Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 38

Haldinn í ráðhúsi,
20.06.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður,
Skúli Ingibergur Þórarinsson varaformaður,
Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Elías Tjörvi Halldórsson 1. varamaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Bartosz Skrzypkowski byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bartosz Skrzypkowski, Byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202201107 - Deiliskipulag - Víkurbraut 1
Batteríið arkitektar f.h. Skinney Þinganes leggja fram drög að skipulagi fyrir Víkurbraut 1 og Álaugarveg 2.



Frumdrög lögð fram til kynningar.
2202 - FRUMDRÖG -04.pdf
 
Gestir
Davíð Ingi Bustion
Diljá Sigurðardóttir
2. 202206055 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra - Hafnarbraut 16
Skinney Þinganes óskar eftir að fá að vinna aðaluppdrætti fyrir Hafnarbraut 16 með þeim breytingum á útliti og umfangi hússins sem framlagðar teikningar sýna. Reiknað er með að eldri hluti hússins verði að stærstum hluta endurbyggður í núverandi mynd en viðbygging fái nýtt útlit. Innra fyrirkomulagi verði breytt talsvert. Innréttaðar verða 6 íbúðir. Reiknað er með að koma fyrir 6 bílastæðum á lóð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd er jákvæð fyrir breytingu á húsi að Hafnarbraut 16. Nefndin bendir á að innkeyrslur á lóð séu sitthvorumegin og ekki skuli gert ráð fyrir að bakkað sé beint út á Hafnarbrautina á stærra svæði. Starfsmanni falið að grenndarkynna breytingar skv. 44.gr. skipulagslaga þegar uppfærð gögn hafa borist


2215-FRUMDRÖG-3 .pdf
2215-FYRIRSPURN.pdf
 
Gestir
Davíð Ingi Bustion
Diljá Sigurðardóttir
3. 202205141 - Seyrugryfja í vesturhluta sveitarfélagsins
Framlagt til kynningar minnisblað um möguleika á seyrugryfju í vesturhluta sveitarfélagsins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmönnum að auglýsa eftir landeigendum í vesturhluta sveitarfélagsins sem hafa áhuga á að leggja til land undir seyrugryfju og leggja málið fyrir nefndina að nýju.
4. 202205126 - Flokkunarbar við móttökustöð
Framlagt minnisblað um umgengni við flokkunarbar sveitarfélagsins fyrir úrgang sem staðsettur er við gámaportið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að skoða útfærslu á myndavélaeftirlitskerfi og leggja fyrir nefndina að nýju.
5. 202012081 - Breyting á deiliskipulagi, útbæ Höfn
Drög að skilmálum vegna deiliskipulags fyrir um 13.000m2 hotel í Útbæ.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi og vísar málinu í ferli skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
6. 202111114 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi Hafnarbraut 4-6
Breyting á deiliskipulagi Hafnarvík Heppu var auglýst frá og með 17. mars til 17. maí 2022. Byggingarreitir lóða við Hafnarbraut 4 og 6 stækka og verða samtengdir. Heimild verður fyrir allt að þriggja hæða byggingu og kjallara.
Lögð fram drög að svörum við umsögnum og ábendingar frá lóðarhafa.


Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir eftirfarandi breytingar á auglýstri tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hafnarvík - Heppu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd vill að eftirfarandi breytingar séu gerðar á deiliskipulaginu:
- Innkeyrsla milli lóða 6 og 8/10 verði breikkuð úr 4,9m eins og hún er nú í 6m án þess að byggingarreit verði breytt. Í samræmi við athugasemdir eigenda að Hafnarbraut 8.
- Viðbygging á bak við gamla kaupfélagshúsið verði að hámarki 2 hæðir og nái ekki upp fyrir mæni á Hafnarbraut 4. Tilgangurinn er að taka tillit til umsagnar um að skipulagið taki mið af heildstæðu yfirbragði byggðar, samræmis í hæð og umfangi húsa og fínlegum mælikvarða byggðamynsturs og athugasemd um að þriggja hæða viðbygging á þessum stað sé til þess fallin að rýra byggingarlist gamla KASK hússins og raska stöðu þess í bæjarmynd Hafnar. Á sama tíma er komið til móts við athugasemdir eigenda Hafnarbrautar 3 um skerðingu á útsýni til fjalla.
- Að auki var lagt til að lóðamörkum austan yrði hnikað til þannig að malbikaður göngustígur verði í landi bæjarins og það komi því ekki í hlut lóðarhafa að viðhalda honum.
- Í svörum verður gert ráð fyrir því að húseigendur geti fengið mælingar á húsum sínum fyrir og eftir framkvæmdir ef þeir óska eftir því.
Breyting á deiliskipulagi er því samþykkt með ofangreindum breytingum eftir auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Gunnlaugur Róbertsson vék af fundi undir málum nr. 7 og 8.
7. 202206018 - Umsókn um byggingarheimild - Skaftafell 1a - starfsmannahús
Vatnajökulsþjóðgarður sækir um byggingarheimild fyrir starfsmannahús í Sandaseli í Öræfum. Um er að ræða 76 fm timburgrindarhús um 4,3m að hæð (frá gólfi) með einhalla þak. Til staðar er gildandi deiliskipulag og er staðsetning fyrirhugaðs hús innan byggingarreits B6. Í skilmálum fyrir reitinn kemur fram að hús skulu hafa burstir og fylgja skilgreindri megin mænisstefnu. Breidd bursta skal að hámarki vera 7,5m og vegghæð langhliða ekki hærri en 3,5m. Óskað er samþykkis fyrir frávík frá deiliskipulagi til að reisa umræða einhalla hús með hámarkshæð útveggja um 4,3m.

Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar að vikið sé frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þar sem um svo óveruleg frávík er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3.mgr. 43.gr laganna. Nefndin bendir á að þak skal málað í möttum jarðlit(um) samkvæmt skilmálum deiliskipulagsins. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
8. 202206019 - Umsókn um byggingarheimild - Heinaberg - þurrsalerni
Vatnajökulsþjóðgarður sækir um byggingarheimild fyrir þurrsalerni í Heinabergi. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæði, en samkvæmt aðalskipulagi er fyrirhuguð staðsetning innan landbúnaðarsvæðis, innan friðlýsts svæðis og innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007 skal Vatnajökulsþjóðgarður unna stjórnunar- og verndaráætlun. Skv. 13. gr. laganna þarf ekki sérstakt leyfi Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir þeim framkvæmdum sem gert er ráð fyrir í stjórnunar- og verndaráætlun. Í stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er skilgreint þjónustusvæði á umræddu svæði þar sem markmið eru að byggja upp vel skipulagt útivistarsvæði á Heinabergssvæðinu með áningarstöðum, salernisaðstöðu, fræðslu og fjölbreyttum gönguleiðum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar þar sem framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fallið er frá grenndarkynningu þar sem framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, sbr. 3.mgr. 44.gr. laganna. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Nefndin bendir á að jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar þurfi að liggja fyrir áður en byggingarleyfi er samþykkt.
9. 202206029 - Umsókn um byggingarheimild - Stafafellsfjöll Múlaskáli, gestahús
Ferðafélag Austur-Skaftfellinga óskar eftir byggingarheimild til að reisa 20 m² skálavarðarhús við Múlaskála á Lónsöræfum á lóð numer L159451 án deiliskipulagsgerðar. Fyrirhuguð staðsetning er innan þjóðlendu Lónsöræfi nyrðri og á friðlýstu svæði.

Málinu frestað, þar sem leyfi forsætisráðuneytis og umsagnir Umhverfis- og Minjastofnunar hafa ekki borist.
10. 202102017 - Tilkynning um framkvæmd - Mánabraut 6, breyting á útliti, tveir kvistar
Þann 02.02.2021 sótti Hjalti Þór Vignisson um leyfi fyrir útlitsbreytingu á húsi við Mánabraut 6. Breytingin felst í byggingu tveggja nýrra kvista. á fundi þann 15.04.2021 samþykkti bæjarstjórn breytingar á húsnæðinu án deiliskipulagsgerðar skv. 44. gr. skipulagslaga. Þann 28.05.2022 voru sendar nýjar teikningar þar sem einn af kvístum hefur verið breytt til að gæta samræmis í útliti hússins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar að veita megi leyfi til framkvæmda án deiliskipulagsgerðar, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga, að því tilskyldu að engar athugasemdir berast frá nágrönnum, skv. 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
11. 202206025 - Landeignaskrá Sauðanes - Stofnun landeignar Sauðanes 2a
Aðalheiður Fanney Björnsdóttir og Valdimar Ingólfsson óska um skipti á Sauðanesi. Fyrirhuguð er að stofna nýja 2 ha lóð fyrir einbýlishús og útihús. Ný landeign verður á landbúnarðasvæði að hluta og verslunar- og þjónustusvæði VÞ 37 að hluta.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun landeignar, enda samrýmist hún skipulagsáætlun, sbr. 6.gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
12. 202206023 - Stjórnsýsla - Umhverfis og skipulagsnefnd, framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála
Kynntar eru hugmyndir um útfærslu framsals á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála.

Vísað til áframhaldandi vinnu starfsmanna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta