Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 247

Haldinn í ráðhúsi,
29.06.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Skúli Ingólfsson formaður,
Halldór Tjörvi Einarsson varaformaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Helga Valgerður Friðriksdóttir varamaður,
Arna Ósk Harðardóttir varamaður,
Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202205124 - Sveitarstjórnarkosningar 2022 kynning
Kynning á stjórnsýslu, fundargátt og fjármálum.
2. 201304053 - Erindisbréf hafnarstjórnar
Farið yfir gildandi erindisbréf hafnarstjórnar. Starfsmanni stjórnar í samstarfi við bæjarstjóra falið að rýna og uppfæra erindisbréf hafnarstjórnar.
3. 202203093 - Dýpkun á Grynnslum 2022
Hafnarstjórn leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Björgun ehf. Hafnarstjórn lítur svo á að verkefnið eigi að vera að fullu fjármagnað af ríkinu.
4. 202003067 - Fundargerðir Hafnasambandsins
Lagt fram til kynningar.
5. 202206037 - Samgönguáætlun 2023-2027
Vignir fór yfir verkefnalista fyrir samgönguáætlun sem höfnin sendi inn til Vegagerðarinnar.
6. 202206077 - Dýpkunartæki
Starfsmanni stjórnar falið að halda áfram með skoðun á dýpkunartækjum fyrir höfnina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til baka Prenta