1. 202509091 - Frístundastyrkur fyrir eldri borgara
Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs, kemur á fundinn og kynnir hugmyndir vegna mögulegra breytinga á frístundastyrk fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.
Öldungaráð þakkar Þórgunni fyrir góða yfirferð og umræðu. Öldungaráð leggur til að málið verði tekið til nánari umfjöllunar í fyrirhuguðum spretthóp um heilseflingu eldriborgara sem mun taka til starfa á nýju ári. Ljóst er að mörg úrræði eru í boði í sveitarfélaginu sem vert er að kynna vel og mikilvægt að vinna að því að auka þátttöku eldriborgara í heilsueflingu almennt. Öldungaráð fagnar umræðunni og hvetur eldriborgara til að nýta sér þau úrræði sem eru í boði. Öldungaráð bendir á að hægt er að afla sér frekari upplýsingar um alla hreyfingu fyrir 60 hér á svæðinu auk fróðleiks á https://island.is/hreyfing-fyrir-60 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins á https://www.hornafjordur.is/thjonusta/felagsthjonusta/aldradir/
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir
2. 202412045 - Framtíðarsýn um málefni aldraðra 2026-2030
Kynnt verða drög að Framtíðarsýn í málefnum aldraðra í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir árin 2026-2034.
Öldungaráð þakkar Skúla, sviðsstjóra velferðarsviðs fyrir góða yfirferð á drögum um framtíðarsýn um málefni aldraðra fyrir árin 2026-2034. Öldungaráð gerir ekki athugasemd við drögin.