Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 25

Haldinn í ráðhúsi,
25.02.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kristján Sigurður Guðnason formaður,
Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir varaformaður,
Bjarni Ólafur Stefánsson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir 1. varamaður,
Eyrún Helga Ævarsdóttir Menningarmiðstöð.
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
Fundurinn var haldinn á Teams.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202012065 - Svavarssafn Ástustofa
Rætt var um lengingu á opnunartíma Svavarssafns og starfsmanni falið að vinna áfram að málinu.
2. 201809035 - Mikligarður
Björn ræðir komandi framkvæmdir í Miklagarði.

Framkvæmdum á ytrabyrði Miklagarðs er að ljúka. Hönnunarvinna við næsta áfanga er hafin og stefnt er að því að vinna við næsta áfanga framkvæmda hefjist í haust.
 
Gestir
Björn Imsland
3. 202102091 - Kaup á verkum í safneign Svavarssafns
Safnstjóri Svavarssafns lagði til að fest væru kaup á verki Katrínar Sigurðardóttur úr sýningunni Til Staðar sem er þrjár innsetningar í náttúru Íslands og heimildir í formi ljósmynda og myndbands. Hin staðbundnu verk voru unnin á afviknum stöðum í þremur landsfjórðungum. Við Hoffell undir Vatnajökli, á Skarðsströnd við Breiðafjörð og í Svalbarðshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu. Hugmyndin að baki verkinu tengist samspili hráefnis sem staðsetningar, mannlegs inngrips og ferlum náttúrunnar sjálfrar. Leggur nefndin til að kaup verði fest á því verki sem tengist sveitarfélaginu.
4. 202102084 - Útilistaverk sveitarfélagsins
Sveitarfélagið á útilistaverk sem standa víðsvegar um sveitarfélagið. Unnið er að því að skrásetja þau og forvörður verður fenginn til að meta verkin og ákvarða framhald málsins.
5. 202102087 - Munir byggðasafns
Óskað hefur verið munum safnsins að láni í verkefni í heimabyggð í stuttan tíma.

Nefnd felur starfsmanni að vinna áfram að málinu og sjá til þess að reglum byggðasafnsins um lánaúthlutanir verði framfylgt.
6. 202102088 - Stofnskrá Menningarmiðstöðvar 2021-25
Lagt fram til samþykkis

Stofnskrá samþykkt.
7. 202010085 - Starfsstefna Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Lagt fram til kynningar.
8. 201803043 - Merki Menningarmiðstöðvar LOGO
Tim Junge grafískur hönnuður og starfsmaður Menningarmiðstöðvarinnar hefur unnið að hönnun nýs merkis fyrir stofnunina. Nefndin samþykkir nýtt merki Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og þakkar starfsmanni vel unnin störf.
MMH-Symbol-PMS.pdf
9. 202010089 - Málefni Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu 2020
Haukur Ingi Einarsson ræðir við nefnd um málefni Fask og Ríki Vatnajökuls

Tvö félög sinna málefnum ferðaþjónustunar í sveitarfélaginu. FASK sinnir hagsmunagæslu ferðaþjónustufyrirtækja í sveitarfélaginu og Ríki Vatnajökuls ehf. sinnir markaðsmálum fyrir sína hluthafa sem og svæðisins og ímyndasköpun fyrir sveitarfélagið í heild. Félögin tvö hafa með sér gott og mikið samstarf og óskað er eftir auknu samstarfi við sveitarfélagið og lagt er til að formenn beggja félaga ásamt atvinnu- og ferðamálafulltrúa fundi reglulega.
 
Gestir
Haukur Ingi Einarsson
10. 201709565 - Matís og matarsmiðjan
Lagt fram til kynningar
11. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs
Lagt fram til kynningar.
151.-fundur-stjornar-18.01.2021_2.pdf
150.-fundur-stjornar-11.01.20211.pdf
152.-fundargerd-stjornar_08.02.2021.pdf
153.-fundargerd-stjornar-vatnajokulsthjodgards_22.02.20212.pdf
90. fundur svæðisráðs suðursvæðis 11. jan 2021.pdf
91. fundur svæðisráðs Suðursvæðis 4. feb 2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta