Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og frístundanefnd - 118

Haldinn í ráðhúsi,
16.10.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Róslín Alma Valdemarsdóttir formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Örn Ebenezarson aðalmaður,
Guðrún Sigfinnsdóttir 1. varamaður,
Berglind Stefánsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Þórgunnur Torfadóttir .
Fundargerð ritaði: Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2410001F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 94
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fundargerðina.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
Almenn mál
2. 202409014 - Lýðheilsuráð 2024-2025
Fundargerð lýðheilsuráðs lögð fyrir.

Emil sat fyrir svörum vegna fundargerðar lýðheilsuráðs. Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
3. 202410020 - Frístundastyrkir 2024
Farið yfir nýtingu á frístundastyrkjum það sem af er árinu.

Emil svaraði spurningum fundarmanna. Nýtingin er núna í 67%. Enn á eitthvað eftir að koma inn. Rætt um mikilvægi þess að minna á styrkinn, ekki síst til ungmenna sem búa annarsstaðar og æfa þar.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
4. 202203014 - Móðurmálskennsla 2022
Í aðgerðaráætlun Barnvæns sveitarfélags er kveðið á um að börn af erlendum uppruna fái stuðning við að efla sig í sínu móðurmáli.

Undanfarin misseri hefur verið móðurmálskennsla í pólsku styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála. Nú er því verkefni lokið og spurning hvað fólk vill gera. Í minnisblaði er málið reifað.


Fræðslu- og frístundanefnd tók málið til umfjöllunar og ákvað að ræða málið betur við baklandið áður en ákvörðun yrði tekin.
5. 202406099 - Gjaldskrár fræðslu- og frístundasviðs 2024-2025
Umfjöllun um hækkum á gjaldskrám á fræðslu- og frístundasviðs sem hækka eiga 1. janúar.

Nefndin lagði til hóflegar hækkanir á gjaldskrám, að jafnaði kringum 3%. Sumt hækkaði ekkert en annað meira en 3%. Nefndin óskar eftir því að fá að flytja það sem ekki gekk út í styrkveitingum þetta árið (vegna viðburðar sem ekki var haldinn) fram á næsta ár.
Einnig rætt um hvort að það sem stendur út af í nýtingu frístundastyrks geti farið í ákveðinn sjóð sem styður við íþrótta- og frístundastarf.
Málinu vísað til bæjarráðs.


6. 202408029 - Fjárhagsáætlanir á fræðslu- og frístundasviði f.2025
Á síðasta fundi nefndarinnar voru rammar einstaka stofnana kynntir en þá var ekki búið að fylla inn í þá. Nú er búið að því og því eðlilegt nefndin fái þá til umsagnar.

Jafnframt lögð fyrir gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem sýna samanburð á rekstrarkostnaði leik- og grunnskóla milli sveitarfélaga.


Á fræðslu- og frístundasviði er gert ráð fyrir 130 stöðugildum en stöðugildi sveitarfélagsins í heild eru um 190. Launaliðurinn er því lang veigamesti þáttur fjárhagsáætlunargerðar á fræðslu- og frístundasviði. Gert er ráð fyrir fimm stöðugilda aukningu á leikskólanum. Það felst í stöðu verkefnastjóra og að taka nýjar deildir í notkun. Þetta er helsta breytingin á sviðinu.
Gögn sem sýna samanburð á rekstri leik- og grunnskóla víðsvegar á landinu lögð fram og rædd.

7. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Farið yfir stöðuna.

Stýrihópurinn hefur unnið að því að meta hlutlægt kosti og galla við mismunandi útfærslur og staðsetningu á íþróttahúsi. Allar tillögur hafa sína kosti og galla og hlutlægt mat kemur ekki afgerandi út. Nú er beðið eftir þeim gögnum sem skipta mestu máli en það eru jarðvegsgögn og kostnaðarmat.
8. 202409046 - Svæðisstöðvar íþróttahéraða
Jóhanna Íris Ingólfsdóttir kynnti starf svæðisfulltrúa UMFÍ og ÍSÍ.

Íþróttahreyfingin hefur komið á fót átta svæðisstöðvum með stuðningi stjórnvalda. Svæðisstöðvarnar þjónustar öll 25 íþróttahéruð landsins og ná til tæplega 500 íþrótta- og ungmennafélaga um allt land og allra iðkenda á öllum aldri. Stofnun starfsstöðvanna átta fellur vel að áherslum og stefnu mennta- og barnamálaráðuneytisins í íþróttamálum til ársins 2030. Horft er til þess að auka íþróttaþátttöku barna og ungmenna, auka áherslu á þátttöku fatlaðra barna í íþróttastarfi, ná betur til barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. 
Búið er að ráða í allar 16 stöðurnar og hefur síðasti starfsmaðurinn væntalega störf í lok árs. Starf svæðisfulltrúa hefur til að byrja með mikið gengið út á að greina stöðuna. Stöðuna hjá einstaka íþróttahéruðum og stöðuna á landsvísu. Fjölda iðkenda, æfingafjölda, kostnað, styrki sem veittir eru og ýmislegt fleira. Þetta eru gögn sem allir hafa viljað fá en enginn haft það hlutverk að taka þau saman. Búin verður til heimasíða þar sem þessi tölulegu gögn verða aðgengileg ásamt ýmsu fleiru.
Fræðslu- og frístundanefnd er ánægt með að starf svæðisfulltrúa skuli vera komið til Hornafjarðar og um leið og Jóhönnu Írisi er óskað til hamingju með starfið þá hlakkar nefndin til samstarfsins.
 
Gestir
Jóhanna Íris Ingólfsdóttir starfsmaður svæðisskrifstofu.
9. 202410053 - Lesfimi
Umræða um læsi og námsárangur.



Þórdís Þórsdóttir skólastjóri fór yfir niðurstöður lesfimiprófa frá í maí og svo núna í september. Skólinn er almennt á svipuðu róli og landsmeðaltalið. Sumir árgangar yfir og aðrir undir. Rætt um mikilvægi lesturs í námi og þess að börn hafi góðan orðaforða til að skilja námsefnið. Þess vegna er aldrei of mikil áhersla lögð á heimalestur og að lesa fyrir börnin.
Að lokum sagði hún frá þróun á matsferli sem er nýtt matskerfi ekki ósvipað lesfimiprófunum sem notað verður í stærðfræði og væntanlega í fleiri fögum.
 
Gestir
Þórdís Þórsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar, Ann Marie-Louise S Johansson fulltrúi starfsmanna, Birna Sæmundsdóttir fulltrúi foreldra
10. 202410051 - Reglur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um frístundasþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni
Sveitarfélaginu er skylt að vera með reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn.
Farið yfir drög að reglum.


Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir drög að reglum um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta