Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 981

Haldinn í ráðhúsi,
23.02.2021 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
Sigrún Sigurgeirsdóttir sat fundinn á Teams meating.


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2102001F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 76
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
2. 202101079 - Reglur um tómstundastyrk
Fræðslu- og tómstundanefnd leggur til að reglur um tómstundastyrk verði breytt þannig að styrkþegum verði veitt heimild til að nýta styrkinn við hinar ýmsu frístundir eins og líkamsrækt og fl. einnig leggur nefndin til að reglurnar verði undir heitinu reglur um frístundastyrk í stað reglna um tómstundastyrk.
Einnig er lagt til að starfsheiti tómstundafulltrúa verði frístundafulltrúi.


Bæjarráð samþykkir breytingu á reglum um tómstundastyrk, hér eftir reglur um frístundastyrk.
Reglur um tómstundastyrk (2).lokaskjal.pdf
3. 202102052 - Erindi frá Tónskólanum
Erindi frá Tónskóla Austur- Skaftafellssýslu þar sem óskað er eftir að þeir nemendur sem stunda nám við FAS á aldrinum 19-20 ára og eru í tónlistarnámi greiði sama gjald og nemendur sem eru 18 ára og yngri.

Bæjarráð samþykkir að hægt verði að sækja um lækkun skólagjalda við þessar aðstæður.
4. 202102037 - Stuðningur við atvinnu ungmenna 2021
Ungmennaráð fékk fyrirspurn um það hvort ráðið ætli að beita sé fyrir því að sveitarfélagið verði með stuðning við atvinnu ungmenna líkt og gert var í fyrra sumar. Þá er átt við hvort sveitarfélagið muni bjóða aftur út störf eins og nemendum stóð til boða í fyrra t.a.m. störf í áhaldahúsi eða á skrifstofum sveitarfélagsins. Ungmennaráði finnst áhugavert og gleðilegt að ungmenni vilji og hafi áhuga á að starfa við hin ýmsu störf sem vinna þarf í sveitarfélaginu. Starfsmanni ungmennaráðs falið að vinna áfram í málinu.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og þakkar ungmennaráði fyrir frumkvæðið og vísar því til skoðunar hjá starfsmönnum.
5. 202102068 - Útboð - Hrollaugsstaðir
Ásgerður vék af fundi undir þessum lið. Björgvin tók við fundarstjórn.
Útboðsgögn í verkið "Hrollaugsstaðir - endurbætur - íbúðir" lögð fram.


Bæjarráð heimilar útboðið "Hrollaugsstaðir - endurbætur - íbúðir" samkvæmt framlögðum gögnum.
Starfsmönnum falið að auglýsa útboðið.
 
Gestir
Björn Þór Imsland umsjónar,-eftirlits-og ábyrgðamaður fasteigna
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri sat fundinn undir liðum nr. 5 og 6.
6. 201709367 - Fasteignir / viðhaldsáætlun fasteigna sveitarfélagsins
Farið yfir helstu framkvæmdir sveitarfélagsins á árinu 2021.
7. 202102059 - Fundargerð - stjórn samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
567.-fundur-stj.-SASS.pdf
8. 201709466 - Undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis
Samkvæmt tímaáætlun Framkvæmdasýslu ríkisins er gert ráð fyrir að útboðsferli fari fram í mars- apríl nk., framkvæmdir hefjist í maí og verði lokið í janúar 2023.
9. 202001015 - Skipurit 2020
Lagt fram til kynningar og umræðum frestað til næsta fundar.
10. 202011014 - Fjölmenningarteymi - fundagerðir
Velferðarnefnd leggur til að bæjarráð samþykki að verklagsreglur sveitarfélagsins í túlka- og þýðingarþjónustu komi í stað stefnu í túlka-og þýðingarþjónustu frá 13. júní 2019.
Einnig óskar nefndin eftir að bæjarráð samþykki stofnun fjölmenningarráðs og vinni að útfærslu þess af fyrirmynd ungmennaráðs og öldungaráðs og að hafin verði vinna að mannréttindastefnu fyrir sveitarfélagið.


Bæjarráð samþykkir að unnin verði að mannréttindastefnu fyrir sveitarfélagið.
Bæjarráð samþykkir verklagsreglur í túlka og þýðingarþjónustu í stað stefnu um túlka og þýðingarþjónustu og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
11. 202012055 - Reglur um daggæslu í heimahúsi
Bæjarráð samþykkir reglur um daggæslu í heimahúsi með þeim breytingum sem óskað var eftir á 49. gr. og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
12. 202102054 - Samningur um yfirtöku Skjólgarðs
Bæjarstjóri greindi frá vinnu við samning um yfirtöku Vigdísarholts ehf. á Skjólgarði.
13. 202102072 - Verðmat á atvinnuhúsnæðinu Víkurbraut 7
Verðmat á húsnæði Vegagerðarinnar að Víkurbraut. Umbeðið vegna skipulagsvinnu á miðsvæði.

Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
14. 202102063 - Tillaga minni sveitarfélaga - Frumvarp um íbúalágmark
Erindi frá sveitarstjóra Langanesbyggðar fyrir hönd starfshóps minni sveitarfélaga um sameiningarákvæði í frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, 4. gr. lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags.

Lagt fram til kynningar.
Sveitarfélagið hefur lagt inn umsögn um frumvarpið.
Tillaga starfshóps minni sv. um sameiningarákvæði.pdf
15. 202102057 - Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð.
Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, lagt fram.


Bæjarstjóra falið að senda inn umsögn þar sem lögð er áhersla á flugöryggi og mikilvægi þess að Hornafjarðarflugvöllur geti þjónað hlutverki flugvallar fyrir litlar og meðalstórar flugvélar sem eru á flugi til og frá landinu.
Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta