Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1061

Haldinn í ráðhúsi,
24.11.2022 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varamaður,
Bryndís Bjarnarson , Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2211002F - Fræðslu- og frístundanefnd - 95
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs sat fundinn undir 1-4 lið
Almenn mál
2. 202211018 - Málefni Sindra 2022
Margrét kynnti starfsemi UMF Sindra og gerði grein fyrir ósk félagsins um aukin fjárstuðning.

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og vísað málinu til vinnu við fjárhagsáætlun.
 
Gestir
Margrét Kristinssdóttir framkvæmdastjóri Sindra
3. 202210098 - Styrkir og samningar við íþróttafélög
Bæjarráð óskaði eftir að samningar við íþróttafélög yrðu teknir saman og styrkupphæðir greindar.

Umræður um fjárstyrki sveitarfélagsins til íþróttafélaga.
4. 202209071 - Golfklúbbur Hornafjarðar Samstarfssamningur 2022
Fræðslu-og tómstundanefnd gerði tillögur að breytingum á samningi við Golfklúbbinn og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi við Golfklúbb Hornafjarðar og viðauka vegna samnings vegna húsnæðismála.
Eyrún Fríða vék af fundi undir umræðum um húsnæði golfklúbbsins.
5. 202209034 - Ríki Vatnajökuls - Kynning á starfsemi og ósk um aukin styrk
Ósk um fjárstuðning forsvarsmenn Ríkis Vatnajökuls gerðu grein fyrir stöðu mála.

Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun.
 
Gestir
Margrét Ingólfsdóttir
Kristján S. Guðnason
6. 202208062 - Fjárhagsáætlun 2023-2026
Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri
7. 202211014 - Álagningareglur 2023
Útsvar 14,52%
Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði 0,37% af fasteignamati (var 0,41%)
Fasteignaskattur á opinb. húsnæði 1,32%
Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði 1,65% af fasteignamati (var 1,49%)
Lóðarleiga 1% af lóðarmati
Holræsagjald Samkvæmt gjaldskrá (óbreytt)
Vatnsgjald Samkvæmt gjaldskrá (óbreytt)
Sorpgjöld Samkvæmt gjaldskrá (10% hækkun)


Bæjarráð samþykkir álagningareglur 2023 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8. 202101107 - Gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá um sorphirðu og sorpeyðingu og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
Gestir
Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála
9. 202211046 - Dagdvöl aldraðra
Erindi frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjðonustu (SFS) og Sambandi íslenskra sveitarféalga, þar sem óskað er eftir svari frá sveitarfélögum um það hvort vilji sé til að veita SFV og sambandinu umboð til samningagerðar um dagdvöl aldraðra fyrir hönd sveitarfélagsins.
Umboðið nær til þess að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins við samningsgerðina, öll samskipti ásamt upplýsingaog gagnaöflunar í tengslum við samningaviðræður, semja um fyrirkomulag og endurgjald fyrir þjónustuna, ganga frá skjölum og samningi, undirritun þeirra, þ.m.t. samninga og öll önnur nauðsynleg skjöl. Gert er ráð fyrir að samninganefndin muni gera einn heildstæðan rammasamning fyrir þjónustu í öllum dagdvölum sem nefndin fær umboð til, en hugsanlegt er að formið verði með öðrum hætti og samningarnir verði fleiri en einn.


Bæjarráð samþykkir að veita Samtökum fyrirtækja í velferðarþjðonustu (SFS) og Sambandi íslenskra sveitarféalga umboð til samningagerðar um dagdvöl aldraðra fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
Gestir
Erla Björg Sigurðardóttir sviðstjóri velferðarsviðs
10. 202211060 - Stefna um þjónustustig til byggðalaga utan stærstu byggðakjarna
Erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem greint er frá að Byggðastofnun er að vinna að gerð leiðbeininga og fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags.

Lagt fram til kynningar.
11. 202211020 - Ósk um þátttöku sveitarfélag við að þróa aðlögunaraðgerðir
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.

Bæjarráð samþykkir að sækja um að vera eitt af sveitarfélögum sem munu móta aðferðarfræði til þess að bregðast við loflagsbreytingum.
12. 202207063 - Umsókn um lóð - Dalbraut 2 a
Rúnar Þór Guðmundsson og Sigrún Gunnbjörnsdóttir óska eftir breytingu á fyrirtæki skráð sem lóðarhafa lóða Dalbraut 2a, 2b, og 2c. Lóðir hafa verið úthlutaðar til Útsparks ehf en óskað er eftir að Fallastakkanöf ehf. verði lóðarhafi. Samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá á Sigrún Gunnbjörnsdóttir 100% hlut í báðum fyrirtækjum.

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu þar sem fullnægjandi gögn liggja ekki fyrir.
13. 202202046 - Fundargerðir HAUST
Fundargerðir HAUST lagðar fram til kynningar.
169. fundargerð.pdf
221028fundargerð undirrituð.pdf
167. fundargerð Heilbrigðisnefndar.pdf
168. fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:40 

Til baka Prenta