Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 290

Haldinn í ráðhúsi,
14.10.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir 1. varaforseti,
Ásgrímur Ingólfsson Forseti,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson 2. varaforseti,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2109006F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1005
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 2109008F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1006
Sæmundur Helgason tók til máls undir 3. lið, stofnun leikskóladeildar fyrir ungabörn og undir 7. lið, staða sveitarsjóðs 2021.
Til andsvars Ásgerður K. Gylfadóttir. Bryndís Hólmarsdóttir tók til máls undir 3. lið, stofnun leikskóladeildar, til andsvars Matthildur Ásmundardóttir.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 2109012F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1007
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 2109016F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1008
Sæmundur Helgason tók til máls undir 3. lið fjárhagsáætlun ítrekaði bókun 3. framboðsins um gjaldfrjálsan leikskóla. "Þær tillögur sem lagðar eru hér fram um rekstraráætlun leikskóla í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir árið 2022 gera ráð fyrir að um 6,6% af heildarrekstri innheimtist af foreldrum með leikskólagjöldum. 3. Framboðið leggur til að leikskólinn verði gjaldfrjáls, sem þýðir að foreldrar verða ekki rukkaðir um leikskólagjöld fyrir börn á leikskólaaldri. Jafnrétti til náms er ein helsta forsenda félagslegs réttlætis í samfélaginu. Skólinn á að vera hornsteinn jafnaðar og réttlætis í samfélaginu og gjaldfrjáls leikskóli stuðlar að þeim jöfnuði."
Til andsvars Ásgerður K. Gylfadóttir. Ásgerður K. Gylfadóttir tók við fundarstjórn, einnig til andsvars Ásgrímur Ingólfsson, til andsvars Sæmundur Helgason. Ásgrímur Ingólfsson tók við fundarstjórn. Til andsvars Ásgerður K. Gylfadóttir.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 2110005F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1009
Sæmundur Helgason tók til máls undir 1. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsnefndar mál nr. 19. skipulag íbúðasvæðis. Til andsvars Ásgerður K. Gylfadóttir. Ásgerður tók við fundarstjórn. Til andsvars Ásgrímur Ingólfsson. Einnig til andsvars Páll Róbert Matthíasson. Ásgrímur Ingólfsson tók við fundarstjórn.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
6. 2109002F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 288
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
7. 202110040 - Íbúakosning um aðal- og deiliskipulag þétting byggðar Innbæ
Undirskriftasöfnunin vegna breytingar á aðal- og deiliskipulagi í innbæ, fór fram hjá Þjóðskrá. Á kjörskrá voru 1590 einstaklingar, fjöldi þeirra sem skráðu nafn sitt á undirskriftalistann var 353 eða 22,2 %.
Skv. samþykktum sveitarfélagsins skal bæjarstjórn verða við ósk um almenna atkvæðagreiðslu ef 20% þeirra sem eiga kosningarétt óska þess.
Þegar sveitarstjórn hefur ákveðið að halda íbúakosningu skv. 1. mgr. 107. gr. sveitarstjórnarlaga er henni heimilt að óska eftir því við ráðherra að kosningin fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna kosningarinnar verði rafræn. Samkvæmt reglugerð nr. 966/2018 um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna kosninga þarf sveitarstjórn að óska eftir samþykki ráðherra fyrir framkvæmd rafrænnar íbúakosningar. Í beiðni sveitarstjórnar skv. 1. mgr. skulu koma fram upplýsingar um það efni sem kjósa skal um en sveitarstjórn setur fram þá endanlegu tillögu sem bera á undir atkvæði. Í beiðni sveitarfélags skulu einnig koma fram upplýsingar um hvort atkvæðagreiðsla eigi að vera bindandi og hvort óskað sé eftir því að miða kosningarrétt við 16 ára aldur. Bæjarráð lagði til að kosningaréttur verði miðaður við 16 ár og að kosningin verði ráðgefandi.


Bæjarstjóri lagði til að bæjarstjórn samþykki að framkvæmd verði íbúakosning um samþykkt aðal- og deiliskipulag. Framkvæmd íbúakönnunar verði rafræn og hún verði ráðgefandi og að kosningaaldur verði miðaður við 16 ár.
Leitað var til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um ráðgjöf vegna framlagningu á spurningu vegna íbúakosningarinnar.

Spurning íbúakosningarinnar verði þessi:
Nýtt aðal- og deiliskipulag um þéttingu byggðar í Innbæ á Höfn, samkvæmt auglýsingum um samþykkt bæjarstjórnar frá 16. apríl 2020 og 27. maí 2021, hefur verið samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Ekkert deiliskipulag var áður í gildi fyrir svæðið, en allar upplýsingar um nýja deiliskipulagið og aðalskipulagsbreytinguna má sjá með því að smella á þennan hlekk til að skoða samþykkt skipulaganna: https://www.hornafjordur.is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu/thetting-byggdar-innbae-auglysing-um-samthykkt-baejarstjornar-1
og þennan hlekk til að skoða samþykkt um breytingu á aðalskipulagi https://www.hornafjordur.is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu/thetting-byggdar-innbae-auglysing-um-samthykkt-baejarstjornar

Vilt þú að þessi nýju aðal- og deiliskipulög haldi gildi sínu með þeim breytingum sem því fylgja, eða vilt þú að það falli úr gildi og þar með verði skipulag óbreytt á svæðinu?

Ég vil að nýtt aðal- og deiliskipulag haldi gildi sínu.
Ég vil að nýtt aðal- og deiliskipulag falli úr gildi.

Sæmundur Helgasvon tók til máls, Páll Róbert Matthíasson tók einnig til máls.
Forseti bar upp tillögu bæjarstjóra.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að framkvæmd verði íbúakosning um aðal- og deiliskipulag þétting byggðar innbæ og vísar málinu til samþykktar hjá ráðherra skv. 3. gr. reglugerð um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár.

Niðurstaða talningu undirskrifta.pdf
8. 202109040 - Útboð byggingar hjúkrunarheimilis
Tvö tilboð bárust í verkið frá Húsheild ehf. og Ístak hf. Tilboð frá Húsheild var lægra en 24% yfir kostnaðaráætlun sem lögð var fyrir Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir en 18% yfir uppfærðri kostnaðaráætlun sem lá fyrir áður en útboð var auglýst.
Samkvæmt bréfi heilbrigðisráðuneytisins til Framkvæmdasýslu ríkisins er lagt til að báðum tilboðum verði hafnað og leitað verði leiða til að draga úr kostnaði framkvæmdarinnar með því að fara nánar yfir forsendur verkefnisins.


Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun og óskaði eftir að bæjarstjórn geri hana að sinni.
"Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar harmar þá afstöðu ríkisins sem kemur fram í bréfi heilbrigðisráðuneytisins til Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem lagt er til, eftir umsögn fjármálaráðuneytisins, að hafna báðum tilboðum og leitað verði leiða til að draga úr kostnaði framkvæmdarinnar með því að fara nánar yfir forsendur verkefnisins. Verkefnið hefur dregist fram úr hófi á sama tíma hefur byggingarkostnaður hækkað verulega m.a. vegna heimsfaraldurs. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur nú þegar greitt 195,5 m.kr. til verkefnisins sem hefur komið niður á öðrum nauðsynlegum verkefnum. Bæjarstjóri hefur átt samtöl við aðila framkvæmdarinnar og er Framkvæmdasýsla ríkisins að skoða hvaða leiðir eru færar án þess að bjóða þurfi út framkvæmdina á ný. Óskað hefur verið eftir fundi með aðilum verkefnisins hið fyrsta. Bæjarstjórn skorar á þingmenn og ráðherra Suðurkjördæmis að styðja Sveitarfélagið Hornafjörð í því að framkvæmdin hljóti framgöngu án frekari tafa. "
Til máls tóku Ásgeður K. Gylfadóttir og Páll Róbert Matthíasson.
Forseti bar bókunina upp til afgreiðslu.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 202105039 - Viðaukar fjárhagsáætlunar 2021
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðauka III og IV við fjárhagsáætlun 2021.
Viðaukunum verður mætt með lækkun á handbæru fé.


Forseti bar viðauka III og upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Forseti bar viðauka IV upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fhá21_viðauki 3.pdf
Fhá 2021 - viðauki 4.pdf
Stofnbúnaður - Selið.pdf
10. 202104041 - Sala íbúða í eigu sveitarfélagsins
Tvær íbúðir í eigu sveitarfélagsins voru settar á sölu hjá fasteignasölunni Medial ehf.
Sandbakkavegur 2, íbúð 102 fastanúmer 2181150, verðmat 17,5 m.kr.
Sex tilboð bárust í eignina lagt er til að bæjarstjórn samþykki að selja hæstbjóðanda Michael Reid eignina á 20.500.000 kr.
Sandbakkavegur 4, íbúð 101 fastanúmer 2181155, verðmat 25 m.kr.
Fimm tilboð bárust í eignina, lagt er til að bæjarstjórn samþykki að selja hæstbjóðanda Hákoni Gunnarssyni eignina á 29.600.000 kr.


Forseti bar upp sölu Sandbakkaveg 2 íbúð 102.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Forseti bar upp sölu á Sandbakkaveg 4 íbúð 101.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
11. 202011129 - Breyting á aðalskipulagi Hnappavellir 1 - Verslunar og þjónustusvæði
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá tillögu um breytingu á aðalskipulagi á hluta af Hnappavöllum 1, um að ræða 10.909 m2 lóð úr landinu þar sem stendur fjárhús og hlaða. Lóðinni verður skipt út úr jörðinni og mun heita Hnappavellir 1, Mói en hún hefur ekki verið skráð hjá Þjóðskrá. Stefnt er að því að breyta byggingum sem þegar eru á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir fleiri byggingum. Lóðinni verður breytt í VÞ svæði þar sem gert verði ráð fyrir ferðaþjónustu, m.a. gistingu og litlu tjaldsvæði.
Breyting á aðalskipulagi var auglýst frá 16. ágúst til 27. september 2021. Umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni og Minjastofnun.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda hana til skipulagsstofnunar til samþykktar.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
breytingauppdtáttur-Hnappavellir1.pdf
Umsögn Veðurstofa Íslands.pdf
12. 202103129 - Breyting á aðalskipulagi - Heppuvegur 6
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá breytingu á aðalskipulagi fyrir Heppuveg 6. Megin markmið með breytingunni er að M1 miðsvæði stækkar og Heppuvegur 5 og hluti Heppuvegar 6 verða á miðsvæði í stað athafnasvæðis. Með breyttri landnotkun verður heimilt að hafa á lóðunum matvælaframleiðslu/iðnaðarframleiðslu, veitingasölu og listsýningar auk íbúða. Tillagan var auglýst frá 3. ágúst til 14. september 2021. Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Umhverfisstofnun.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga og senda hana til skipulagsstofnunar til samþykktar.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Miðbær-Miðbær.pdf
13. 202011122 - Breyting á aðalskipulagi - Borgarhöfn 2-3 Suðursveit
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá að markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að breyta landnotkun á hluta lögbýlisins úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði á um 5 ha. svæði. Breyting á aðalskipulagi var auglýst frá 16. ágúst til 27. september 2021. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun. Lagði til lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga og senda hana til skipulagsstofnunar til samþykktar með fyrirvara um jákvæða umsögn Veðurstofu Íslands.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
-breytingauppdtáttur-Borgarhöfn Neðribær.pdf
-breytingauppdtáttur-Borgarhöfn Neðribær.pdf
14. 202103128 - Deiliskipulag Borgarhöfn
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá að meginmarkmið með deiliskipulaginu er að skilgreina tjaldsvæði, byggingarreit fyrir smáhýsi og lóðir og byggingarreiti fyrir frístundahús. Áform landeiganda er að efla ferðaþjónustu á svæðinu og bjóða upp á möguleika til gistingar og afleidda þjónustu.
Deiliskipulagið var auglýst frá 16. ágúst til 27. september 2021. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki nýtt deiliskipulag að Borgarhöfn og vísi því í lögformlegt ferli skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
7694-001-DSK-001-V01 Neðribær Borgarhöfn greinargerð.pdf
7694-002-DSK-001-V01 Borgarhöfn Neðribær-tillaga.pdf
15. 202109093 - Deiliskipulag - Hálsasker - Svínafell 2
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá tillögu að nýju deiliskipulagi að Hálsaskeri Svínafelli 2. Þegar hefur verið samþykkt leyfi fyrir gestahúsi sem mun nýtist sem heilsárshús við framtíðaruppbyggingu. Áætlað er að endurbyggja gamla Hnappavallabæinn á Byggingareit B1, í upprunalegri mynd.
Lögð er áhersla á að skapa á lóðinni bæjarhlað og húsaþyrpingu eftir ríkjandi hefðum.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagsgerð og að auglýsa deiliskipulag skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Fallið verði frá gerð skipulagslýsingar skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
SVÍNAFELL DSK_210720.pdf
16. 202108101 - Deiliskipulag Skaftafell III og IV
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá tillögu að deiliskipulagi. Markmið með deiliskipulagi þessu er að sníða ramma utan um byggð lítilla húsa á jörðinni Skaftafell III og staðsetja grunninnviði.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulag skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Fallið er frá gerð skipulagslýsingar skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Skaftafell III&IV -D00-01.pdf
Skaftafell III&IV -D00-02.pdf
Skaftafell III&IV -D00-03.pdf
Skaftafell III og IV - .pdf
17. 202109070 - Tilkynning um framkvæmd - Ránarslóð 10, innanhúss breyting á risi
Gunnar Stígur Reynisson óskar eftir að breyta íbúðarhúsi á Ránarslóð 10. Um er að ræða framkvæmd innanhúss sem felur í sér breytingu á notkun riss úr geymslu í svefnloft, uppsetningu nýs stiga að risi og fellistiga utanhúss. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.
Forseti lagði til að heimilað verði að breyta húsi á Ránarslóð 10 í samræmi við framlagðar teikningar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga og að fallið verði frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga enda varðar breytingin ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
18. 202104031 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - Langatorfa í Svínafelli, breyting á notkun á fjárhúsi
Erindi frá eigendum Löngutorfu ehf. vegna fyrirhugaðra breytinga á Löngutorfu. Óskað er eftir að breyta notkun fjárhúss og koma upp veitingaaðstöðu með bar fyrir um það bil 30 manns. Í húsinu verður fullbúið eldhús fyrir veitingasöluna, lager og geymslupláss, aðstaða fyrir starfsfólk, afmarkað rými fyrir bjórgerð og vinnsluaðstaða til að vinna afurðir úr ærkjöti. Einnig er gert ráð fyrir um 40 fm. íbúð sem gæti nýst fyrir starfsmenn. Einnig er fyrirhugað að breyta hlöðunni í íbúðarhúsnæði. Lóðin er á VÞ32 svæði en um það kemur fram í aðalskipulagi "Ferðaþjónusta, gisting, greiðasala. Uppbygging vegna hennar skal heimil, skv. deiliskipulagi. Allt að 80 gistirými. Frístundahús, 2 hús. Svæðisafmörkun ~ 3ha"
Grenndarkynning hefur farið fram og eitt svar barst þar sem ekki var gerð athugasemd við breytingarnar en bent á að aðkomuvegurinn sé mjór og holóttur. Samið hefur verið við verktaka um lagfæringu á veginum.
Forseti lagði til heimilt verði að veita byggingarleyfi án deiliskipulagsgerðar skv. 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga enda er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
19. 202109078 - Byggingarleyfisumsókn: Hálsasker 2, íbúðarhús
Oddur Ari Sigurðsson og Katerina Sardicka sækja um byggingarleyfi fyrir um 60 m² íbúðarhús á Hálsaskeri 2 í Öræfum. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið, skv. aðalskipulagi er svæðið á skógræktar- og landgræðslusvæði/landbúnaðarsvæði.
Forseti lagði til að heimilt verði að byggja íbúðarhús í samræmi við framlagðar teikningar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga og að bæjarstjórn samþykki grenndarkynningu sem hefur nú þegar farið fram sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.


Samþykkt með sjö atkvæðum.
20. 202109067 - Framkvæmdaleyfi - Efnistaka í Slufrudalsá E18
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr eyrum Slufrudalsár. Efni hefur verið unnið þarna áður, síðast var unnið 2015 um 8.000 m3.
Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og í samræmi við landnotkun.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga.


Samþykkt með sjö atkvæðum.
21. 201710026 - Umsókn um lóð - Heppuvegur 2b
Erindi frá eigendum Íshússins þar sem þau óska eftir að skila lóð að Heppuvegi 2b.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki lóðarskilin.


Samþykkt með sjö atkvæðum.
22. 202101042 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri gerði grein fyrir störfum sínum síðastliðinn mánuð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til baka Prenta