Umhverfis- og skipulagsnefnd - 87 |
Haldinn Miðgarður, 23.10.2024 og hófst hann kl. 16:00 |
|
Fundinn sátu: Níels Brimar Jónsson 1. varamaður, Eyrún Fríða Árnadóttir varaformaður, Þröstur Jóhannsson aðalmaður, Helga Árnadóttir aðalmaður, Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður, Stefán Birgir Bjarnason Fulltrúi ungmennaráðs, Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Xiaoling Yo umhverfisfulltrúi. |
|
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
|
1. 202410065 - Gjaldskrá 2025 fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Sveitarfélaginu Hornafirði |
Miðað við gögn ársins 2024, verður gjaldskrá 2025 fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Sveitarfélaginu Hornafirði rædd og ákvörðuð fyrir heimili og fyrirtæki.
|
Málinu vísað til bæjarráðs og til fjárhagsáætlunargerðar. |
|
|
|
2. 202410070 - Umgengni á gámasvæði |
Bent hefur verið á lélega umgengni á svæði fyrir gáma við hlið Gárunnar.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til leigjenda á svæðinu að það eigi ekkert að vera á svæðinu nema gámar og hvetur þá sem eiga lausamuni á svæðinu að fjarlægja þá sem fyrst. Starfsmönnum falið að vinna að færslu gámasvæðis og framtíðarfyrirkomulagi. |
|
|
|
3. 202410068 - Tjörn 4 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra |
Erindi dagsett 15.október 2024 þar sem Agnar Ólafsson sendir inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðra landskipta á jörðinni Tjörn Holtar 2. Óskað er eftir áliti sveitarfélagsins um hvort fyrirhuguð landskipti og uppbygging samræmist skipulagsáætlun sveitarfélagsins. Svæðið er landbúnaðarland samkvæmt gildandi aðalskipulagi og ekkert deiliskipulag er í gildi. Ný lóð mun verða 4,3 ha. og er fyrirhugað að reisa þar íbúðarhús.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að Baulutjörn og umhverfi er á C-hluta náttúruminjaskrár. Einnig er stutt á milli vegtenginga á þjóðveginum sem hefur áhrif á aðkomu svæðisins. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur fyrirhuguð landskipti samræmist skipulagsáætlunum en fyrirhugaða uppbyggingu þarf að skoða með tilliti til ofangreindra þátta. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu er vísað til bæjarstjórnar þegar merkjalýsing hefur borist. |
Fyrirspurn-Tjörn 4.pdf |
|
|
|
4. 202410007 - Landskipti - Flatey |
Lögð er fram fyrirspurn frá Flateyjarbúinu um hvort skipting lands samræmist skipulagsáætlun sveitarfélagsins. Fyrirhugað er að klára framkvæmdir á mannvirki sem ætlað var sem kornhlaða. Til stendur að afmarka sérstaka lóð um 1 ha úr landi Flateyjar L160084 undir mannvirkið og ljúka við byggingu þess en með breytingum frá upphaflegum áætlunum.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðar og skiptingu hennar úr upprunalandi enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu er vísað til bæjarstjórnar þegar merkjalýsing hefur borist.
|
Fyrirspurn til skipulagsnefndar.pdf |
|
|
|
5. 202408061 - Byggingarleyfisumsókn - Silfurbotn 1, 3, 5 - raðhús |
Berglind Gerða Libungan sækir um byggingarleyfi til að reisa steinsteypt þriggja íbúða raðhús á lóðunum Silfurbotn 1, 3 og 5. Áform um framkvæmdir og frávik frá deiliskipulagi var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 2. september með athugasemdafresti til 30. september 2024. Málinu var frestað 2. október 2024. Lögð eru fram ný gögn er varða umsóknina ásamt óverulegri deiliskipulagsbreytingu.
|
Brugðist hefur verið við athugasemdum sem fram komu í grenndarkynningu. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá skilmálum gildandi deiliskipulags um þéttingu byggðar í innbæ samkv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
Silfurbotn 1-5 - Aðaluppdráttur 2024-08-20 - br. 2024-10-11.pdf |
Silfurbotn 1-3-5 - Greinargerð hönnuðar vegna ábendinga í grendarkynningu.pdf |
|
|
|
6. 202410031 - Hringvegur um Hornafjörð, breyting á tengingum, beiðni um umsögn vegna matskyldu |
Tekin fyrir beiðni frá Skipulagsstofnun dags. 9. október 2024 um umsögn vegna fyrirspurnar um matsskyldu vegna áforma um að gera hringtorg í stað tveggja T-gatnamóta á vegkaflanum á milli Hafnar og Nesja. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. Nefndin telur að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Framkvæmdin er framkvæmdaleyfisskyld. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
|
|
|
7. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Lögð fram samantekt eftir íbúafund í Öræfum sem haldinn var í Hofgarði þann 15. október sl.
|
Umhverfis- og skipulagsstjóra falið að senda bréf á Vegagerðina þar sem óskað er eftir tillögu að valkosti við legu hringvegar í samræmi við framkomnar óskir íbúa á fundinum. Henni er jafnframt falið að ræða við landeigendur á Hofi, Svínafelli, Freysnesi og Skaftafelli III og IV varðandi íbúðabyggð í Öræfum. |
|
|
|
8. 202302065 - Landeignaskrá - Breiðabólsstaður, ný lóð |
Óskað er eftir að stofnuð verði ný lóð úr landi Breiðabólsstaðar undir fjarskiptamastur. Áður var sótt um heimild fyrir stofnun 100 fm lóða, en nú er ljóst að lóðin þurfi að vera 280 fm að stærð.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar að lóðinni verði skipt út. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
Hali tillaga að lóð.pdf |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. |
|