.10.2018, en skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010 skal grenndarkynning fara fram að nýju áður en leyfi er veitt, þar sem byggingar- eða framkvæmdaleyfi á grundvelli grenndarkynningar hafi ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu bæjarstjórnar. Grenndarkynning fór fram samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út þann 27.05.2022. Engar athugasemdir bárust.



Bæjarráð samþykkir að heimila byggingu bílskúrs á lóðinni skv. framlögðum teikningum án deiliskipulagsgerðar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga enda er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar á svæðinu.*
101 Miðtún 24.pdf
25. 202205133 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra - Sandbakki 3 - framlenging á þaki yfir sorptunnuskýli
Húsfélagið að Sandbakka 3 óskar eftir heimild til að framlengja þak yfir sorptunnuskýli og klæðningu með glæru báruplasti. Gildandi deiliskipulag miðsvæðis nær ekki til lóða að Sandbakka 1 og 3. Samþykki lóðarhafa lóða nr. 2, 5, 7 og formanns húsfélags Sandbakka 1 liggja fyrir. Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.


Bæjarráð samþykkir að heimilt verði að framlengja þak yfir sorptunnuskýli og breytingu á klæðningu án deiliskipulagsgerðar skv. 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga.*
101 Sandbakki 3 - sorptunnuskýli.pdf
26. 202206030 - Umsókn um byggingarheimild - Skjólshólar, gestahús
Umsókn Ívars Smára Reynissonar sækir um byggingarheimild fyrir gestahús á Skjólshólum. Um er að ræða tvö samtengd hús, samtals 61 m² að stærð samkvæmt framlögðum teikningum. Samkvæmt aðalskipulagi er umrædd lóð á verslunar- og þjónustu svæði VÞ42 þar sem heimilt er fyrir gistingu fyrir allt að 60 gesti. Þann 08.02.2018 samþykkti Bæjarstjórn nýtt deiliskipulag fyrir Skjólshóla og vísaði því í lögformlegt ferli skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en skipulagið hefur ekki öðlast gildi. Samkvæmt þessu deiliskipulagi eru hús sem umsóknin varðar innan byggingarreits B2 þar sem hægt er að reisa tvö hús, 45m² að stærð hvort um sig.



Bæjarráð heimilar að veita byggingarheimild án deiliskipulagsgerðar fyrir framkvæmdinni þar sem hún er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.*
Skjólshólar.pdf
27. 202206018 - Umsókn um byggingarheimild - Skaftafell 1a - starfsmannahús
Umsókn Vatnajökulsþjóðgarðs um byggingarheimild fyrir starfsmannahús í Sandaseli í Öræfum. Um er að ræða 76 fm. timburgrindarhús um 4,3m að hæð (frá gólfi) með einhalla þak. Til staðar er gildandi deiliskipulag og er staðsetning fyrirhugaðs húss innan byggingarreits B6. Í skilmálum fyrir reitinn kemur fram að hús skuli hafa burstir og fylgja skilgreindri megin mænisstefnu. Breidd bursta skal að hámarki vera 7,5m og vegghæð langhliða ekki hærri en 3,5m. Óskað er samþykkis fyrir frávík frá deiliskipulagi til að reisa einhalla hús með hámarkshæð útveggja um 4,3m.

Bæjarráð samþykkir að vikið sé frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga um breytingu á deiliskipulagi og að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem um svo óveruleg frávík er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3.mgr. 43.gr laganna.*
10-Skaftafell - aðaluppdráttur 120622.pdf
09-Skaftafell - 2 deili 020622.pdf
09-Skaftafell - 1 aðaluppdráttur 020622.pdf
28. 202206019 - Umsókn um byggingarheimild - Heinaberg - þurrsalerni
Umsókn Vatnajökulsþjóðgarðar um byggingarheimild fyrir þurrsalerni í Heinabergi. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæði, samkvæmt aðalskipulagi er fyrirhuguð staðsetning innan landbúnaðarsvæðis, innan friðlýsts svæðis og innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007 skal Vatnajökulsþjóðgarður unna stjórnunar- og verndaráætlun skv. 13. gr. laganna þarf ekki sérstakt leyfi Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir þeim framkvæmdum sem gert er ráð fyrir í stjórnunar- og verndaráætlun. Í stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er skilgreint þjónustusvæði á umræddu svæði þar sem markmið er að byggja upp vel skipulagt útivistarsvæði á Heinabergssvæðinu með áningarstöðum, salernisaðstöðu, fræðslu og fjölbreyttum gönguleiðum.

Bæjarráð samþykkir leyfi til byggingar á þurrsalerni án deiliskipulagsgerðar þar sem framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, sbr. 3.mgr. 44.gr. laganna.*
Samþykkt bæjarráðs er gerð með fyrirvara um að jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar berist sveitarfélaginu áður en leyfi til framkvæmda er veitt.
Heinaberg 2.01 júní 2022.pdf
Heinaberg 2.02 júní 2022.pdf
Heinaberg 1.01 júní 2022.pdf
29. 202102017 - Tilkynning um framkvæmd - Mánabraut 6, breyting á útliti, tveir kvistar
Hjalti Þór Vignisson óskar eftir leyfi fyrir breytingu á einum kvist á Mánabraut 6 til að gæta samræmis í útliti hússins.

Bæjarráð samþykkir að veita leyfi til framkvæmda án deiliskipulagsgerðar þar sem framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga og að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, sbr. 3.mgr. 44.gr. laganna.*
30. 202109040 - Útboð byggingar hjúkrunarheimilis
Lagður fram tölvupóstur frá verkefnistjóra frá Framkvæmdasýslu Ríkisins.
Í ljósi þess að framvinda verkefnisins er enginn óskar bæjarráð eftir fundi með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins, Fjársýslu Ríkisins og fjármálaráðuneytisins.
*skv. 32. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur fram að, "meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella" og fer með fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar skv. 298 fundi bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:20 

Til baka Prenta