|
Fundinn sátu: Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir aðalmaður, Steindór Sigurjónsson aðalmaður, Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs, Tinna Rut Sigurðardóttir 1. varamaður, Bjarni Ólafur Stefánsson varamaður, Eyrún Helga Ævarsdóttir Menningarmiðstöð. |
|
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar |
|
|
|
1. 202204063 - Héraðsskjalasafn |
Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Árnesinga fór yfir helstu mál rafrænnar skjalavörslu en Sveitarfélagið Hornafjörður er nú í klasasamstarfi með héraðsskjalasöfnum á Suðurlandi og vinna þau í sameiningu að framtíðarskipulagi rafrænna skila sveitarfélaga klasans.
|
Nefndin þakkar Þorsteini fyrir góða kynningu. Ljóst er að gera þarf ráð fyrir þessu verkefni í næstu fjárhagsáætlunargerð. |
|
|
Gestir |
Þorsteinn Tryggvi Másson |
|
|
2. 202301049 - Humarhátíð 2023 |
Undirritaður hefur verið samstarfssamningur við Humarhátíðarstjórn sem lítur að skipulagningu og utanumhaldi á Humarhátíð.
Samningur lagður fram til kynningar.
|
Nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka virkan þátt í undirbúningi og hátíðarhöldum. |
|
|
|
3. 202302057 - Staða á atvinnumarkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði 2023 |
Lagt fram til kynningar.
|
780- 11 einstaklingar 781- 3 einstaklingar 785- 2 einstaklingar
ALLS: 16 einstaklingar
|
|
|
|
4. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs |
Lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
5. 201810036 - Svavarssafn |
Nefndarmenn fá kynningu á nýrri sýningu Svavarssafns
|
Sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi er sett upp á Íslandi til að minnast þess að 2022 voru 250 ár liðin frá einum fyrsta erlenda vísindaleiðangrinum til Íslands, 1772. Með í þeirri för var einn af lærisveinum hins heimsþekkta sænska náttúruvísindamanns Carl von Linné, sænski náttúrufræðingurinn Daniel Solander. Solander og skrásettu m.a. ýmislegt um náttúru Íslands, menningu, siði og klæðaburð. Tíu íslenskir grafíklistamenn túlka á sýningunni þessa atburði og þær breytingar sem hafa átt sér stað á landi og þjóð. Á sama tíma verður sýningin Paradise Lost ? Daniel Solander’s Legacy opnuð. Þar sýna 10 listamenn frá Kyrrahafssvæðinu, en Solander var í áhöfn HMS Endeavour í fyrstu ferð Evrópumanna til Ástralíu. Sýningin hefur áður verið sett upp á NýjaSjálandi, í Ástralíu og Svíþjóð. Sýningarnar tvær mynda því einstakt samtal Norðurskautsins og Kyrrahafsins í gegnum ferðir Daniel Solanders. Sýningarnar tvær eru samstarfsverkefni Sendiráðs Svíþjóðar á Íslandi og félagsins Íslensk grafík.
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 |